fimmtudagur, 15. febrúar 2007

Tulkunarfræði Stefans Snævars

Tvö rit Stefáns Snævars
Stefán Snævarr mun kunnastur á Íslandi sem ljóðskáld og hvass höfundur blaðagreina. En hann hefur einkum lagt stund á heimspeki mörg undanfarin ár, numið hana og kennt í Björgvin, og varði doktorsrit á því sviði. Það hefur nú birst á bók á ensku, Minerva and the muses. Vonandi kemur það fljótlega á íslensku líka, eða verulegur útdráttur þess, því þetta er hin merkasta rannsókn málefna, sem mörgum eru mikilvæg. Ég vænti þess að heimspekifræðingar fjalli fljótlega um það frá sínu sjónarmiði, en hér skal vikið að nokkrum atriðum frá sjónarhóli bókmenntatúlkunar.
Meginviðfangsefni Stefáns er efahyggja um listdóma, það viðhorf, að það sé svo persónulegt, hvernig fólk skynji listaverk, að það verði ekki rökrætt, það ráðist af
tilfinningum, en ekki af skynsemi. Þetta viðhorf mun lesendum þessa svo kunnugt, að ekki þarf að kynna frekar. En það er þó til í ýmsum útgáfum, og Stefán prófar rök fyrir þeim, einni af annarri, rekur kenningar ýmissa heimspekinga af miklum lærdómi. Áf því ræðst titill verksins, sem mætti þýða sem ,,viskugyðjan og listgyðjurnar”. Stefán kannar forsendur ýmissa kenninga um að listdómar séu huglægir, óprófanlegir. I fyrsta lagi sýnir hann fram á að jafnvel þótt listnautn væri alveg tilfinningaleg, þá sé þó tilfinningalífið alls ekki óháð rökhyggju, heldur stjórnist verulega af henni. Það eru t.d. góðar ástæður þess, að sum fyrirbæri vekja fólki ótta, en önnur gleði, og þá einnig í listaverkum fyrirbæri sem minna á slíkt. Stefán tekur skýrt fram, að sumum spurningum verði ekki svarað, a.m.k. ekki í þessu riti. Ekki verði gefin skilgreining á því, hvað listaverk sé, ekki sagt hvort til séu hlutlægir listrænir eiginleikar eða rétt túlkun listaverka, o.fl.þ.h.. Sumt var talið meistaraverk öldum saman, en er nú flestum gleymt (t.d. Eneasarkviða, nýútkomin á íslensku). Stefán rekur ennfremur, að ekki sé kunnugt um neinn mælikvarða sem sanni að t.d. málverk Magritte séu betri en verk Dali eða öfugt. Enda væri þá lítið eftir fyrir listunnendur að fást við. Segja má, að gildi rits Stefáns sé fyrst og fremst neikvætt (og er það ekki lítils virði!). Þetta er tiltekt, hann sýnir fram á að sum algeng viðhorf fái ekki staðist. Í anda Karls Popper sýnir Stefán fram á ósamstæðni: Þótt einhver dómur verði ekki sannaður, þá getur hann verið prófanlegur þannig að hugsanlega yrði hann hrakinn. Einfalt dæmi þessa er þegar listaverki er hrósað fyrir frumleika. Það verður aldrei sannað, því alltaf gæti hugsast að mjög líkt verk eldra fyndist, rétt eins og svartir svanir og hvítir hrafnar. En það þýðir einmitt að þetta er hrekjanleg staðhæfing, prófanleg neikvætt. Og hvers virði er staðhæfing, þar með talin túlkun á listaverki- sem ekki væri prófanleg þannig? Sannleiksgildið væri ekkert. Einnig rekur Stefán kenningu fagurfræðingsins Beardsley um að frumleiki geti ekki talist eiginleiki listaverks, heldur sé þá talað um umhverfi þess, hvað hafi áður birst.
Stefán greinir (bls. 249) fjóra meginþætti hæfni til listmats, sem hann kallar ,,hlutlæga fagurfræðigreind (concrete aesthetic reason): 1) Þögla þekkingu (forsendur sem menn ganga út frá sem sjálfsögðum), 2) að hafa fagurfræðilegar tilfinningar og skynja þær hjá öðrum, 3) að hafa vald á listrænum og fagurfræðilegum hugmyndum og 4) að hafa almenna þekkingu á list. Það skiptir þá máli, að síðasttaldir tveir þættir eru prófanlegir.
Lokakaflinn heitir Súlur visku, og þar er ályktað af undanfarandi efni. Í upphafi kaflans eru settar fram þessar reglur: Til að dómur sé skynsamlegur, nægir að hann uppfylli þessi skilyrði: a) hann er almennt réttlætanlegur, b) rökstyðja má hann á mismunandi stigum, c) hann er hrekjanlegur á markverðan hátt. Þetta er síðan rökstutt og útlistað, svo sem of langt yrði að rekja hér. En Stefán bætir því við, að ekki verði séð nein ástæða til að þetta sé ekki algilt. Álíti einhver að önnur rök gildi um t. d. listmat, þá liggi sönnunarbyrði á þeim sem það segir.
Meginatriði kaflans er skorðunarkenning Stefáns, að það sem kalla mætti ”umlistakenningar” (,,metaæstetiskar kenningar”), skorði einstaka listdóma. Verði umlistakenningin hrakin, þá falla dómar sem á henni eru reistir. Dæmi er fyrrgreind kenning Beardsley, að frumleiki sé ekki eiginleiki listaverka. Hún skorðar listdóma þannig, að sé listaverki einkum talið til gildis að vera frumlegt, þá verður sá listdómur út í hött, fylgi menn Beardsley. Annað dæmi má tilfæra eftir Stefáni (bls. 237), í kínversku menningarbyltingunni var tónlist Beethovens fordæmd á þeim forsendum að hún væri borgaraleg, og innrætti fólki þá borgaraleg viðhorf. Hins vegar töldu kínversk stjórnvöld tónlist Beethovens til gildis, að hún lýsti vel landslaginu í kringum Vínarborg! Áþekk vitleysa heyrist oft um tónverk Richard Wagners, að hún sé í eðli sínu hernaðarleg eða nasísk. Auðvitað hafa aldrei sést rök sem útlista hvernig tónverkin beri þessa eiginleika. Nú hafa flestir unnendur klassískrar tónlistar þá almennu hugmynd (umlistakenningu) um tónlist, að hún sé sértæk. Því verður þessi kínverska fordæming (og skilyrta viðurkenning) hreint rugl í þeirra eyrum. En mér er spurn hvort ekki sé frjórra að fara í hina áttina. Jesú sagði: Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá, en hér virðist hann látinn steypa stömpum, og mönnum sagt að meta ávextina eftir trénu. Þá held ég það sé betra að halda gamla laginu. Þegar Atómstöðin eftir Halldór Laxness birtist, fordæmdu ýmsir stjórnmálandstæðingar Halldórs söguna sem lélega skáldsögu, því hún væri áróðursrit, sem gæfi einhliða og rangláta mynd af íslensku þjóðfélagi og nafnkunnum samtímamönnum. En mér sýnist augljóst (þótt það þyrfti að rökstyðja i lengra máli en hér er unnt) að Guðdómlegi gleðileikurinn eftir Dante félli á nákvæmlega sömu forsendum, alkunna er að þar eru persónulegir óvinir Dantes sýndir í Helvíti vegna synda þeirra og afbrota. Er þá ekki óhætt að segia, að mælikvarði (umlistakenning) sem leiði til fordæmingar á verki Dantes (og Atómstöðinni), sé augljóslega tómt rugl? Að það sé alveg óhæfur mælikvarði á listaverk hvort umheimurinn teljist sýndur á sanngjarnan hátt í því. Hinsvegar verður ekki sýnt fram á listgildi þessara verka nema eftir öðrum mælikvörðum. Þá yrði meginhugmyndin líklega að vera sú, að listgildi felist m.a. í myndrænum lýsingum, samstillingu andstæðna, samþjöppun máls, markvissri byggingu - og e.t.v. því að sýna dæmigerð, mikilvæg atriði í lífi manna. Umfram allt séu þessir mismunandi eðlisþættir verksins samstilltir í eina heild. Mér sýnist mögulegt að sýna fram á, að listgildi t. d. Gleðileiksins guðdómlega verði ekki skýrt með öðru, en slíkri lýsingu. Segði t.d. einhver að það felist i háleitum hugmyndum, göfugum boðskap, þá er auðsýnt fram á að skv. því yrðu þurrustu guðfræðirit jafngild listaverk eða betri, því þar koma þessar sömu hugmyndir skýrar fram og skipulegar.
II
Stefán sendi síðar frá sér ritið Ástarspekt, en það orð er gömul íslenskun á gríska (og alþjóðlega) orðinu philosophia. Það er orð að sönnu um þessa bók, því hún er alhliða yfirlit heimspeki. Því skiptist hún í þrjá bálka, þekkingarfræði, siðfræði og fagurfræði. Bókin verður að auðlesnari við það að form greinanna er breytilegt, stundum skipuleg rökræða, en stundum samræður, að eldfornum heimspekisið, sem Snorri Sturluson enn fylgdi í Eddu sinni skömmu eftir 1200.

Rökleiðslur
Það er mikill fengur að svo skipulegu yfirliti um nokkur helstu viðfangsefni samtímans, einkum þar sem þetta er svo alþýðlega fram sett, og vel orðað, að ætla má að allir venjulegir blaðalesendur geti haft fullt gagn af. Þó eru alhliða rökræður bókarinnar enn mikilsverðari, Stefán er ótrauður við að setja fram sínar skoðanir, en hann þykist ekki alvitur, heldur leggur mesta áherslu á að vega málin og meta frá mismunandi sjónarmiðum. Þetta dregur lesendur með, og fær þá áreiðanlega til að pæla sjálfir í málunum. Mesti kostur bókarinnar er enn ótalinn, enda er hann hálfdulinn undir yfirborðinu. Í gegnum allar þessar rökræður um ýmis málefni, hagfræði, frjálshyggju, listtúlkun, o.s.frv., læra lesendur aðferðir rökleiðslu og helstu hugtök, svo sem um vítahring, falsrök, sjálfskæð rök (hét það ekki bara hringavitleysa áður?), í stuttu máli sagt, bókin kennir óbeint gagnrýna hugsun og aðferðafræði.
Eins og Stefán sjálfur segir, er sums staðar farið nokkuð fljótt yfir sögu, enda mikið efni. Hann tekur sér stöðu á milli þeirra sem segja að fræði og raunvísindi eigi ekkert sameiginlegt, og hinna sem segja að öll vísindi séu sama eðlis. Rök Stefáns gegn síðarnefndu skoðuninni eru að bókmenntafræðingur sem fjalli um ljóð verði að viðurkenna gæði efniviðar síns áður en hann fjallar um hann, en jarðfræðingur taki einfaldlega grjótmola, blágrýti eða móberg, án nokkurs gæðamats (bls. 39). En umheimurinn skiptist ekki náttúrulega í hluti. Það fer eftir fræðikenningum, hvernig heimurinn er flokkaður í viðfangsefni, jafnvel flokkunin í bergtegundir hefur verið breytileg í sögunnar rás. Hitt skiptir þó miklu meira máli að Popper sagði að öll vísindi væru einnar ættar á þeim grundvelli, að grundvallaraðferðin væri hvarvetna hin sama. Fólk safnar efniviði á tilteknu sviði, rökstyður hvernig hann sé afmarkaður, ræðir fyrri skýringar á honum og prófar þær. Dæmist eldri skýringar ófullnægjandi, setur fræðimaðurinn fram nýja skýringu, færir fram rök fyrir henni, og reynir að hrekja hana, kannar hvaðeina sem mælt gæti með henni eða móti. Standist hún prófið, köllum við hana niðurstöðu til bráðabirgða.
Umfjöllun Stefáns um prófanleika kenninga er þörf og góð. Þar má telja, að kenning getur ekki talist vísindaleg, nema mögulegt sé að reyna að hrekja hana. Auðvitað nægir það ekki heldur, allskyns augljós vitleysa er auðhrakin. Til að kenning verði tekin alvarlega, verður að mega rökstyðja hana, færa ástæður fyrir því að menn aðhyllist hana frekar en aðra. Á hinn bóginn hafa heimspekingar rakið dæmi þess að kenning sem nú er viðurkennd, hefði verið auðhrakin þegar hún fyrst kom fram. Í því sambandi nefnir Stefán, að raunar sé oft um að ræða kerfi kenninga, þar sem erfitt sé að prófa einstakar kenningar. Þegar tiltekin kenning virðist ekki eiga við, er það oft skýrt með áhrifum tengdra fyrirbæra, þ.e. með hliðarkenningum. Á ferðinni er yfirleitt floti kenninga, þar sem ein styður aðra, og getur orðið seinlegt að sökkva öllum flotanum. Hér hefði verið gott að fá rækilega umfjöllun með dæmum. Ungverski heimpekingurinn Lakatos, rakti fyrir fjórum áratugum, að þannig hefðu áratugum saman tekist á kenningar Bohr og Planck, annarsvegar að ljós væri straumur öragna, hinsvegar að það væri bylgjuhreyfingar. Þessar andstæðu herbúðir fundu sitt á hvað rök fyrir sínu máli. Stefán afhjúpar hve óvísindalegar margar kenningar eru, sem gera ráð fyrir vélgengri eða sjálfkrafa þróun t.d. tungumála, efnahags eða samfélags, enda eru rökin þá iðulega, að “til langs tíma litið” muni þetta eða hitt gerast – án þess að tiltekið sé hve langs tíma, eða hvernig það verði prófað. Hér þykir mér höfundur nema staðar helsti snemma. Vitaskuld gilda ekki náttúrulögmál um samfélagsþróun, en þar með er ekki sagt að hún sé tilviljanakennd, sterkar hneigðir eru fyrir hendi, og þyrfti að ræða þetta ítarlegar.

Bókin er safn greina Stefáns frá rúmlega tveggja áratuga tímabili, en hér eru þessar greinar þættar saman í heild. Vissulega verða nokkrar endurtekningar milli greina, en það virðist mér kostur en ekki löstur, það verða þarfar upprifjanir í nýju samhengi. Auk þess fléttast málin saman, t.d. í umfjöllun um bókmenntatúlkanir er eðlilega komið bæði að þekkingarfræði og siðfræði, þegar rætt er hvort unnt sé að meta hvort ein túlkun sé annarri betri, og eru listaverk “handan góðs og ills”, eða á einhvern hátt siðleg? Því síðasta játar Stefán, þar sem skilningur á listaverki krefjist innlifunar í hugsunarhátt annarra, og listaverk varpi ljósi á þögla þekkingu, sameiginlega fólki. En það sé einmitt eitt helsta gildi listaverka að gera fólk meðvitað um ”þögla þekkingu” eða viðhorf sem það ber með sér, ómeðvitað. Verkið er “siðtengt” og siðferðið er forsenda bókmenntatúlkana í þeim skilningi að ef lesandinn setur söguhetjurnar ekki stöðugt í samhengi við eigin siðferðishugmyndir hegða þær sér með óskiljanlegum eða merkingarlausum hætti fyrir honum. En um leið verður hann móttækilegur fyrir siðtengdri merkingu verksins rétt eins og af vináttu við siðviturt fólk og það getur mótað og eflt siðvit hans” (tekið eftir Agli syni mínum, í Kistunni). Þarmeð er ekki sagt að verkið boði tiltekið siðferði, hvað þá að lesandi þurfi að vera því sammála. Og þótt listnautn sé persónuleg reynsla, eru auðvitað ekki allar túlkanir jafngóðar eða jafnréttháar. Væri svo, segir Stefán, þá væri gerlegt að taka gefnar túlkanir á hvaða bókmenntaverki sem vera skal og kalla þær túlkanir á hvaða öðru bókmenntaverki sem vera skal. Við gætum t.d. tekið gefna túlkun á Íslandsklukkunni og kallað hana ”túlkun á Hrafnkötlu” en það væri fáránlegt. Við getum ekki talað um margar túlkanir á sama verki nema að gera ráð fyrir því að verkið hafi einhvers konar hlutlægan fasta, sem túlkunin verður að ganga út frá. Ella gætum við sagt að þessar túlkanir eigi ekkert sameiginlegt, þær fjalli ekki um sama viðfangið og þá væri út í hött að tala um fjölda túlkana á sama verki. En þótt færa megi rök fyrir því að tiltekin túlkun listaverks fái ekki staðist, þá er á hinn bóginn ekki hægt að sanna að önnur túlkun sé hin eina rétta, ekki frekar en fullyrt verður að endanlegur sannleikur sé fundinn í einhverri grein vísinda. Hér kemur enn til fyrrnefnd ósamstæðni. Stefán segir m.a. (bls. 281):

rökleg forsenda túlkana [er] sú að túlkandinn virði viss gildi í reynd en hafni öðrum. Sé markmið túlkunar að lýsa meginkjarna verksins eins og það eiginlega er, metur túlkandi sannleiks-gildi meira en önnur gildi. Telji túlkandi sannleiksleit ógerlega getur hann t.d. sett skemmti-gildi í –öndvegi eða þýðingu verksins fyrir tiltekna pólitíska baráttu. Af þessu leiðir að túlkanir á bókmenntaverkum hljóta að vera matstengdar, þ.e. ekki algerleg sneyddar gildismati, ekki fyllilega hlutlausar.

Þegar efahyggjumenn segja að gerólíkar túlkanir sama verks sanni, að túlkun sé í eðli sínu fullkomlega huglæg, er svarið, að þá sjáist þeim yfir mismunandi tilgang túlkunar (bls. 248). En þegar túlkanir gerast svo sértækar, loftkenndar, að ekki verður gripið á neinu til að rökstyðja þær eða hrekja, þá er einfaldlega of stórt spurt. ”Hver er sálin í Hrafnkötlu? Fjallar Hamlet um Ödipusarduld?” (bls. 250). Raunvísindi hefðu aldrei orðið til, ef menn hefðu haldið sig svo sértæku stigi. Snöfurmannlega afgreiðir Stefán þá útbreiddu kenningu, að listaverk fjarlæg í tíma eða stað séu nútímafólki framandi, við getum aldrei skilið t.d. Njálu eins og samtímamenn gerðu eða höfundur ætlaðist til, heimsmynd Gleðileiksins guðdómlega og samtímaveruleiki Dantes sé okkur svo framandi. Stefán segir m.a. (bls. 240):

Við getum einfaldlega ekki vitað hvort tiltekin heimsmynd HM sé ósammælanleg við okkar heimsmynd því ef við vissum það væru þær sammælanlegar. Við myndum nefnilega vita að HM er róttækt öðruvísi en okkar heimsmynd og þá getum við borið (mælt) heimsmyndirnar saman. Því er út í hött að gera ráð fyrir hugarheimum sem eru gagnólíkir okkar.

Grundvallarkrafa til túlkunar er þá að hún gangi út frá mikilvægum þáttum verksins, gangi ekki í berhögg við meintar staðreyndir um það, og rúmi ekki röklegar mótsagnir. Auk þess verður hún að bæta einhverju mikilvægu við augljósar staðreyndir um verkið, og þá álít ég að túlkunin hljóti að tengja verkið við eitthvað utan þess, sbr. það sem að framan segir um mismunandi tilgang túlkana. Á þessum grundvelli má bera saman mismunandi túlkanir, sú er best sem betur uppfyllir þessi grundvallarskilyrði.


Þjóðerni
Umfjöllunin um þjóðernisstefnu -og íslenska tungu- var einkar vekjandi. En þar hnaut ég þó um þetta (bls. 124):

Það er tæpast tilviljun að margar kommúnistastjórnir hættu fljótlega að tala um alþjóðlega samstöðu öreiga, og gerðust þess í stað þjóðernissinnar. Kommarnir skildu margir hverjir að þjóðerni skipti menn meira máli en stéttarstaða.

Hér er alltof mikið einfaldað, ólíku steypt saman, böðlum og fórnarlömbum þeirra. Því reyndar var mikill ágreiningur um þetta meðal þeirra sem kölluðust kommar. Í stuttu máli sagt, undir ógnarstjórn Stalíns þurftu valdhafar að finna sökudólga fyrir eigin óstjórn. Og þá nægði ekki að tala um samsæri trotskista og fasista um að setja nagla í smjörið, o.s.frv., tilvalið virtist að notfæra sér gamalgróið og víðtækt gyðingahatur til að efla þjóðarsamstöðu um valdhafana. Það kostaði milljónamorð að setja þjóðrembu í stað alþjóðahyggju –sem mætavel samræmist rækt við menningararf þjóða. (sjá nánar t.d. bók mína Rauðu pennarnir, bls. 171 o.áfr. og þar tilvitnuð rit). Víðar í bókinni gætir svipaðs ruglings, t.d. er stalínistinn margfróði og djúphugli, Georg Lukács formálalaust titlaður marxisti í boðun sinni um að bókmenntir skyldu afhjúpa stéttaþjóðfélagið. En í verkum hans ber mest á dólgamarxisma, þ.e. þeirri kenningu að breytingar á efnahagslífinu leiði sjálfkrafa til svipaðra breytinga á stjórnmálalífi og menningu. Þetta tók Lukács í arf frá Plekhanov, og bar m. a. Kristni E. Andréssyni – og Jean Paul Sartre - að í upphafi 19. aldar, þegar borgarastéttin var að berjast til valda, hafi HÚN skapað bókmenntir sem sýndu þroskaða einstaklinga í lífrænu sambandi við umhverfi sitt. Dæmi hans eru skáldsagnahöfundarnir Walter Scott og Balzac. En eftir miðja öldina fer verklýðsstjettin að láta á sér kræla, og þá verður borgarastéttin í heild hrædd, og fer að skapa bókmenntir sem sýna einangraða einstaklinga. Því væri t.d. Flaubert varhugaverður og sýnu verra skáld en Balzac! Vart þarf að taka fram aðeins og flestir stalínistar hafnaði Lukács gervöllum módernismanum, expressjónisma, surrealisma o.s.frv. sem borgaralegri úrkynjun. Hér má svo sannarlega tala um að meta ávextina eftir trénu sem þeir vaxa af, í stað þess að smakka á þeim, svo vísað sé til þess sem sagði um listmat Stefáns hér að framan.
Einnig rekur Stefán andmæli Marcuse, sem var meiri marxisti, því Karl Marx sagði að skáld gæti aldrei litið á verk sitt sem tæki (til að upplýsa, boða skoðanir, siðvæða, eða þ.u.l), skáldinu hljóti verkið ævinlega að vera markmið í sjálfu sér (tv. rit mitt, bls. 4). Hann taldi að verkalýðsséttin þyrfti að tileinka sér gagnrýnið listaverk þrungin hugsunarhætti sem mótaður væri af stéttarhagsmunum andstæðum henni, sama sögðu t.d. Lenín, Lúxembúrg og Trotskí, þar sem stalínistar töldu að hún gæti skapað sínar eigin öreigabókmenntir undir drottnun borgarastéttarinnar. En Marx og framangreindir marxistar sögðu að á tímum þeirrar drottnunar drottnaði hugsunarháttur borgarastéttarinnar, það þyrfti langvarandi byltingarbaráttu til að losna undan honum.

Stefán Snævarr: Minerva and the muses. Stavanger,
Sami: Ástarspekt Hið íslenska bókmenntafélag 2004, 336 bls.

Kupiga simu

Þegar ég fyrir nokkrum árum tók saman við núverandi konu mína, sem er frá Kenya, Kikuyu-ættar, fór ég að læra Swahili. Það gekk heldur treglega, enda var hvorki í Kaupmannahöfn né Osló hægt að safna fólki í meira en byrjendanámskeið, En málið er heillandi, svo margt er þar ólíkt Evrópumálum. Swahili er bantúmál eins og flest tungumál í Afríku sunnan Sahara. Elst þekkja menn það sem mállýsku strandbúa nálægt Mombasa, en fyrir löngu er það orðið alþióðamál Afríku, og þjóðtunga Tansaníu, Kenya og Uganda. Sem verslunarmál þessa víðlenda svæðis hefur það verið mjög opið fyrir tökuorðum, einkum úr arabísku og á seinni árum úr ensku. Ekki þekki ég nema eitt tökuorð úr þýsku, en það ber Þjóðverjum fagurt vitni, það er orðið shule, skóli. Tökuorðin eru jafnan á einfaldri stafsetningu tungunnar samkvæmt framburði landsmanna, t.d. gari (e. car) bíll, kabati (e. cupboard), skápur, kabichi /kabeji (e. cabbage). Orðmyndun af gömlum innlendum rótum tíðkast þó einnig, t.d. heitir sjónvarp ekki bara televisheni, heldur einnig runinga.
Beygingakerfið er þó stórum skemmtilegra. Að vísu er ekki fallbeyging nema almennt fall og stundum staðarfallsviðskeytið -ni, eintala og fleirtala nafnorða er mynduð með forskeytum, sem lýsingarorð laga sig eftir. En kyn nafnorða eru sjö, og virðist skiptingin í grundvallaratriðum hafa farið eftir því hve mikla sál menn töldu fyrirbærin hafa. Í einum flokki eru þá menn og dýr, í öðrum tré, fljót o.fl., í þriðja ávextir og grænmeti, í fjórða mörg tökuorð, í minnnsta flokkinum staðarákvarðanir, en svo fer þetta aIlt að riðlast í undarlegum undantekningum. Taka má dæmi af stofninum –tu, sem tekur ýmsum merkingum eftir samhengi. Mtu-mannvera, watu (fleirtala), kitu-hlutur, vitu (fleirtala), jitu-risi, majitu (fleirtala), mtoto –barn, watoto (fleirtala), mti –tré, miti (fleirtala), mti mrefu –hátt tré, miti mirefu –há tré, jiwe-steinn, mawe (fleirtala). Lýsingarorð beygjast með nafnorðum með (stundum) sérstökum forskeytum; Jiwe dogo –lítill steinn, mawe madogo.
Sagnbeygingin er hinsvegar mjög margbrotin, og gefur latínu ekkert eftir. Fjórar tíðir, og mismunandi forskeyti tákna þær ýmist neikvætt eða jákvætt, eins og forskeyti persóna. Dæmi: Kusoma-lesa. Ninasoma ég les, ulisoma-þú last, atasoma-3.persona les (framtíð), tumesoma-við höfum lesið, hamsoma-þið lesið ekki, hawalisoma-þau lásu ekki; sitasoma-ég ætla ekki að lesa, humesoma-þú hefur ekki lesið, o.s.frv. Einnig bætast við sagnstofninn ýmiskonar viðskeyti eftir því hvort eitthvað er gert fyrir einhvern, við hann, gagnkvæmt, ferli hafið, o.s.frv. tvennskonar þolmynd, gert og gerlegt. –somea –lesa fyrir einhvern, -somwa-vera lesið (þolmynd), -someka-er hægt að lesa, og enn mætti lengi telja. En jafnan beygjast sagnir með forskeytum, fyrst einhverrar þriggja persóna í eintölu eða fleirtölu, þá tíðarforskeyti, síðan andlagsforskeyti, þá tilvísunarforskeyti, þá sagnstofn, og síðan e.t.v. viðskeyti. Sikupomwona Tobba, nilimpigia simu (neitað ég—neituð þátíð—þá—hana—sá Tobbu, ég—þátíð—hana—hringdi í=fyrst ég sá ekki Tobbu, hringdi ég í hana). Auðfundnar eru miklu lengri og margbrotnari sagnmyndir.
Sögnin kupiga (með nafnháttarmerkinu ku-) merkir eitthvað í átt við að beita, nota. Kupiga mpira = leika fótbolta, kupiga tenisi (leika tennis), kupiga pasi (nguo) = pressa (föt). Og kupiga simu = hringja í síma! Þegar ég sagði Jonnu Louis-Jensen frá þessu, sagði hún mér frá alþjóðIegri ráðstefnu símstjóra, sem auðvitað lauk með viðhafnarmáltíð. Og á þriðja eða fjórða glasi hugkvæmdist einhverjum veislugesta sá skemmtilegi samkvæmisleikur, að allir skyldu standa upp og nefna síma, hver á sinni tungu. Það varð heldur tilbreytingarlaus kliður, ,,telefon, telefon, telefon, þangað til Íslendingurinn og ,,einhver surtur” sögðu nokkurnveginn sama orðið. Aðrir hafa þá sjálfsagt ályktað, að amk. annar þeirra hafi fengið glasinu meira en hinir. Og mikið undraðist ég þegar ég sá sama orðstofn notaðan um þetta tæki á Islandi og Austur-Afríku. Hefur þó örugglega ekkert áhrifasamband verið milli þessara fjarlægu landa þegar orðið sigraði aðra valkosti snemma á tuttugustu öld. Á Íslandi voru orðin málþráður og talþráður meira notuð framan af. Og það hefi ég fyrir satt, að enginn skyldleiki sé með íslensku og bantúmálum. En skýringin var auðfundin, í swahili-orðabók minni stendur að simu sé tökuorð úr fornpersnesku, þar sem það merki þráður. En persneska og íslenska eru runnar af sömu lind. Og þá sjáum við, að í órafjarlægð og óháð hver öðrum hafa mönnum hugkvæmst svipuð myndhvörf til að tákna ketta nýja samskiptatæki; útdautt orð fyrir taug á Íslandi, orð fyrir þráð í Austur- Afríku.
Eg sagði frá þessari uppgötvun í þröngum hópi Kikuyufólks. En þeim orðum var tekið með hnykluðum augabrúm og hneykslunarsvip kvenna, eins og mælt hefSi ,,soralegur öldungur” svo notað sé orðalag landa Jeremy Bentham (mzee mchafu). Og það hafði ég reyndar verið, óafvitandi. Því orðmyndin sími er líka til í swahili, enda þótt hún standi ekki í minni alltof siðprúðu orðabók frá 1939. Sú orðmynd merkir nefnilega snípur, og það er nokkuð sem prúðmenni ber sér ekki í munn þegar þrennt eða fernt situr saman yfir tebollum. Enn sjáum við augljós merkingartengsl við íslensku orðin sími/síma = taug.
Og allt sýnir þetta að ,,hjörtum mannanna svipar saman/ í Súdan og Grímsnesinu, svo sem Tómas kvað. En hugvitinu líka!

Tilvitnað rit:
A Standard Swahili-English Dictionary [...] founded on Madans Swahili-English Dictionary. Oxford UP 1939 og síðar.

Kiljan Longfellow

Eilíbbð

Kiljan Longfellow

Í skáldsögu Halldórs Laxness Brekkukotsannáll er standklukka nokkur mikilvægt atriði, einkum í upphafi. Alkunna er að lýsing hennar á við klukku á bernskuheimili Halldórs, og enn stendur hún í húsi hans á Gljúfrasteini. Raunar lýsti hann henni í fyrstu grein sem hann birti á prenti undir eigin nafni, Gömul klukka, í Morgunblaðinu 7. Nóvember 1916, þá rúmlega 14 ára gamall. En það varð til þess að um skeið æptu jafnaldrar hans á hann “Gamla klukka!” á götum Reykjavíkur, segir Hannes H. Gissurarson (Halldór, bls. 69).
Inni í greininni kemur tilefni lýsingar hennar:

Það slær í augum manns einkennilegum helgiblæ á ýmsa forna hluti – hluti, sem hafa verið lengi við líði og eiga sér sögu. Komi maður inn á forngripasafn, fellur hugur hans í stafi við að standa augliti til auglitis við helgidóma fortíðarinnar.

Annars rekur Halldór einkum feril klukkunnar milli eiganda, frá því að hún var flutt til landsins, ein hin fyrsta slík, á öndverðum síðasta fjórðungi 18. aldar. Fyrstan eiganda nefnir hann Ísleif Einarsson á Brekku, langalangömmubróður sinn, ennfremur að klukkan hafi bjargast úr eldsvoða, og verið illa farin er Páll Melsteð seldi hana;

ekki álitleg; sýnist í fljótu bragði einskis virði. Kassinn brotinn og myglaður, skífan spanskgræn, verkið þó furðanlegt, glerið yfir skífunni að líkindum brotið. Þó kaupir hana Skafti læknir Skaftason á 8 dali (eða 16 krónur).
Hann var maður prýðilega laghentur við smíðar – jafnt sem orðlagður læknir. Dubbar hann þá gömlu upp, kemur henni í gang og dyttar að henni þar sem bilað er. [...]
Klukkan er strengjaklukka; er á hæð 1.8 m. Rauðmálaður trékassi yzt. Smíðuð hjá James Cowan í Edinburgh. Ártalið, nær hún var smíðuð, finst eigi letrað á hana. Skífan í ferhyrndri umgerð úr látúni; rósir og myndir stungnar í hornin. Ganglóðin tvö, hvort alt að 6 kg. að þyngd. Prýðilegur frágangur á verki – getur enst aðra eins æfi enn. Sýnir mánaðardaga og sekúndur, hefir sýnt tunglkomu; það verk nú bilað.
H.Guðjónsson
frá Laxnesi.


Þessi lýsing gengur að verulegu leyti aftur í lýsingu klukkunnar í Brekkukotsannál:

Og nú hef ég upp þessa bók þar sem klukkan okkar gamla stendur heima í stofunni í Brekkukoti og er að tifa. Í þessari klukku var silfurbjalla. Sláttur hennar var með skæru hljóði og heyrðist ekki aðeins um allan bæinn hjá okkur, heldur einnig uppí kirkjugarð. En í kirkjugarðinum var önnur klukka, hún var úr kopar; og af þeirri klukku barst djúpur ómur á móti, alla leið til okkar inní bæ. Þannig mátti í ýmsum veðrum heyra samhljóm af tveim klukkum í þessu moldarhúsi, annari úr silfri, hinni úr kopar.
Á klukkunni okkar er útflúruð skífa, og í miðju útflúrinu verða lesin þau orð, að þessa klukku hafi smíðað herra James Cowan sem lifði í Edínaborg árið 1750. Klukkan var eflaust smíðuð til að standa í öðru húsi en Brekkukotsbænum, því það hafði orðið að taka neðanaf henni stöðulinn svo hún kæmist fyrir undir loftinu okkar. Þessi klukka tifaði hægt og virðulega, og mér bauð snemma í grun að ekki væri mark takandi á öðrum klukkum. Úr manna virtust mér eins og ómálga börn í samanburði við þessa klukku. Sekúndurnar í annarra manna klukkum voru einsog óðfara pöddur í kapphlaupi við sjálfar sig, en sekúndurnar í sigurverkinu hjá afa mínum og ömmu, þær voru einsog kýr, og fóru ævinlega eins hægt og unt er að gánga án þess að standa þó kyr.
Það var segin saga ef eitthvað var um að vera í stofunni, þá heyrðist aldrei í klukkunni frekar en hún væri ekki til: en þegar kyrt var orðið og gestirnir farnir og búið að taka af borðinu og láta aftur hurðina, þá byrjaði hún aftur, og lét sér ekki fipast; og ef nógu grant var hlustað kom stundum saungtónn í ganghljóðið; eða einsog slæi fyrir bergmáli.
Hvurnin stóð á því að ég skyldi fá þá flugu að í þessari klukku byggi merkilegt kvikindi, og það væri eilífðin? Það rann sumsé upp fyrir mér einn dag að orðið sem hún sagði þegar hún tifaði, tveggja atkvæða orð sem var dregið á seinna atkvæðinu, það væri ei-líbbð, ei-líbbð. Kannaðist ég þá við það orð?
Það var skrítið að ég skyldi uppgötva eilífðina sisona, laungu áður en ég vissi hvað eilífð var, og jafnvel áður en ég hafði lært þá setningu að allir menn séu dauðlegir, já meðan ég lifði í rauninni í eilífðinni sjálfur. Það var eins og fiskur færi altíeinu að uppgötva vatnið sem hann syndir í. Ég veik að þessu við hann afa minn einhverntíma þegar svo bar til að við vorum einir í stofunni.
Skilur þú klukkuna afi, segi ég.
Við hér kunnum ekki á þessa klukku nema að litlu leyti, sagði hann. Við vitum bara að hún sýnir dagatal og klukkustundir altoní sekúndur. En hann afabróðir hennar ömmu þinnar sem átti þessa klukku í sextíu og fimm ár, hann sagði mér eftir fyrra eiganda hennar að hún hefði sýnt túnglkomur áður en úrmakari komst í hana. Gamalt fólk í ætt ömmu þinnar hélt því fram að þessi klukka gæti sagt fyrir giftíngar og mannslát. En ég trúi því nú ekki nema mátulega, deingur minn.
Þá segi ég: Af hverju segir klukkan altaf ei-líbbð ei-líbbð ei-líbbð?
Það hlýtur að vera misheyrn, barnið gott, sagði afi minn.
Er þá ekki til eilífð? Spurði ég.
Ekki öðruvísi en þú hefur heyrt í kvöldbæninni hennar ömmu þinnar og í sunnudagspostillunni hjá mér, deingur minn, svaraði hann.
Heyrðu afi minn, sagði ég þá. Er eilífðin kvikindi?
Vendu þig ekki á rugl deingur minn, sagði afi.
Heyrðu afi minn, er nokkuð að marka aðrar klukkur en klukkuna okkar?
Nei, sagði afi minn; okkar klukka geingur rétt. Og það er af því ég er laungu hættur að láta úrmakara líta á hana. Enda hef ég aungvan þann úrmakara fyrir hitt sem hefur skilið þessa klukku. Ef ég get ekki gert við hana sjálfur læt ég klastrara líta á hana; mér reynast klastrarar best.”

Í skáldsögunni koma atriði, sem ekki voru í grein Halldórs hálfri öld áður, að taka varð neðan af klukkunni, svo þetta tiginmannlega húsgagn kæmist fyrir í kotbæ; en einkum þó allt talið um hljóð klukkunnar, og hvernig það er skynjað og túlkað.
Nú er augljóst að Halldór þurfti ekki að byggja þá lýsingu á gamalli grein sinni, hann bjó enn við þessa klukku, og heyrði væntanlega í henni daglega. Og síst skorti hann ímyndunarafl til að túlka það hljóð. En mér sýnist að þá túlkun byggi hann á bókmenntaverki annars manns.
Hér er greinilega um bókmenntalegt tákn að ræða, og eins og títt er um þau, er það hálfórætt, ekki ótvírætt hvað það á að tákna. Við tökum þó eftir að það er eins og tíminn líði hægar í þessari klukku – og þarmeð hjá Brekkukotsfólkinu en annars staðar. Því má ekki úrsmiður, fulltrúi samtímatækni, krukka í hana. Bæði það og silfurskær tónn klukkunnar tengist greinilega talinu um að finna “hinn eina sanna tón” síðar í sögunni. En lesendur munu kannast við að meginandstæður sögunnar birtast annarsvegar í Guðmundi kaupmanni og þó einkum Garðari Hólm; allt er falskt. En hinsvegar er andstæðan, látleysi Brekkukotsfólks og boðskapurinn til Álfgríms litla, að vera hann sjálfur, finna sinn rétta tón. Klukkan er greinilegur boðberi þessa, og vissulega hefði verið allt of flatneskjulegt að heyra til hennar eitthvað í áttina: “Vertu sannur, vertu sannur”. Segja má að þetta sé það eina sem gildi hafi um eilífð, því finnst Álfgrími hann vera í eilífðinni eins og fiskur í vatni. Samt finnst mér sérkennilegt, að það skuli birtast í þessu orði: ei-líbð ei-líbbð. Þar að auki man ég ekkert þessu líkt í íslenskum bókmenntum eldri. Og þegar ég rakst á sama atriði hjá bandaríska ljóðskáldinu Henry Wadsworth Longfellow (1802-1885), þótti mér þesslegast sem þetta væri hálfgildings “blint minni” í Brekkukotsannál, eðlilegra í fyrirmynd hans en honum sjálfum. Þetta er kvæði í ljóðabók Longfellows Klukkuturninn í Bruges (The Belfry of Bruges), sem birtist 1845, og var kvæðið ort sama ár, segir í formála þess (bls. 67)

The Old Clock on the Stairs

The house commemorated is the Gold house, now known as the Plunkett mansion, in Pittsfield, Massachusetts, the homestead of Mrs Longfellow’s maternal grandfather, whither Mr. Longfellow went after his marriage in the summer of 1843. The poem was not written, however, till November 1845, when, under date of the 12th of the month, he wrote in his diary: “Began a poem on a clock, with the words “Forever, never”, as the burden; suggested by the words of Bridaine, the old French missionary, who said of eternity, “C’est une pendule dont le balancier dit et redit sans cesse ces deux mots seulement dans le silence des tombeaux – Toujours, jamais! Jamais, toujours! Et pendant ces effrayables revolutions, un réprouvé s’écrie, “Quelle heure est-il?” et la voix d’un autre misérable lui répond, “L’éternité”

- Hér má þýða orð skáldsins: Hóf að yrkja um klukku með orðin “ævinlega, aldrei” sem burðarás. Það byggði ég á orðum gamla franska trúboðans, Briaine, sem sagði um eilífðina: “Það er standklukka, þar sem dingullin segir í sífellu aðeins þessi tvö orð í þögn grafanna –Alltaf, aldrei! Aldrei, alltaf! Og í þessari skelfilegu framrás hrópar glataður “Hvað er klukkan?” og rödd annars vesæls svarar, “Eilífð”.-

Somewhat back from the village street
Stands the old-fashoned country-seat.
Across its antique portico
Tall poplar trees their shadows throw;
And from its station in the hall
An ancient timepiece says to all, -
“Forever – never!
Never – forever!”

Half-way up the stairs it stands,
And points and beckons with its hands
From its case of massive oak,
Like a monk, who, under his cloak,
Crosses himself, and sighs, alas!
With sorrowful voice to all who pass, -
“Forever – never!
Never – forever!”

By day its choice is low and light;
But in the silent dead of night,
Distinct as a passing footstep’s fall,
It echoes along the vacant hall,
Along the ceiling, along the floor,
And seem to say, at each chamber-door, -
“Forever – never!
Never – forever!”

Through days of sorrow and of mirth,
Through days of death and days of birth,
Through every swift vicissitude
Of changeful time, unchanged it has stood,
And as if, like God, it all things saw,
It calmly repeats those words of awe, -
“Forever – never!
Never – forever!”

In that mansion used to be
Free-hearted Hospitality;
His great fires up the chimney roared;
The stranger feasted at his board;
But, like the skeleton at the feast,
That warning timepiece never ceased, -
“Forever – never!
Never – forever!”

There groups of merry children played,
There youths and maidens dreaming strayed;
O precious hours! O golden prime,
And affluence of love and time!
Even as a miser counts his gold,
Those hours the ancient timepiece told, -
“Forever – never!
Never – forever!”

From that chamber, clothed in white,
The bride came forth on her wedding night;
There, in that silent room below,
The dead lay in his shroud of snow;
And in the hush that folowed the prayer,
Was heard the old clock on the stair, -
“Forever – never!
Never – forever!”

All are scattered now and fled,
Some are married, some are dead;
And when I ask, with throbs of pain,
“Ah!when shall they all meet again?”
As in the days long since gone by,
The ancient timepiece makes reply, -
“Forever – never!
Never – forever!”

Never here, forever there,
Where all parting, pain, and care,
And death, and time shall disappear, -
Forever there, but never here!
The horologe of Eternity
Sayeth this incessantly, -
“Forever – never!
Never – forever!”

Ýmislegt hefur Longfellow ort magnaðra, en þetta þykir mér vel heppnað kvæði, hringrás mannlífsins birtist frá bernsku til dauða, og hverfleiki mannlífsins kemur vel fram í andstæðu við klukkuna, sem er fulltrúi eilífðarinnar. Hér á eilífðartalið vel heima.
Það er býsna margt líkt með þessu kvæði og lýsingu Brekkukots. Klukkan er nokkurra kynslóða gömul, í henni heyrist helst þegar þögn slær á, þarna er eilíft gestaboð, kynslóðir koma og fara. Satt að segja finnst mér Halldór gefa glettnislega í skyn að hann hafi tekið klukkuna að láni, þegar segir: “Klukkan var eflaust smíðuð til að standa í öðru húsi en Brekkukotsbænum, því það hafði orðið að taka neðanaf henni stöðulinn svo hún kæmist fyrir undir loftinu okkar.”
Þótt Longfellow vitni til fransks trúboða um viðkvæði sitt, þá þykir mér sá franski texti afar ómerkilegur, og ólíklegri til að innblása skáldi andagift, en þá nýbirt heimsfrægt kvæði eftir landa hans og sveitunga, Edgar A. Poe (1809 - 1849), Hrafninn, sem birtist skömmu áður, fyrst í blaði í janúar 1845, svo á bók í nóvember sama ár (Poe, bls. xiii), einmitt þegar Longfellow fór að yrkja ofangreint kvæði um klukkuna gömlu. Hrafninn hefur verið þráþýddur á íslensku (amk. af Einari Benediktssyni og Magnúsi Ásgeirssyni), svo ég rek ekki annað úr því en viðkvæðið: “Nevermore” (“Aldrei meir” þýðir Einar það), sem hrafninn svarar öllum spurningum gestgjafa síns. Sá á auðvitað erfitt með að skilja hann. Og skáld eiga skiljanlega oft erfitt með að játa lán á mikilvægum atriðum frá öðrum skáldum. Ekki þó Halldór, hann sagði (í viðtali við mig 1981): “Maður er alltaf að stela”. Og rakið hefur verið, að mörg helstu skáldverk hans voru mjög innblásin af annarra skálda verkum. Hann hafði bara óvenjumögnuð tök á að umsníða efniviðinn, og fella saman í nýjar, snilldarlegar byggingar.
Oft er talað um þá hættu sem menningu smáþjóða stafi af enskumálssvæðum. En ofanskráð er vonandi dæmi um hve frjó þau áhrif geta verið .

Heimildir:
Edgar Allan Poe: The Viking Portable Library, New York 1945.
Halldór Laxness: Brekkukotsannáll. Rvík 19
Sami: “Tímar Rauðra penna”. Viðtal við Örn Ólafsson. Mbl. feb. 1982.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson: Halldór. Rvík 2003 – þar (bls. 566) fann ég tilvísun í tilvitnaða grein Halldórs Laxness.
The Complete Poetical Works of Henry Wadsworth Longfellow. Cambridge edition (London, s.a., en formáli tímasettur 1895)

Var Njall hommi?

Var Njáll hommi?
Õldum saman hafa lesendur Njálssögu undrast lýsingu Unnar Marðardóttur á kynlifsvanda þeirra Hrúts:
,,Þegar hann kemr við mik, þá er hørund hans svá mikit at hann má ekki eptirlæti hafa við mik”.
Augljóslega er þessi prentaði texti Njálu fráleitur náttúrufræðilega. Er kunnugt um svo digran sköndul, að ekki komist inn í op, sem barnshaus og -axlir komast út um — að vísu með nokkrum harmkvælum?
Fyrir nokkrum árum heyrði ég dr. Arna Björnsson setja fram þá tilgátu, að ,,mikit” sé misritun á:
,,miukt” - þá verðr hørund hans svá miukt o.s.frv. Þetta fînnst mér mjög sennileg tilgáta, þvf allir kannast við, að við þessar aðstæður dugir ekki mýktin ein, það er einfaldlega getuleysi. — því má nú auðvitað til svara, að þótt þetta sé vitlaust, þá gæti höfundur Njálu vel hafa trúað vitleysunni, enda er þetta á sviði töfra, álög, sem hrína aðeins á Hrúti þegar hann er með Unni, en ekki, væri hann með öðrum konum. Ogvissulega er nokkur stíll yflr þeirri þversögn, að aukin karlrnennska upphefji sjálfa sig, eins og Armann Jakobsson bendir á í grein í nýjasta hefti Skírnis (Ekki kosta munur).

Náin vinátta þeirra félaga
Mesta athygli vekur sú kenning í grein Armanns, að Njáll sé settur fram sem hommi í sögunni, og samband hans víð Gunnar Hámundarson sé ástasamhand, þótt raunar sé ekkert fullyrt um kynmök þeirra í millum í greininni. Þessi kenning birtist meira að segja í íslenskum fréttatexta í danska ríkissjónvarpinu í sumar. Á hverju byggist nú þessi kenning Armanns? I fyrst lagi á augljóslega náinni vináttu þeirra félaga, en í öðru lagi á því, að NjálI sé kvenlegur. En við þetta verður að gera at- hugasemdir. Það er í fyrsta Iagi fráleitt að setja samasemmerki milli þessa tvenns. Þeir hommar, sem ég hefi kynnst, hafa verið jafnmargvíslegir og aðrir karlmenn, og síst kvenlegri, almennt talað. En þetta er að vísu algengur fordómur og hví skyldi hann ekki birtast í Njálu eða í öðrum íslenskum fornsögum? Því er til að svara, að þess sjást engin merki í sögunum, heldur ekki í Njálu, og ekki bendir Ármann á neitt slíkt. Í Njálu eru tveir karlmenn sem beinlínis eru bornir samkynhneigð (Guð- rnundur ríki og Flosi), og virðist hvorugur neitt kvenlegur. Raunar er alltof einfalt að flokka karlpersónur fornsagnanna í tvennt: hetjur eða homma. Armann leggur mikið upp úr (bls. 40 o.áfr.) að Flosi sé berskjaldaður fyrir brigslum um samkynhneigð, þar sem hann sé einhleypur. En þegar hann er kynntur til Njálssögu, segir (93. k.): ,,Flosi átti Steinvöru, dóttur Halls á Síðu” o.s.frv.
I öðru lagi sakna ég þess mjög, að Ármann skuli ekki íhuga aðra túlkunarmöguleika á lýsingu Njáls, en þá sem hann heldur fram. Ein röksemd hans er (bls. 31—2), að Njáll beri ,,taparöxi, sem sé nánast skopstæling á Rimmugýgi Skarphéðins sonar hans". En hvenær varð taparöx kvennavopn? Hún er virðingarvottur, gjöf Hákonar jaris til íslenskra höfðingja (m.a. Guðmundar ríka!) í Ljósvetningasögu (2. k.). Konur bera ekki vopn í fornsögunum, það er helst að telja, að systir GísIa Súrssonar reynir að stinga Eyjólf gráa með hnífi, líkt og hûsfreyja lagði til Hvamm-Sturlu.
Taparöxin — sem lítilfjörleg eftirlíking Rimmugýgjar — á ólíkt betur við aðra túlkun á Iýsingu Njáls, og samræmist öðrum ókarlmannlegum einkennum hans sem Ármann telur upp (tv.st.), kenningu sinni til stuðnings. Það er skeggleysið, að Njáll er borinn inn í hús, og loks vitringshlutverk hans og forspá. Njáll er einfaldlega öldungur, það er staðlað hlutverk í heimsbókmenntunum og hefur verið það öldum saman. Að vísu er algengust mynd öldunga að þeir séu síðskeggjaðir, en ekki finnst mér það eins afgerandi og önnur einkenni Njáls. Og það er ekkert einstakt við þetta öldungshlutverk í íslenskum fornsögum heldur, ekki einu sinni í Njálu, það kemur meira að segia fram hjá Ármanni að Mörður gígia og Síðu-HaIlur hafa svipað hlutverk — og lýsingu. Það fylgir og þessu hlutverki lögvitringsins aldna, að reyna að tryggja frið í ófriðsömu samfélaginu. Eg sé engan losta í sambandi Njáls við Gunnar, og ekki bendir Ârmann á neitt slíkt. Virðist raunar augljóst að afstaða Njáls til Gunnars er Iíkust föðurlegri umhyggju.
Àrmann nefnir annað dæmi um kvenlegan karlmann; þegar Þórhallur Asgrímsson fréttir lát Njáls, þá líður yfir hann. Það kallar Þórhallur sjálfur síðan ,,lítilmannlegt”, en ekki kvenlegt. Ármanni verður þetta hins vegar tilefni til að tala um líkamlega ummyndun karls í konu — af því að bólga hljóp í fótlegg Þórhalls, svo hann varð digur — ,,sem konulær".

Hvað merkir orðið kvenlegur
En þá vaknar spurningin um hvað orðið kvenlegur merki. Augijóslega er það allmismunandi eftir samfélögum á ýmsum tímum. En Ármann virðist skilja þetta samkvæmt hefðarmeyjahugsjón 19. aldar, frekar en út frá kvenmynd íslenskra fornsagna. Því hann (bls. 2) tekur undir með Helgu Kress um að ,,í hugmyndaheimi Njálssögu telst ókvenlegt að standa í vígaferlum eins og Hallgerður gerir”. Þetta eru hrein öfugmæli, því Hallgerður ber aldrei vopn á nokkurn mann, hins vegar eggjar hún karlmenn til vígaferla, og sé eitthvað stöðluö hegðun kvenna fornsögunum, þá er það einmitt að etja körlum fram á blóðvöllinn. Einnig í Njálu gengur t.d. Hildigunnnr mun freklegar fram í því en Hallgerður, og ekki lét Bergþóra sitt eftir liggja í húskarlavígunum. Endalaust mætti tilfæra fleiri dæmi þessarar hegðunar kvenna í fornsögunurn, en allir Iesendur þeirra muna dæmin.
Ekki er hér rúm fyrir fleiri athugasemdir, enda ættu þessar að nægja til að sýna að Armann er á miklum villigöturn með aðferð. Eg skrifa þetta ekki til að gera lítið úr honum, hann er atorkusamur og efnilegur fræðimaður. Þessar athugasemdir eru fram settar, vegna þess að mér blöskrar sú tíska sem um hríð hefur spillt íslenskum fræðum og bókmenntaumræðu á Islandi og víðar, að setja fram persónulegar og huglægar túlkanir — án þess að huga að öðrum túlkunarmöguleikum, hvað þá að rökstyðja hvers vegna ein túlkunin sé annarri betri. En það er lágmarkskrafa til fræðimennsku, án þess verða aIlar þessar túlkanir vindhögg og það er sorglegt að sjá hæfileikafólk eyða tíma sínum — og lesenda—í slíkt.
Mbl. 30. júní 2000 Ármann svaraði daginn eftir:

I grein minni er því ekki haldið fram að Njáll á Bergl)órshvoli hafi verið hommi. Því er hins vegar haldið fram að hann sé ,,öfugir skilningi samfélagsins sem sagan gerist í, þ.e. skorti karllega eiginleika og fyrst og fremst skegg. Enda er klifað á skeggleysi hans sögunni. og greininni er því haldið fram að Njála sé ekki ,,karlmanna" rit eins og almennt hefur verið talið heldur sé þvert á móti grafið undan hefðbundnum goðsögnum um eiginleika karla og kynhlutverkin og karlmenn sögunnar séu flestir ,,öfugir á einhvern hátt, þ.e. falli ekki vel að hefðbundnum hugmyndum um karlmennsku.

Afkárt glens Skarphéðins
Í fyrra átti ég ritdeilu við stjúpfrænda minn Ármann Jakobsson um Njálssögu. Ég skildi Skírnisgrein hans (vorhefti 2000) svo að hann teldi skeggleysi Njáls meðal ýmissa vísbendinga uni samkynhneigt samband hans og Gunnars. Þetta vildi Ármann ekki við kannast í svari sínu á sama vettvangi dagirm eftir (Mbl. 1.7.2000), hann hafi aftur á mótì fjallað um hvernig persónulýsingar Njálu grafi ”undan hefðbundnum goðsögnum um eiginleika karla og kynhlutverkin [..] Hins vegar bendi ég á að möguleikinn [á samkynhneigð] sé fyrir hendi, ekki aðeins hjá nútímalesendum, heldur einnig persónum sögunnar, höfundi og væntanlega viðtakendum og óttinn við kennan möguleika veldur að mnni hyggju átökum í sögunni.”
Ég læt lesendum Skírnis eftir að skilja grein Ármanns, en einsog dr. Símon Jóhannes Ágústsson sagði: ”Allir eiga leiðréttingu orða sinna, nema presturinn á stólnum, og hann þó Iíka, nema hann þrísegi þau”. Að hefðbundnum hlutverkum komum við nánar hér í III, en hvað sem því líður, getur Iýsing Njáls ekki verið gagnrýni á hugmyndir um karlmennsku, því honum er ekki lýst sem kvenlegum, heldur samræmist lýsinigin að mestu staðlaðri öldungsmynd hans, sem fleiri aldraðir karlmenn sögunni hafa, Mörður gígja og Síðu-Hallur. Raunar taldi ég fráleitt að telja kvenlegt útlit og fas vísbendingu um samkynhneigð. Slíkar hugleiðingar sýna bara skilningsleysi á slíku, þann algenga fordóm, að ef karlmaður gimist annan karlmann, hljóti hann á einhvern hátt að vera kona, konusál í karlmannslíkama, eitthvað brengl á hormónunum eða ámóta rugl. Enn stórfenglegri er þvælan um lesbíur, sem sumar eiga auðvitað að vera karlmannlegar, en aðrar svo ofurkvenlegar að þær geti aðeins hneigst til kvenna. Nú er alkunna að hárlitur, hörundslitur, kynhneigð eða menningarlegur bakgrunnur segir ekki fyrir um skapgerð. En það er verst við þvílíka fordóma, að fórnarlömb þeirra tileinka sér þá stundum sjálf, í leit að sjálfsmynd. Þá gerast gyðingar ágjarnir, hommar dömulegir, negrar dansfífl, og fyrir öld eða meira fóru ýmsar lesbíur að ganga í grófum ullardröktum, stuttklipptar, með hâlsbindi, og reyktu vindla.

II
Nánar að gáð er mjög lítið talað um samkynhneigð í Njálu. Það varðar eingöngu Flosa og Guðmund ríka. Um þann síðamefnda er vinsamlega talað þar, og vel fer á með þeim Njálssonum. Svo er bara sagt að þeir Þóroddur og Þorkell hákur hafi gert um hann illmæli. Frá því segir hinsvegar nánar í Ljósvetningasögu1, Guðmundur á að hafa lagst undir annan karlmann og látið serðast, eins og segir við Flosa.. ”Skarphéðinn mælti: Því þá - ef þú ert brúður Svínafellsáss, sem sagt er, hverja hina
níundu nótt og geri hann þig að konu. (ÍF X1I, bls. 314).. Og það er sú eina ergi sem ámælisverð þótti, ”því þá eru karlmenn eins og konur, og það er það versta sem til er”. (Jonna Louis-Jensen í samtali). Þeim mun merkilegra er, að þessum mönnum er á engan hátt Iýst sem kvenlegum. Nú er þess að gæta, að það er einungis Skarphéðinn, sem skellir þessu á Flosa, og það er í átökum. Því er rétt að huga aõ öðrum ásökunum hans við svipaðar aðstæður.
Þá gripum við niður í misheppnaða Iiðsbón Njálssona til ýmissa höfðingja á Alþingi eftir að þeir vógu Höskuld hvítanessgoða (1 19.k. Njálu). ”Hverr er sá maður”, segir Skafti, ”er fjórir menn ganga fyrri, mikill maður og fölleitur og ógæfusamlegur, harðlegur og tröllslegur [...Skarphéðinn svarar] ”Þú heitir Skafti Þóroddsson, en fyrr kallaðir þú þig Burstakoll þá er þú hafðir drepið Ketil úr Eldu; gerðir þú þér þá koll og barst tjöru í höfuð þér. Síðan keyptir þú að þrælum að rista upp jarðarmen, og skreiðst þú þar undir um nóttina. Síðan fórst þú til Þórólfs Loftssonar á Eyrum, og tók hann við þér og bar þig út í mjölsekkjum sínum.(IF xII, 298) [útgefandi segir: Sú frásögn, sem hér er vikið að, er annars ókunn.]
Önnur liðsbón sama dag (bls. 301): ”Hafur svarar skjótt og kveðst ekki mundu taka undir þeirra vandræði, - en þó vil eg spyrja, hverr sá er hinn fölleiti, er fjórir menn ganga fyrr og er svo illilegur sem genginn sé út úr sjávarhömrum. Skarphéðinn mælti: Hirð þú ekki það, mjólki þinn, og mun eg þora þar fram að ganga, er þú situr fyrir, og mundi eg allóhræddur, þótt slíkir sveinar væri á götu fyrir mér. Er þér og skyldara að sækja Svanlaugu, systur þína, er Eydís járnsaxa og þau Steðjakollur tóku úr híbýlum þínum” — Þetta er því líkast að vættir hafi framið kvenránið, og enn segir útgefandi: ”Þessi frásögn er annars ókunn og allar þær persónur, sem hér eru nefndar. Járnsaxa er til sem trõllkonu-heiti”. - Nei, það er ekki að undra að þessar frásagnir Skarphéðins séu ekki kunnar af öðrum heimildum!
Næst hitta þeir Njálssynir Þorkel hák, sem hefur viðurnefni í samræmi við það, að eftir að drepa finngálkn og flugdreka í útlöndum, ”lét hann gera þrekvirki þessi yfir lokhvílu sinni og á stóli fyrir hásæti sínu” - Ekki bregst Njáluhöfundi fínleg kímnin. Nú biður Asgrímur Skarphéðin að leggja ekki til mála, og þá kemur ítarlegust lýsing Skarphéðins, er hann ”glotti við. [...] Hann var allra manna hermannlegastur, og kenndu hann allir ósénn”, segir í lok lýsingarinnar (bls. 304): ”Þorkell mælti: Hverr er sá inn mikli og inn feiknlegi, og ganga fjórir menn fyrri, fólleitur og skarpleitur, ógæfusamlegur og illmannlegur? Skarphéðinn mælti: Eg heiti Skarphéðinn og er þér skuldlaust að velja mér hæðiyrði, saklausum manni. Hefir mig aldrei það hent, að eg hafi kúgað föður minn og barist við hann, sem þú gerðir við þinn fóður. Hefir þú og lítt riðið til aIþingis eða starfað í þingdeildum, og mun þér kringra að hafa ljósaverk að búi þínu að Õxará í fásinninu. Er þér og skyldara aõ stanga úr tönnum þér rassgamarendann merarinnar, er þú ást, áður þú reiðst til þings, og sá smalamaður þinn og undraðist, hví þú gerðir slíka fúlmennsku”.
I fyrsta lagi var bannað með lögum að éta hrossakjöt, og kom fram i þingdeilum um kristnitöku, að það var alþýðufæða, sem sé ekki finn réttur. Og í öðru iagi á kappinn aõ hafa valið sér óvirðulegasta hluta skepnunnar til áts, svo jafnvel lægst setti alþýðumaður á búinu hneykslaðist. Hér er nú ekki mest um vert hve ótrúleg þessi ásökun er. Hitt er e.t.v. meira umhugsunarefni hvemig ósköpunum þessi frétt hefði áttað berast frá smalamanninum á Norðurlandi, á mitt Suðurland til Skarphéðins. Hugsanlegt er auðvitað að það hefði borist með öðrum þingreiðarmönnum að norðan, en er ekki miklu eðlilegra að taka þetta sem hreinan uppspuna Skarphéðins, eins og fyrrgreindar fáránlegar ásakanir, og hitt, að Flosi hafi lagst undir Svínfellsás? Hverjir skyldu hafa verið vitni að því?

III
Skarphéõinn skellir á menn hvaða ásökun um óviðeigandi hegðun sem tiltæk er, án nokkurs tillits til sennileika. Og svo markast þetta af bókmenntalegu einkenni, endurtekningu með tilbrigðum og stígandi. Eg held það sé útilokaõ að nokkur lesandi eða áheyrandi Njálssögu forðum hafi tekið þessar ásakanir Skarphéðins alvarlega, og síst höfundur sögunnar. Enda er augljóst að þær hafa allt annað hlutverk í sögunni. Þær skapa afkárlega kímni við alvarlegar aðstæður, þegar Njálssonum bregðast allar liðsbónir, og þeir sjá óumflýjanlegan dauða sinn nálgast. Því eru þessi viðbrögð Skarphéðins tilbrigði við staðlaða hegðun hetju í Islendingasögu andspænis dauðanum, að taka honum af æðruleysi. Tilbrigði, því Skarphéðinn er ekki göfguð hetjumynd eins og Gunnar, hann er ýkt, afkárleg mynd hetju. Og einnig það er grundvallaratriði í Njálu, að nota staðlaðar manngerðir, en meõ tilbrigðum, svo lesendur kannast þegar við manngerðina, en hún verður jafnframt lifandi persóna vegna smáfrávika (hér nálgumst við Ármann hvor annan). Gunnar er manna vopndjarfastur og vígfimastur, en honum þykir meira fyrir því en öðrum mönnum að vega menn. Njáll er öldungur, friðarhöfðingi, en stundum undirförull og vígfús, t.d. leggur hann á ráðìn um hvernig synir hans geti gert þá Hrapp og Þráin seka af orðum, svo réttlætanlegt verði að drepa þá, og ”er því langa nót að að draga”, segir hann (ÍF XII, bls. 226) Þannig mætti lengi telja, andstætt staðhæfingum Helgu Kress og Ármanns eru Hallgerður og Hildigunnur báðar í samræmi við staðlaða kvenmynd Islendingasagna, háskakvendi (femmes fatales) en ekki bara það, smáfrávik gera þær Iifandi. Einna best sannast þetta á Flosa, sem í upphafi er friðarhöfðingi, en neyðist til mannvíga svo róttækra, að brenna menn inni, en það þótti öllu svivirðilegra.
Niðurstaðan er, að samkynhneigð sé alls ekki á dagskrá í Njálu, það er hinsvegar litrík mannlífsmynd, og ofi kímin.

Tilvitnanir eru i Íslensk fornrit; X: Ljósvetningasögu, XII: Njálssögu, en stafsetning er færð til nútimahorfs. Aðrar tilvísanir má finna í tilvituuðum greinum.
1) 9.k. einkurn i hetjulegum lokaorðum Þorkels, iegar Guðmundur sækir hann heim með Iiði og
drepur( 9(19)k.,IF X, 52):
Þorkell mælti; ”Þú hafðir bratta leið og erfiða, og trautt kann eg að ætla hversu rassinnn myndi sveitast og erfitt hafa orðið í þessi ferð [...] Guðmundur hopaði undan og hrataði í mjólkurketilinn. Það sá Þorkell og hló að og mælti; Nú kveð eg at rassinn þinn hafi áður leitað flestra lækjanna annarra, en mjólkina hygg eg hann eigi fyrr drukkið hafa. Enda ráðst þú nú hingað, Guðmundur; úti liggja nú iðrin min.”

Ólafs saga Þórhallasonar

Upplýsing í gegnum þjóðsögur.

Um Ólafs sögu Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal.

Lesendur þessa munu flestir þekkja skáldsögurnar um Róbinson Krúsó (eftir Daniel Defoe, 1719) og Ferðir Gullivers (eftir Jonathan Swift, 1726. Þær eru nú einhverjar kunnustu barnabækur heims. En þær voru báðar ætlaðar fullorðnum lesendum þegar þær birtust, enda var hugtakið barnabókmenntir naumast til þá, og fáum blandaðist hugur um að Ferðir Gullivers væri grimmileg þjóðfélagsádeila, vart við barna hæfi. Báðar sögurnar segja frá venjulegum Vestur-Evrópumanni, sem verður skipreika á framandi slóðum. Þar steðja að margar hættur og vandkvæði, sem þeir félagar eru úrræðagóðir að leysa. Í því sambandi gefst Róbinson einkar vel kristilegt líferni, og leiðir það hann reyndar til þessa heims auðlegðar. Hann verður að spjara sig í einverunni lengstum, uns hann eignast þræl, en Gulliver finnur fyrir margbrotið, stéttskipt þjóðfélag, mjög með sama sniði og þá var í Englandi, aðeins er allt miklu minna að líkamsvexti.
Þessar sögur eru afsprengi ferðasagna og landalýsinga sem einkum urðu áberandi eftir landafundina miklu tveimur öldum fyrr. Og það tíðkaðist víðar á þeim tíma að skrifa þjóðfélagsádeilu í gervi ferðasagna. Fimm árum fyrr en Ferðir Gullivers birtust Persabréf Frakkans Montesquieu. En það skáldverk er safn sendibréfa sem Persinn Rica á að hafa skrifað til heimalands síns frá Frakklandi. Siðir og fyrirbæri sem Frakkar litu á sem sjálfsagða hluti, eru þannig sýndir sem framandi, siðlausir og fáránlegir, í lýsingu sögumannsins langtaðkomna.
Í þessum ævintýralegu og spennandi frásögnum sýnir sögumaður fyrst og fremst viðbrögð Vesturlandamanns við framandi umhverfi - út frá ríkjandi siðgæðishugmyndum, þetta eru hinsvegar ekki þroskasögur. Þessar tvær ensku skáldsögur voru stældar hvað eftir annað víðsvegar um Evrópu næstu áratugi. Ferðir Gullivers varð þannig fyrirmynd skáldsögu Lúðvíks Holberg, Nikulás Klím, en sú saga birtist (á latínu) fyrst 1741 og var skömmu síðar þýdd og útgefin á ýmis Evrópumál, á dönsku þegar á næsta ári. En þar segir frá norskum hringjara sem fer niður um gjárop í fjalli ofan við Björgvin. Eftir langt klifur fellur hann inður á jarðhnött sem svífur inni í okkar jörð. Og þar kynnist hann þjóðfélögum ýmissa furðuvera, fyrst trjáa, síðar einfætlinga með sellóstreng eftir sér endilöngum, tígrísdýra, o.fl. Eins og í Ferðum Gullivers furðar sögumaður sig á ýmiskonar hindurvitnum og ósiðum innfæddra, sem glöggt að gáð minna þó mikið á hjátrú og ýmiskonar ranglæti í Vestur-Evrópu samtímans.
Íslenskar fornsögur áttu sér framhald allt fram á 19. öld í riddarasögum. En fyrstu íslensku skáldsögurnar með nútímasniði eru frá seinni hluta 18. aldar. Og þær eru greinilega afsprengi fyrrnefndra tveggja enskra skáldsagna, hver með sínum hætti.
Eins og alkunna er, réði Hólabiskup einu prentsmiðju landsins allt frá upphafi prentaldar hérlendis, á miðri 16. öld fram til ársins 1773, að Hrappseyjarprent var stofnað. Og sú einokunaraðstaða var skefjalaust notuð, í tvær og hálfa öld var nær einvörðungu prentað ýmiskonar guðsorð á íslensku. Helsta undantekningin voru fáeinar fornsögur undir lok 17. aldar, þegar prentsmiðjan fluttist um hríð til Skálholts. En um miðja 18. öld voru miklar birgðir af hverskyns guðsorðabókum til í Hólaprenti, og seldust lítt. Til þess nú að nýta prentsmiðjuna og reyna að ná inn einhverjum tekjum ákvað ráðsmaður að prenta saman í bók tvær skáldsögur, þetta var nú sú bókmenntagrein sem þá fór sigurför um Evrópu. Og þessar fyrstu nútímaskáldsögur sem birtust á íslensku, saman í bók, hétu Gústaf Landcron og Berthold enski. Þetta eru stælingar á Róbinson Krúsó, enn kristilegri en sú saga, þýddar úr dönsku, prentaðar á Hólum 1756. M. a. eftir þeim var samin ein¬hvern tíma á næstu tveimur áratugum Parmes saga loðinbjarnar, sem er talin elst frumsaminna íslenskra skáldsagna, og var fyrst prentuð 1884. Um hana hefur Árni Kristjánsson fjallað rækilega í grein 1944. Þá gat hann raunar ekki lokið rannsóknum sínum á sögunni, því íslensk handritasöfn voru í öryggisgeymslu úti á landi á stríðsárunum. Því miður virðist enginn hafa lokið þeim rannsóknum á þeirri hálfu öld sem handritin hafa verið aðgengileg síðan.

I
Næstar á eftir Parmessögu komu tvær sögur eftir Eirík Laxdal. (1743-1816). Hann gekk á skóla á Hólum fáeinum árum eftir að fyrrnefndar skáldsögur birtust þar, en á Kaupmannahafnarháskóla 1770, hrökklaðist þaðan vegna ósamkomulags, og var í danska sjóhernum eitthvað á annað ár, en fluttist til Íslands 1775. Þar samdi hann síðan sögur sínar. Þær heita Ólandssaga (þ.e. Útópía) og Ólafssaga Þórhallasonar. Hvor um sig er runa smáævintýra, varla bundin saman af öðru en aðalpersónu. Atburðir byggjast mikið á þjóðsögum, Ólafssaga einkum á álfasögum, en einnig bregður fyrir draugasögum, álagasögum, útilegumannasögum og trölla. Þessi saga kom út á árinu 1987, en Ólandssaga er enn óútgefin. Hún er ámóta löng Ólafssögu og líkist henni í meginatriðum, en byggist á ævintýrum, sbr. lýsingu Einars Ólafs Sveinssonar á þessum tveimur sögum (í bókinni Um íslenskar þjóðsögur 1940, bls. 103-6), en þar er m.a. greining á helstu þjóðsögum og þjóðsagnaminnum þessara verka. Ekki eru beinar upplýsingar um hvenær Eiríkur samdi þessar sögur. En hann orti rímur af sögum sem voru í Ólandssögu árið 1777, og ætti þá sagan að vera eldri, en eiginhandrit Ólafssögu er skrifað á pappír með stimpluðu ártalinu 1788, eftir það ár er hún þá samin (Þorsteinn Antonsson, bls. 393. Hún þykir og betur sögð, en það væru viðbótarrök fyrir því að hún sé síðar samin. Sumir hafa þó talið að Eiríkur hafi unnið að báðum sögum samtímis, m.a. Steingrímur J. Þorsteinsson (í doktorsriti sínu um skáldsögur Jóns Thoroddsen, bls. 187). Ólandssögu er ólokið, hvort sem hefur týnst aftan af henni, eða þá að höfundur hafi ekki lokið við hana (sjá nánar Þorstein Antonsson, bls.417 o. áfr.). Steingrímur J. Þorsteinsson telur (bls. 183), að einnig Ólafssögu Þórhallasonar sé ólokið. Nú má að vísu spinna endalaust áfram slíka runu smáævintýra, en mér sýnist þó sögunni lokið á þann venjulega hátt að allar helstu persónur eru annaðhvort látnar eða giftar.
Eins og vant er með sögur þessa tíma fylgjum við aðalpersónu frá uppvexti um margskonar viðburði. Oft rekst hann á fólk sem hefur frá sínum ævintýrum að segja, og er þannig hverri sögunni skotið inn í aðra, svo sem alkunna er af t.d. Þúsund og einni nótt. En sérkennilegast við Ólafs sögu er að flest fólk sem aðalpersónan hittir, er álfar. Og það sem helst aðgreinir þá frá venjulegu fólki er auðlegð. Það er vitaskuld skv. hefð íslenskra þjóð¬sagna, en þar er þessi auðlegð fornleg, en hér eru álfarnir hinsvegar alveg eins og yfirstétt samtímans í t.d. Danmörku. Þeir aka í vögnum, hringja bjöllum á þjóna sína, borða kökur og ávexti, drekka vín. Og þegar Ólafur hittir þá, eru samtölin á samsvarandi fínum (kansellí)stíl, með málskrúði, þýskri orðaröð, tilfinningasömu tali, o.fl. þ. h. Raunar er áberandi hve vel allt þetta fína fólk tekur á móti ókunnum alþýðumanninum Ólafi. Einkanlega hneigist fólk mikið til að bera honum veglegar veitingar „í vistlegum litlum herbergjum“. Stundum lendir hann í vandræðum meðal slíkra valdamanna, þegar hann er saklaus borinn illum sökum. En jafnvel þá á hann sér ævinlega öfluga talsmenn, sem segja hann afbragð annarra manna. Enda sigrar hann í hverri raun, og jafnvel óvinir hans ganga þá til sátta við hann. Þeim er þá ekki refsað, heldur fyrirgefið, og hæla þeir síðan Ólafi á hvert reipi. Oft eru þessir dagdraumar af lostafengnu tagi. Aðalpersón¬an hittir hinar fegurstu konur og þær vilja ólmar sænga hjá honum hið fyrsta, einnig sú sem til tilbreytingar þykist hafa eitthvað annað í huga (bls. 183 o.áfr.). Þetta hefur sjálfsagt verið kitlandi á þeirri tíð, þótt fáum muni þykja lýsingarnar krassandi núorðið („Eftirlét Sólrún ekki að sýna honum alla blíðu. Og leið svo þessi nótt til morg¬uns“). Allt þetta meðlæti sem aðalpersónan verð¬ur fyrir, er auðvitað meðal einkenna léttra skemmtisagna.
Sú spurning kann að vakna hvers vegna lýsingar á lífi fyrirfólks í Danmörku séu heimfærðar upp á álfa. Má vera að þekking Eiríks á því hefðarfólki hafi verið helsti yfirborðsleg og aðfengin til að vera sannfærandi í bein¬um lýsingum. Álfarnir eru ýmist af þessu tagi eða þeir líkjast íslensku sveitafólki, og var það allt auðveldara.En líklegast þykir mér að þessi þjóðtrúaratriði séu tekin inn í söguna til að ná nánu sambandi við hugmyndaheim íslensks almennings.
Auk ýmisskonar þjóðsagna eru í sögunni góðar lýsingar á ýmsum alþýðustörfum, siglingum og fiskveiðum, m.a. og margar þjóðsagnanna eru sagðar í hefðbundnum íslenskum sagnastíl, þar sem ríkja stuttar aðalsetningar, ólíkt flóknum huglægum setningum kansellístílsins. Töluverð fjölbreytni er í sögunni, þegar á heildina er litið. En einnig koma kaflar (t.d. bls. 184 o.áfr.) þar sem saga eftir sögu um ást í meinum (manna og álfa), er fleyguð inn í hver aðra, svo erfitt er að átta sig á því hver er nú Rómeó og Júlía hverju sinni. Samkvæmt nútímamælikvarða er byggingu sögunnar verulega áfátt.
En þá verður þess að minnast, að fyrir tveimur öldum voru bókmenntir ekki fyrst og fremst lesnar í einrúmi, svo sem nú er, heldur yfirleitt lesnar upphátt yfir tóvinnufólki á kvöldvöku. Sjaldan hefur slíkur lestur staðið lengur en klukkutíma í senn, stundum skemur, ef fólk var almennt þreytt. Og við slíkar aðstæður hefur þessi saga verið ólíkt meira spennandi en nú er þeim sem les hana tímunum saman. Útgefandi hefur (bls. 406) metið lengd sögunnar til 24 klukku¬stunda upplesturs. Hefði efni sögunnar verið skipað í heildarbyggingu, eins og nú tíðkast um skáldsögur, þá hefðu margir getað misst þráðinn. Auðveldara var að fylgjast með runu stuttra ævintýra svo sem enn eru framhaldsþættir sjónvarps nú á dög¬um.

II
Nú er Ólafssaga vitaskuld ekki merkilegt skáldverk. En svo umhuguð sem höfundi hefur verið skemmtun, þá fer því fjarri að hún sé aðalatriðið. Því hér er á ferðinni „saga með boðskap“ - Upplýsingarinnar, sem þá ríkti víða í Evrópu. Um hana má einkum fræðast af greinasafninu Upplýsingin á Íslandi. Þessi stefna kom fram með ýmsu móti, en sameiginlegt er fyrst og fremst barátta gegn hjátrú, m.a. trú á galdra. Svo er og í þessari sögu (bls. 178-90), og bornar eru fram „vísindalegar“ skýr¬ingar á ýmsu í veðurfari og lífríkinu (bls. 101 og 246), líffærafræði (bls. 217) og dýrafræði (bls. 242), meira að segja syndflóðið fær vísindalega skýringu (bls. 243). Ekki veit ég hversu útbreiddar þessar skýringar hafa verið fyrir tveimur öldum, en þótt allt sé útskýrt á náttúrulegan hátt, samkvæmt skynsemishyggju, þá eru þær fullar af villum. Eins og títt var hjá Upplýsingarmönnum, þá er jafnframt skynsemishyggju víða boðuð í sögunni guðstrú og góðir siðir. Enn má telja að aðalpersónan rekur hvernig hann getur margfaldað afl sitt með verkfræðikunnáttu (talíu). Því er þó ekki lýst svo nákvæmlega að dugað gæti sem leiðsögn. Ítarlegar er því lýst hvernig fiskaflann mætti nýta betur með því að láta annars óvirk börn og gamalmenni vinna úr því sem ella færi til spillis. Þetta er í stíl við greinar í upplýsingarritum samtímans, svo sem Rit þess íslenska Lærdómslistafélags (1781-98. Lögð er áhersla á að réttaröryggi þurfi að tryggja, m.a. óhlutdrægni dómara (bls. 339). Og raunar er boðskapur sögunnar enn oft í fullu gildi, t.d. kvenréttindaboðskapur, sem mjög er áberandi í henni. Mikilvægt er talið að konur fái menntun, einnig þegar þær ætli sér ekki embætti (bls. 242), en hæst settu dómarar í álfheimum eru raunar konur. Og ógift stúlka getur orðið yfirboðari föður síns (bls. 168-9). Vegna misskilnings er ung stúlka talin lauslát. Og það leiðir til þess að hún verður það, eftir að hafa þjáðst vegna þessa óhróðurs. (bls. 46. -Síðar fáum við aðra túlkun, að hún hafi í rauninni verið mjög skírlíf þangað til hún hitti ómótstæðilega aðalpersónu sögunnar!). Víðar er fjallað um skaðleg áhrif slúðurs (t.d. bls. 201-2) og um uppeldi (bls. 227). Oft er boðað frelsi í ástum. Þar sem konur hafa jafneðlilega girnd á karlmönnum sem þeir á konum, hví skyldu þá ekki konur sýna þessar tilfinningar sínar hreinskilnislega? (bls. 230). Ekki þarf formlegt hjónaband, gagnkvæmt samþykki aðilja nægir, eins og eðlilegt er í dýraríkinu (m.a. bls. 312). Fjölkvæni er talið eðlilegt - en slíkt gildi þó aðeins fyrir karlmenn (bls. 313). Gerð er (s.st.) mjög veikburða tilraun til að réttlæta misræmið: „Þó eru konur undanskildar þessu lögmáli því að þær [hafa ekki] framar vald síns líkama eftir sem fyrr er sagt.“ María Anna Þorsteinsdóttir hefur skrifað bók um Ólafssögu, og rekur þar m.a. (bls. 123-132) að Upplýsingarmenn hafi oftast verið andvígir kvenréttindum. En kvenhyggja Ólafssögu er annars svo róttæk - m.a. í því að telja greind erfast frá móður - að María finnur áþekk dæmi svo snemma aðeins hjá samtímakonu Eiríks, kvenréttindafrömuðinum Mary Wollstonecraft (móður Mary Shelley, sem samdi söguna af Frankenstein), en ólíklegt er að Eiríkur hafi þekkt rit hennar. María (bls. 133) telur hann því hafa kvenhyggjuna úr álfasögum, þar sem konur eru vissulega oft mikilsmetnar.
Loks má greina áróður gegn mismunun kynþátta í sögunni. Ólafur hefur eignast dótttur með álfkonu, og dóttirin ræðir útlitsmun álfa og manna. Álfarnir líkjast að sumu leyti negrum í útliti (bls. 304, þykkar varir, víður munnur, hörundslitur „gráleitur með öskulit“). En meginatriðið er sú áhersla sem lögð er á hve huglægir mælikvarðar á fegurð séu, og að mælikvarðar manna séu ekki betri en álfa. En ekki mun þessi boðskapur hafa haft mikla hagnýta þýðingu. Enda þótt danska ríkið ætti nýlendur bæði í Afríku (Ghana) og Karíbahafi, var víst mjög lítið um hörundsdökkt fólk í Danmörku, og að því best er vitað var aðeins einn slíkur maður á Íslandi á síðari hluta 18. aldar, virtur verslunarmaður á Djúpavogi. Mikill ættbogi mun af honum kominn, m.a. núverandi forsætisráðherra landsins, Davíð Oddsson. -Loks má nefna merkilega breytingu á sjónarhorni. Eftir að lesendur hafa fylgt lýsingu aðalpersónu á því hvernig hann er ofsóttur með göldrum af álfkonu sem hann vildi ekki þýðast, hittir hann aðra aðlaðandi álfkonu, sem umtúlkar alla söguna lið fyrir lið sem ofsóknaróra hans og tilefnislausar árásir hans á fyrrnefnda konu (bls. 178-80). Þetta er sláandi dæmi um hvernig sagan vinnur gegn ríkjandi hjátrú og fordómum. Og í stuttu máli sagt, allur þessi meginboðskapur hennar er samkvæmt stefnu Upplýsingarmanna, sem einmitt réðu ríkjum í Danmörku þegar Eiríkur kom þangað (sbr. Þorstein Antonsson, bls. 393).
Allur þessi boðskapur er borinn fram sem sjálfsagðasti hlutur, í kurteislegum samtölum viturs og vel siðaðs fólks. Eðlilega eru það hinar framandi verur, álfarnir, sem útskýra samhengi hlutanna fyrir aðal¬persónunni, íslenska alþýðumanninum. Og andmæli gegn þessum boðskap eru kölluð heimska (bls. 278) og koma einungis af augljóslega illum hvötum, frá kaþólskum biskupinum, sem í Upplýsingarritum var eins og hér hefðbundinn fulltrúi andlegs myrkurs og fégræðgi (sbr. Inga Sigurðsson, bls. 21). Og þá eina skýringu sé ég á því að Ólafssaga á að gerast einhverntíma á miðöldum, auðvitað var ekki hægt að gagnrýna höfuð þjóðkirkjunn¬ar fyrir tveimur öldum.
En sagan tekur sjálfa sig ekki alltaf hátíðlega. Einnig eru gamansamar frásögur, svo sem um manninn sem varð fyrir þeim álögum að breytast í hest. Það þótti honum breyting til mikils batnaðar, bæði ánægjulegt að vera innan um heilt stóð af merum, og svo uppgötvaði hann hve fjölbreytilegt ljúfmeti leyndist í grasi (bls. 206-7). Líklegt er að þessa álagasögu byggi Eiríkur á alkunnri sögu Rómverjans Apuleius um gullna asnann, - sem maður breyttist í við álög (sbr. og Maríu, bls. 136).

III
Þegar rætt er um fyrirmyndir þessara sagna hefur verið bent á erlend ævintýrasöfn svo sem Þúsund og eina nótt og Þúsund og einn dag, sem á 18. öld voru bæði til á prenti á dönsku og þýdd á íslensku í handriti (Einar Ólafur, bls. 103. Sið¬fáguð samtöl álfa og manna einkenna einnig víðfrægt ævintýrasafn Frakkans Perrault frá lokum 17. aldar. Og Eiríkur gat víða orðið fyrir bókmenntalegum áhrifum, hann kunni bæði þýsku og latínu, auk dönsku. María telur hinsvegar að Ólafssaga sé einskonar skopstæling á íslenskum riddarasögum og fornald¬ar¬sögum, og feli „með líkum hætti í sér þjóðsöguna og sagan um riddarann sjónumhrygga [þ.e. Don Kíkóti eftir Cervantes] rómönsuna“. Það mætti nefna til styrktar þessari kenningu, að í lok 18. aldar voru fornaldarsögur og riddarasögur ekki aðeins vinsælt lestrarefni á Íslandi, sem menn afrituðu og ortu rímur af, heldur voru menn þá enn að semja riddarasögur. María bendir á þau sameiginlegu einkenni þeirra og Ólafssögu, að þar segi frá kolbít sem fari út í heim, lendi í runu ævintýra og hreppi að lokum sigurlaun. Sögubygging sé frjálsleg, allskyns þáttum skotið inn í söguna, jafnvel tvinnaðir saman tveir eða fleiri söguþræðir. Loks setji þjóðsagnaefni og kurteisi svip sinn á þessar sögur. En til þess að vera uppgjör við slíkar sögur þyrfti Ólafssaga að minna verulega á þær, en hún minnir hvorki á riddarasögur né fornaldarsögur, stíll og persónur eru miklu nær erlendum samtímasögum. Mjög líklegt virðist mér að sögur hans séu innblásnar af Nikulási Klím eftir Holberg. Aðalpersóna þar ferðast um undirheima og fær mikla uppfræðslu um siðvenjur þessara framandi þjóða í skynsamlegum samtölum, einnig þar eru konur æðstu dómarar, margfaldlega er sýnt fram á að ekki megi dæma fólk eftir útliti kynþátts þess, veist er gegn hvers kyns hjátrú, o.fl. mætti telja . Ólafur Þórhallason má því heita sonarsonur Gullivers, Nikulás Klím er milliliðurinn. Virðist mér því verða að hafna þessari kenningu Maríu. Auk þess gerir hún að mínum dómi of mikið úr þroskasögu Ólafs. Enda þótt á honum dynji allskyns fræðsla á hundruðum blaðsíðna þá er hann nokkurn veginn samur maður í sögulok sem byrjun, fremur sögumiðja en að verulega beri á persónulegum sérkennum. En allt um það og þótt frásögusnið sagna Eiríks sé með algengasta móti samtímans, þá var frumlegt og djarft að gera langar skáldsögur úr íslenskum þjóðsögum í lok 18. aldar. Til er lítið safn íslenskra þjóðsagna frá hendi Árna Magnússonar öld eldra, en sínar sögur skrifaði Eiríkur áður en þjóðsagnasöfnun hófst fyrir alvöru, s.s. Grimmsbræðra í Þýskalandi snemma á 19. öld, „Danske folkesagn“ birtist 1818, og Jón Árnason hóf sína miklu söfnun íslenskra þjóðsagna um miðja 19. öld. Sögur Eiríks hafa því mikið gildi sem heimildir um íslenskar þjóðsögur. (Það rakti Einar Ólafur í bók sinni, en María Anna mun rækilegar, bls. 143-233.) En mér virðist að Eiríkur hafi notað þann efnivið til að ná til -hjátrúarfulls- hugarheims íslenskrar alþýðu, til að geta síðan breytt þeim hugarheimi að hætti Upplýsingarinnar, eins og hér hefur verið rakið. En helstu Upplýsingar¬menn svo sem Hannes Finnsson og Magnús Stephensen lýstu yfir megnri andúð á þjóðsögum (sbr. Helgu Gunnarsdóttur, bls. 226-8), og verður þetta athæfi Eiríks þeim mun frumlegra.
En þá vaknar spurningin hvort allt þetta mikla upplýsingarstarf hafi ekki verið unnið fyrir gíg. Þráfaldlega hefur verið bent á að sögur Eiríks höfðu engin áhrif á íslenskar bókmenntir, svo séð verði (Einar Ólafur, bls. 110). Fyrir utan enn óprentaða skáldsögu Jóns Espólins frá 1835-6, sem heitir Sagan af Árna ljúfling yngra (Steingrímur bls. 190 o.áfr.) leið hálf öld frá ritun sagna Eiríks þangað til næst var samin skáldsaga á íslensku, Piltur og stúlka Jóns Thoroddsen. Jón dó svo átján árum síðar frá Manni og konu ólokinni. Þær skáldsögur sem síðan birtust á seinni hluta 19. aldar voru ófrumlegar stælingar á þessum sögum Jóns Thoroddsen. En þær eru ólíkar sögum Eiríks, samdar eftir þeirri sígildu forskrift sem enn drottnar í Hollywood: Ungmenni fella hugi saman, en afskiptasöm foreldri eða önnur miðaldra illmenni reyna að stía þeim sundur, að lokum ná þó ungmennin saman („Boy meets girl, boy loses girl, boy gets girl back”). Að vísu ber töluvert á þjóðsagnaefni og lýsingum á daglegu lífi alþýðu í Manni og konu, mun meira en í Pilti og stúlku. En slíkt efni var þá komið í tísku, með þjóðsagnasöfnun Jóns Árnasonar, og Jón Thoroddsen benti sjálfur beinlínis á fyrirmyndir sínar í þessu; skoskar sveitalífssögur Walter Scott og sagnabálka Gísla Konráðssonar, sem fullir væru af þjóðsagnaefni. Sögur Eiríks voru ekki gefnar út, og aðeins 1-2 afrit eru til, gerð mörgum áratugum eftir dauða höfundar. Útbreiðsla óprentaðra rita er gjarnan talin sjást af því hve mörg afrit eru til af þeim. Sérfræðingur í íslenskum bók¬menntum þessa tíma, Matthew Driscoll í Árnasafni, hefur sagt mér að algengt sé að óprentuð íslensk bókmenntaverk 18. og 19. aldar séu til í 5-7 afritum, jafnvel eru til allt upp í 20 afrit.
Mér þykir þó líklegast, að þessi upplýsingarrit Eiríks hafi haft mun meiri útbreiðslu - og áhrif - meðal alþýðu manna, en prentaðar bækur upplýsingarmanna - rit Lærdómslistafélagsins, Hannesar Finnssonar og Magnúsar Stephensen. Þau rit voru dýr, og hafa því aðallega náð til yfirstéttarinnar á Íslandi. En Eiríkur bar þennan nýja hugmynda¬heim beint til alþýðu, einmitt vegna þess að hann hafði „fallið“ þjóðfélagslega. Flækingar eins og hann þurftu að vinna sér það til matar á bæjum þar sem þeir gistu, að segja sögur, lesa upp, kveða rímur eða segja fréttir. A.m.k. máttu þeir vænta þess að viðurgerningur yrði því betri sem þeir stæðu sig betur í þessu. Má ætla að þetta hafi orðið Eiríki tilefni til sagnaritunar, einkum þar sem hann hafði vegna menntunar sinnar og utanlandsvistar, ýmsu að miðla sem aðrir höfðu ekki. Síst hefur minni áhugi verið á upplestri nýstárlegs efnis í verbúðum, þar sem menn höfðust við mánuðum saman. En Eiríkur stundaði mjög sjósókn. Og vitnisburðir eru um, að eftir kvöldvökulestur ræddu menn auðvitað efni lestrarins fram og aftur, og hefur það enn aukið og fest áhrif þessara nýstárlegu hugmynda.
Jón Árnason vitnaði um þetta starf Eiríks í formála þjóðsagnasafns síns, 1861 og sagði m.a. um Eirík (bls. xviii):

„var þreyjulítill, fór jafnan milli manna og hafði ofan af fyrir sér með því að „segja sögur“ þar sem hann kom og dvaldi eins og fleiri hafa brallað hér á landi, og um leið grófst hann hvervetna eftir sögum þar sem sögufróðir menn voru á bæjum.“

Þetta er ekki aðeins vitnisburður um þjóðsagnasöfnun Eiríks í fjóra áratugi, heldur einnig um upplýsingarstarf hans í ámóta langan tíma, hversu stöðugt og víða sem það nú hefur verið stundað. Mjög yrði erfitt að meta hvenær Upplýsingarhugmyndir höfðu mest áhrif á alþýðu manna, svo ekki sé talað um hvaða aðiljar höfðu þau áhrif. En hitt virðist líklegt af framansögðu, að Eiríkur hafi verið með allra áhrifamestu frömuðum Upplýsingarinnar á Íslandi.



Heimildir.

Árni Kristjánsson: Sagan af Parmes loðinbirni. Skírni 1944, bls. 145-167.
Eirikur Laxdal, 1743-1816: Saga Ólafs Þórhallasonar. Þorsteinn Antons¬son og María Anna Þorsteinsdóttir sáu um útgáfuna. - Reykjavík : Þjóðsaga, 1987 (xiii+ 456 bls., textinn er 372 bls.).
Einar Ólafur Sveinsson: Um íslenskar þjóðsögur. (s 102-110) Hið íslenska bókmenntafélag. Reykja¬vík 1940.
Helga Gunnarsdóttir: Bókmenntir. Bls. 216-243 í: Upplýsingin á Íslandi.
Ludvig Holberg: Nikulás Klím. Jón Helgason bjó til prentunar. Kbh. 1948.
Ingi Sigurðsson: Upplýsingin og áhrif hennar á Íslandi. Bls. 9-42 í: Upplýsingin á Íslandi.
Íslensk bókmenntasaga III. Rvík 1996.
Jón Árnason: Íslenskar þjóðsögur og ævintýri. I-VI. Ný útgáfa, Reykjavík : Þjóðsaga 1954-61.
María Anna Þorsteinsdóttir: Tveggja heima sýn. Saga Ólafs Þórhallasonar og þjóðsögurnar. Íslensk fræði 53, Rvík 1996.
Matthías V. Sæmundsson:Upplýsingaröld. Bls. 21-218 í: Íslensk bókmennta¬saga III.
Munnmælasögur 17. aldar. [m.a. þjóðsögur Árna Magnússonar] Íslensk rit síðari alda, 6. Reykjavík 1955.
Steingrímur Þorsteinsson: Jón Thoroddsen og skáldsögur hans. (s 180-186). Helgafell Reykja¬vík 1943.
Svanhildur Gunnarsdóttir: Sagan af þeim engelska og nafnfræga Berthold (1756). Reykjavík 1995 (ópr. magistersritgerð í Háskólabókasafni).
Upplýsingin á Íslandi. Tíu ritgerðir. Híb. Rvík, 1990.

Lostug tröll

Lostug tröll

Tröll eru með sundurleitu móti við menn í íslenskum bókmenntum. Í þjóðsögunum er þó nokkuð um að tröll séu mannskæð, jafnvel mannætur, og það jafnvel svo heiftarlegar, að þeim nægir ekki minna í matinn en presturinn sjálfur, beint úr prédikunarstól (Mjóafjarðarskessan, Þjóðsögur JÁ I, 146). Er þetta hámarkið á andkristni trölla, sem birtist einnig í því að þau þola ekki klukknahljóð. Hér er ekki rúm til að rekja þetta, en lítillega skal hugað að öðru, sem er fullkomin andstæða þessa, þ.e. að tröll sýni fólki losta.
Það minni er í Snorra-Eddu, í sögunni af Skaði Þjassadóttur (Skáldskaparmál, 3. k.), að dóttir jötuns sem drepinn var, krefst þess í föðurbætur að fá eiginmann úr hópi ása, ætlaði sér þannig Baldur, en fékk Njörð. Þetta er einnig í Helga kviðu Hjörvarðssonar, en þar er skessan, Hrímgerður Hatadóttir hógværari (24. er.)

eina nótt
kná hún hjá jöfri sofa
þá hefir hún bölva bætur.

En Atli félagi Helga tefur hana með kjaftagangi og illyrðum, svo þetta nátttröll dagar uppi. Í Fornaldarsögum Norðurlanda er mikið um þjóðsagnaminni og ævintýra, eins og alkunna er. Þar má m.a. nefna Þorsteins sögu Víkingssonar, en í einum af mannraunum sínum verður Þorsteinn skipreika í gerningaveðri, og er að springa á sundi, þegar „kerling ein stór óð út að honum, og var í skorpnum skinnstakki, hann var síður í fyrir, en stuttur á bak; hún var stórskorin mjög og heldur greppleg [lesbrigði: greipileg] í ásjónu.“ (FAS II, 435). Hún bjargar Þorsteini hvað eftir annað, loks með því skilyrði að hann gangi að eiga hana. En þegar hann gengur að því, raunar mjög tregur, þá losnar hún úr þessum álagaham, reynist vera hin fegursta kóngsdóttir, eftir því efnuð, og giftist Þorsteini (s.r.,bls. 440). Eins er skessa klædd í Illuga sögu Gríðarfóstra, og þó miklu ferlegri ásýndum (s.r. III, 653):

honum þótti sem hríð eða hregg [lesbrigði: hagl] stæði úr nösum hennar; horinn hékk ofan fyrir munninn, hún hafði skegg, og sköllótt um höfuðið [með skringilegum búnaði (sum hdr)], hendur hennar voru sem arnarklær, en ermar báðar brenndar, en sá stakkur, er hún var í, tók henni eigi lengra en á lendar á bakið, en allt á tær í fyrir; augu hennar voru græn, en ennið bratt [um vangana hvar vill (sum hdr)], eyrun féllu víða; enginn mátti hana kalla fríða.

Einnig þessi ódámur krefst hvílubragða af söguhetjunni, en þó ekki við sig sjálfa, heldur við dóttur sína undurfagra. Verður þetta þó (auk óttaleysis söguhetju gagnvart morðhótunum skessu) til að leysa skessuna úr álögum (s.r. III, 653 o.áfr.). Víðar er þessi missíði stakkur í fornaldarsögunum, t.d. í Sögu Egils og Ásmundar (III, 387);

hann sá þar á hól einum jötunn mikinn og eina flagðkonu, þau drógust um einn gullhring, og varð hún orkuvana fyrir honum, og fór hann hraklega með hana, og mátti þar sjá viðrlitamikil sköp, því hún var stuttklædd“. Fyrr í sögunni hitta þeir félagar skessu (bls. 372): „Þeir sáu kvikindi uppi í hömrunum, það var meira á þverveginn en hæðina; það var svo hvellt sem bjalla, og spurði, hverir svo djarfir væri, að stela vildu hafri drottningarinnar. Ásmundur mælti: hver ertu hin fagra og hin bólfimlega.

Þessi öfugmælakveðja er að skoplegri vegna þess að skessan tekur hana alvarlega og þorir ekki að þiggja fingurgull af þeim félögum, „því eg veit, að móðir mín segði, að það sé hvílutollur minn.“ Þetta minnir lítillega á það atriði í seinni tíma þjóðsögu, að það gefst vel að ávarpa tröll kurteislega (JÁ I, 150-151), skessa snýst frá illskulegum hótunum til vinahóta við ávarpið: „Sitjið þér heilar á hófi/ Hallgerður á Bláfjalli.“. Raunar er það alþekkt minni, að það borgar sig að gera vel við flagð eða vesaling (svo sem í fyrrnefndri lausn úr álögum), og varðar það ekki þessa grein. En skinnstakkurinn missíði kemur einnig fyrir í þjóðsögum, t.d. (Þjóðsögur JÁ III, 235): „sáu kvikindi í kvenmynd, ekki fjarska hávaxið en digurt mjög. Það var í skinnstakki skósíðum í fyrir en stuttum á baki.“ Eins er búnaður annarrar skessu, og er útliti hennar ekki lýst, en það er þó ekki verra en svo, að söguhetjan barnar hana (s.r. III, 272-3). Víðar kemur það atriði fyrir, sem og þessi klæðnaður.
Það er dálítið skondið, að íslenska söngkonan heimskunna, Björk, klæðist blússum með þessu sniði, en gengur að sönnu í gallabuxum undir. En athyglisvert er, að þegar tröll seilast til manna, þá eru það oftar tröllkonur en tröllkarlar, jafnvel þegar mennskri konu er rænt, svo sem í sögunni af konunni í Málmey, sem lenti á bak við Hálfdánarhurð (Þjóðsögur JÁ IV, 533-35) „ein er þar kona krossi vígð/ komin í bland við tröllin“ , svo sem segir í Áföngum Jóns Helgasonar. Tröllkarlar sem komast í tæri við mennskar konur, eru oft sagðir fríðir og mannvænlegir, enda að hálfu mannsættar. Þá er hinsvegar móður þeirra lýst sem ljótu og mannskæðu flagði, sem tröllkarlinn drepur (sjá Móðarsþátt o.fl., s.r. III, 253 o.áfr.). En mest kveður að sögunum af Kráku, Trölla-Láfa og Jóni Loppufóstra (Þjóðsögur JÁ I, 178-86). „Skessa mikil sat þar upp á jökulgnípu einni. Hafði hún það atferli að hún rétti hendurnar fram á víxl og dró þær svo upp að brjóstinu og var hún með þessu að heilla [sofandi] manninn til sín“ (s.r., 183-4). Í þokunni stelur skessa sauðamanni, stundum eru þær tvær saman og leggja hann milli sín. „Iðulega tóku þær hann og mökuðu í eins konar smyrslum eða feiti og teygðu hann milli sín; fannst honum það mikil raun. Þær orguðu líka í eyru honum til að trylla hann.“ (s.r., I, 182). Af þessu verður hann smám saman óskaplega langur, og þótt hann að lokum sleppi til byggða, varð hann skammlífur eftir það. Annar piltur er stríðalinn af skessu heilan vetur, auk þess glímir hún við hann á hverjum morgni, og styrkist hann mikið við þetta. (s.r.III, 278). Þessir menn gera sér loks upp veiki, og segjast ekkert geta borðað nema tólf ára gamlan hákarl. Umhyggjusöm skessan verður að fara á annað landshorn til að sækja hann, en á meðan sleppur söguhetjan til byggða.
Nú er það alkunna í þjóðsögum, að vættir leiti fylgilags við menn. Einkum á það við um álfa. Stutt er og milli tröllasagna og útilegumannasagna, oft eru þetta sömu sögurnar með breyttum vættum, en útilegumenn eru einkar sæknir í byggðastúlkur. Þetta tvennt tengist þannig, að álfarnir eru, eins og allir vita, yfirleitt fríðir og efnaðir, sama gildir um margar þessara útilegumannasagna, þótt einnig komi þar fyrir kvensöm illmenni. Þessar sögur eru þá auðsæilegir draumórar um að fá prinsinn, draumórar sem enn yfignæfa í skemmtisögum nútímans. Tröllkarlasögurnar mega og flokkast hingað, því það hefur jafnan þótt kostur á mennskum körlum að þeir væru stórir, sterkir og stæðilegir. Stúlkan og tröllkarlinn unnast og jafnan til æviloka. En um skessurnar gegnir nokkuð öðru máli. Enda þótt þær séu sjaldnast beinlínis sagðar ljótar, þá er útliti þeirra yfirleitt ekki lýst jákvætt heldur. Um skeið hélt ég að afskræmilegar kvenlýsingar sagnanna stöfuðu af bælingu á kynhvöt höfunda, sem birtist því rangsnúin. En nú kalla ég þessa túlkun mína dólgafreudisma, því slíkar lýsingar eru býsna fáar, og einkum í fornum ritverkum. Í dæmunum hér að framan virðist eðlilegra að sjá þær lýsingar sem spaugilegar andstæður hugleiðinganna um bólfarir. En hvaða hugarfar býr þá að baki þessum þjóðsögum, um stórar og sterkar konur, sem einar draga ærna björg í bú, og taka ekki bara frumkvæðið að ástum, heldur grípa hreinlega karlmanninn og leggja hjá sér. Það er víst nokkuð augljóst að höfunda og flytjendur slíkra sagna finnum við með sömu aðferð og notast til að miða út markhóp t.d. James Bond sagnanna; sá markhópur er einfaldlega andstæða hetjunnar. Í stað kvennagullsins, sem þorir hvað sem er, leggur allt undir í fjárhættuspili, og lífið að veði til að bjarga einhverri kvengyðjunni, eða auðvaldskerfinu, þá birtist sem lesandi slíkra sagna óframfærinn maður í lágri stöðu, sem verður lítt til kvenna eða fjár, en dreymir um byssuleyfi til að drepa ríka og volduga kalla, kannski yfirmann sjálfs sín. Og ætli framangreindar tröllasögur sýni ekki svipað hugarfar aftur í öldum, úrræðalausa karlmenn, sem dreymir um að kona komi og taki þá, og leysi öll þeirra vandræði. Getum við ályktað eitthvað nánar? Að þarna fari t.d. niðursetningur, sem hafi verið tekinn frá móður sinni á unga aldri og settur til vandalausra sem sýndu honum kulda? Nei. Þegar ég fluttist til Danmerkur árið 1987, til að vinna í Árnasafni, lagði ég mig fram um að komast inn í danskt þjóðlíf, gekk m.a. í stjórnmálaflokk og umræðuhópa karlmanna (mandegruppe). Og í slíkum hópum reyndist fyrrgreint hugarfar almennt. Einu gilti í hve ágætri sambúð þessir menn voru, allt var það grátt og einskis nýtt, af því að konan var ekki nógu sjálfsörugg og ráðrík. Ég held að það væri mjög villandi að tala um Bægifótarduld (en það mun orðrétt þýðing á „Ödipusarkomplex“ skv. Einari Má Jónssyni, íslenskukennara í Svartaskóla). Þessa menn langaði ekkert til að hafa mök við mæður sínar. Þeir höfðu bara alist upp við það að þær ákvæðu allt, og fannst lífið tómlegt án slíks tilfinningamynsturs. Danir kalla þetta „moderbinding“ og það hafa sumir Íslendingar þýtt hrátt sem „móðurbindingu“. En væri ekki nær að kalla þetta skessufíkn?

Stafsetning er að sjálfsögðu samræmd.

Heimildir:

Edda Snorra Sturlusonar ...ved Finnur Jónsson. Kbh. 1931.
Fornaldar sögur Nordrlanda ... útgefnar af C.C. Rafn, I-III. Kbh. 1829-30.
Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Safnað hefur Jón Árnason. Ný útgáfa I-VI, Reykjavík 1954-61.
Norræn fornkvæði ...udgiven af Sophus Bugge ...Oslo 1965.

1976-98.

Hæ og vei


Hæ og vei
I. Allt frá því ég fyrst man eftir mér hefur verið býsnast yfir bandarískum áhrifum á íslenskt þjóðlíf. Þó miklu meir á unglingsárum mínum fyrir fjórum áratugum en nú er. Satt að segja þótti þá flest benda til þess að íslensk menning væri í andarslitrunum og ,,amerísk skrílmenning” kæmi í stað hennar á Fróni. Þetta sýndi sig ótvírætt í því að unglingar notuðu upphrópanirnar sem eru fyrirsögn þessa pistils, ,,jórtruðu tyggigúm í gríð og erg” (það var bannað í öllum skólum, held ég), sóttust eftir fötum með nýju erlendu (amerísku) sniði, hlustuðu á dægurlög frá Bandaríkjunum (að vísu oftast við íslenska texta Kristjáns frá Djúpalæk og félaga) og það sem verst var, hlustuðu á þennan ófögnuð úr ,,glymskröttum” (,,djúkboxum), jafnframt því sem þeir slöfruðu í sig mjólkurís frá Dairy Queen. Fimmtuigsafmælisbarnið Guðrún Ása Grímsdóttir er af þessari óþjóðlegustu kynslóð, þótt ég hinsvegar hafi ekki heimildir um hegðun hennar og málfar á unglingsárum. Það er skondið, að nú eru þessi erlendu einkenni, sem áttu alveg að vera að drekkja íslenskri menningu, orðin svo sjaldgæfir forngripir, að fólk gerir sér sérstaka ferð upp í Árbæjarsafn til að sjá þá. En auðvitað hefur þá sitthvað nýrra komið í staðinn, einnig oft frá Bandaríkjunum. Sérstaklega blöskrar mörgum þjóðræknum Islendingum, hve mikið unglingar nota upphrópanir ættaðar úr bandarískum kvikmyndum. I stað þess að segja ,,andskotans helvíti” eða ,,helvitis andskoti” segi þeir ,,sjit”, ,,fökk”, ,,vá”, ,,vei”, og heilsist með orðinu ,,hæ”, einsog reyndar Danir gera líka. Þeir kveðjast hinsvegar með því að tvítaka þá kveðju, ,,hej, hej”, þar sem Íslendingar kveðjast þó enn með því að segja bless. Einhverjir segja kannski ennþá ,,bæ”, en ,,bæbæ” og ,,bæjó” getur enginn sagt lengur nema afhjúpa sig sem hlægilegan lúða, sem sé aftur úr allri tísku. 
Það mætti nefnilega reyna að hughreysta þetta áhyggjufulla þjóðrækna fólk með því að benda á að ekkert verður eins úrelt, aflægislegt og hlægilegt og slík tíska, þegar hún er orðin (fárra ára) gömul. Sömuleiðis mætti draga í efa að þetta háttalag unglinga nú, eða fyrir fjörutíu árum, sé neitt órnerkilegra en þeirra sem þótti ekkert fínt nema það væri danskt, fyrir 60—70 árum eða fyrr. En mér finnst hitt merkara, að öll þessi áhrif eru sem hjóm miðað við hitt, hversu mikil frumleg sköpun er í íslenskri menningu á hverjum tíma. Og á sýnist mér augljóst, aö hún er miklu meiri, almennari og fjölskrúðugri nú, en hún var íyrir bara 20—30 árum. Virðist því ekki ástæða til að hafa áhyggjur af íslenskri menningu — nema þá af þeirri hættu sem henni stafar af fólki sem vill frysta hana í einhverju ástandi sem það þekkti frá æskuárum sínum.
II. 
En nú kemur óvænt heimild til skjalanna, nefnilega Málskrúðsfræði Ólafs Þórðarsonar, frá miðri 13. öld. Þar eru m.a. tekin dæmi af upphrópunum, og segir svo (í lok IX. kafla): 

Meðalorpning sýnir hugþokka rnanns, og er hún jafnan frá skilið öðrum pörtum, sem hér, vei, haì.

Hér er þá ótvíræður vitnisburöur um að þessar ,,amrískustu” af öllum upphrópunum unglinganna, ,,hæ og vei”, eru forn menningararfur Islendinga, raunar telur Olafur Þórðarson engar aðrar upphrópanir! Orð hans "meðalorpning" er bein þýðing á latínuorðinu "interjection", sem er notað alþjóðlega í þeirri merkingu. Mættu þá sumir þjóðræknir áhyggjumenn róast nokkuö. 
Nú er þess aö gæta að skv. fornmálsorðabók Fritzner kemur ,,hai” aðeins tvisvar fyrir auk framangreindrar tilvitnunar, þ.e. í biblíuþýðinunni Stjórn og í Parcevals sögu (12. k., bls. 250). Ekki hefur orðasafn Árnanefndar í Kaupmannahöfn fleiri dæmi. En Fritzner hefur einnig orðmyndir sern augljóslega eru skyldar; ,,há” og ,,hó”, Fritzner tilfærir dæmi úr Maríusögu, bæði kveinstafi: ,,há mig” og undrun, aðdáun: ,,há, há, herra minn!” Svipuð er notkunin á ,,hó” skv. Fritzner, en skemmtilegasta dæmi þess er í Elíssögu (56. k.): 

Hryggur var Julien, er hann kenndi sig af hesti fallinn og ... sá að hann stappaði niður fótum og vildi gjarnan drepa hann. En þá mælti Julien: ,,hó, hó, hinn góði Arabfa hestur!” kvað hann, ,,mjög heitast þú nú við mig og ógnar mér dauöa .. 
[og áfr., fortölur til hestsins].

,,Vei” er miklu algengara, en mest ber á þeirri upphrópun í þýddum sögum; Barlaamssögu, Karlamagnússögu, riddarasögum og trúarlegum ritum, auk konungasagna; vei er og oft notað sem nafnorð. Fritzner rekur dæmi ss.: ,,vei er nú heiðingjum að eg em lauss” (Elucidarius), áþekk eru dæmi hans úr konungasögum: ,,vei verði honum" segja tröll um Ólaf Tryggvason, en í Sverrissögu segir Sverrir reiður við son sinn: ,,vei verði þeim konungssyni, er svo iIla gætir sinnar sveitar, sem þú hefir gætt.” Ásgeir Blöndal telur í Orðsifjabók sinni dæmi úr náskyldum málum, sem benda eindregið til að þessi upphrópun sé forn í málinu, en a.m.k. notkunin virðist lituð af latínu ,,vae” (eins og í ,,vae victis”), enda oft þýðing á því; t.d (í orðasafni Árnanefndar). ,,vei verði þér borg, er púta mættir heita” — ,,vae tibi civitas meretrix” (Pál 187,6), og virðist líklegast að fyrirmynd þessa orðalags, einnig í dæmum konungasagnanna, sé erlend rit fremur en daglegt mál á Íslandi. 
Samkvæmt Fritzner eru furðufá dæmi um aðrar upphrópanir. Aðeins tvö um ,,æ”, í Jómsvíkingasögu og í 2. málfræðiritgerð Snorra-Eddu; (bls. 64): ,,æ, það er veinun”. Sama gildir um ,,á” skv. 1. bindi Orðabókar Arnanefndar, og er það algengt sársaukakvein víða um heim, svo sem alkunna er. Hið fyrra er einkennilegt, því þessi bókstafur æ merkti langt opið [e:j á fyrra hluta 13. aldar, þegar þessi málfræðiritgerð er tekin saman, það var ekki fyrr en löngu síöar, sem það breyttist í núverandi frb. í íslensku: [ai]. Víða um Iönd kveinar fólk [ai}, en hvar í veröldinni heyrist kveinað [e:]? Skyldi annaðhvort vera ranglega tímasett, 2. málfræðiritgerðin eöa tvíhljóðunin? 
Um ,,ó” eru dæmin miklu fleiri, en eingöngu í þýddum ritum, og flest eru au trúarleg; ,,ó! góðir menn! fagrar jarteinir megu þér nú heyra” og ,,ó! lávarður minn góði!”, ,,ó, hossun yður, er hlægið” (Hómilíubókin), ,,ó, son, ó, son! æsileg og óaflátleg er ótrú gyðinga” (Maríusaga). Einnig ,,ó” er algengt í latínu og frönsku, sem hér er þýtt úr, en vitaskuld getur það verið forngermanskt fyrir því, svo sem Ásgeir Blöndal telur líklegast, en nefnir þó að ýmsir hafi talið þetta vera tökuorð úr latínu. Mikil eftirsiá er í því að meðalorpningin ,,ó, hossun” skyldi ekki haldast í málinu, þaö væri munur að geta prýtt mál sitt með slíku. Hún er norrænnar ættar skv. Ásgeiri Blöndal, stýrir þgf. eins og vei, og merkir það sama. Eins og allir vita hefur ,,vá” verið tekið inn í nútímamál úr fornri íslensku, til að mynda sem liður í orðinu vátrygging. Það má mikið vera, ef fornmenn hafa ekki einhverntínia hrópaö ,,vá”, borið fram: [vaa], þegar þeim þótti voði steðja að. Er þá skammt yfir í nútímaupphrópunina, þótt framburður hafi breyst og merkingin sé tekin frá könum, að láta í ljós undrun eða aðdáun, Iíkt og ,,hæ” er nú heilsan, frekar en upphrópun. — Hér verður þess að geta, að mötunautar mínir, þeir Jóhannes Bjarni Sigtryggsson og Ármann Jakobsson bentu mér á klausu um upphrópanir í grein Guðrúnar Kvaran um málfræði Runólfs Jónssonar, en hún er fyrsta beygingafræði íslenskrar tungu, Recentissima antiquissimæ linguæ septentrionalis incunabula, id est graminaticæ Islandicæ rudimenta ... frá 1651. Guðrún rekur þar eftir Runólfi m.a. (bls.138): 

Ef láta á í ljós aðdáun er hrópað upp: hva! aa! eða hvaðalaatum! Ef Ieggja á áherslu á samþykki er aftur á móti notað jaavel! Sem einhvers konar ógnun er notuð upphrópunin biby, en svei, fuy eða vei ef manni ofbýður. Ef látin er í ljós gleði heyrist hohoo en þegar hlegið er hahaa, hihy. Auvi, æ og æejej eru upphrópanir sern tengjast sársauka en um þögn er beðið með þei, þei. 

Sumt er hér tortryggilegt sem heimild um mál almennings á Íslandi á 17. öld, líklegra að þetta sýni málfar höfundar og vina hans í Kaupmannahöfn, þar sem ritið var samið. Þar á ég einkum við ,,jável”, og ”fuy”, sem ég veit ekki til að þekkist ella í íslensku, en er alkunna í dönsku. Einkum á ég þó erfitt með að trúa því að einhverjum hafi þótt sér ógnað með upphrópuninni ,,bíbí”, og erfitt að sjá hverju hún gæti tengst í íslenskum málvenjum, öðru en því að vera barnamál fyrir litla, aðlaðandi fugla. Skyldi ekki einhver hafa logið þessu að Runólfi, með formálanum: ,,Þetta var nú málvenja í minni sveit? Ekkert verður þó um það fullyrt eftir hálfa fjórðu öld, og skiljanlega hefur öll þessi mállýsing Runólfs verið erfitt frumkvöðulsverk. 
Fleira mætti telja, en greinilega koma framantaldar upphrópanir aðallega fyrir í þýddum ritum, auk málfræðiritgerðanna, sem kunna að vitna um notkun utan þýddra rita, daglegt mál. Nú þyrfti auðvitað að bera alla þessa textastaði saman við frumtexta, og álykta af því hvort þessum upphrópunum sé bara skilað beint frá frumtexta, en til þess gafst enginn tími, með tveggja vikna fyrirvara nú í kennslubyrjun. Verð ég að víkja því verkefni til mér lærðari manna á þessu sviði, auðvitað þarf nákvæma rannsókn á þessu ölIu. 
Nú kynni einhver að efa að þessi orð hafi skipt máli sem upphrópanir, fyrst þau komi ekki fyrir í Islendingasögum og Sturlungu, sem eru fullar af samtölum, líkt og skáldsögur nútímans. En smáumhugsun sýnir að þar er ólíku saman að jafna. Nútímaskáldsögur eru oft fullar af samtölum, sem sannarlega líkjast daglegu tali, og orka einkum til að varpa hversdagslegum blæ á persónur og umhverfi, eða skapa því staðbundinn svip. En samtöl í Islendingasögum eru þvert á móti líkt og í Eddukvæðum, ris texta, þar er sett á svið, þar sem átök brjótast út á einhvern hátt. Því eru tilsvör stutt og hnitmiðuð, það væri fráleitt að ímynda sér að þau samtöl séu einhver heimild um daglegt tal á miðöldum. 
Meginniðurstaðan verður sú, að svo sáralitlar heimildir sem til eru um upphrópanir í fornri íslensku, þá virðist íslenskar upphrópanir nútímans fremur vera undir latneskum áhrifum en bandarískum, og t.d. ,,hæ” og ,,vei” síst óþjóðlegri en ,,æ” og ,,ó”. 

Stafsetning er hér samræmd að nútímahætti. 

Heimildaskrá: 

Ásgeir Blöndal Magnússon: Íslensk orðsifjabók. Rvík 1989. 

Johan Fritzner: Ordbog over det gamle norske sprog. I—III, Kristiania 1886—1896. 

Guðrún Kvaran: Grammaticæ islandicæ rudimenta. Islensk málfræöibók frá 17. öld. Islenskt mál og almenn málfæði 15. bindi, 1993, bls. 123—139.

Ordbog over det norrøne prosasprog. Registre. Kbh. 1989. I. bind: a—bam. Kbh. 1995. 
- (Hér má finna tilvísanir í oråasafn Arnanefndar, en aðrar í Fritzner). 

Ólafr Þórðarson: Málhljóða- og málskrúðsrit. Grammatisk-retorisk athandling udgiven af Finnur Jónsson. København 1927. 

The so-called Second grammatical Treatise. Edition, Translation and Commentary by Fabrizio D. Raschellá. Firenze 1982.

Humtjöld falla

Húmtjöld hrynja

I. Lesendur þessa pistils muna vonandi upphaf Íslensks aðals, þar sem Þórbergur Þórðarson segir frá upphafi skáldferils síns. Kvöld eitt þegar hann var á leið heim til sín stansaði hann til að horfa á stjörnuhimininn, og varð þá gripinn undarlegri kennd, «eins og allt væri að gliðna í sundur eða renna saman við einhverja óendanlega volduga, ólýsanlega milda einingu, sem eins og væri ekkert, en fæli þó í sér ívist allra hluta.» Og þar með braust fram á varir hans fyrsta erindi af því sem hann fann að yrði langt kvæði:

Nátt-tjöldin hrynja. Himininn rökkvar.
Húmskuggum sveipast foldarbrá.
Kvöldblærinn kyssir láð og lá.
Ljóða hrannir við bakkann dökkva.
En moldin - hún dottar í drifhvítum hjúpi
og dreymir um vor.
Það haustar, og sólin er sigin að djúpi

Þá hljóp Þórbergur í herbergi sitt til að missa ekki andann, háttaði sig og lauk við kvæðið um nóttina, en hreinritaði það hvað eftir annað daginn eftir. «Aðeins fyrsta erindið var óbreytanlegt. Rödd hins eilífa verður aldrei endurbætt í hreinskrift.»
Þetta spurðist út um bæinn, og um vorið birtist kvæðið á forsíðu blaðsins Ísafoldar.
En síðar í bókinni (bls. 157) ber Stefán frá Hvítadal það upp á Þórberg að hann hafi stolið þessu frá Bjarna frá Vogi:

Þú ert svo smekklegur í þér að segja, að nátttjöldin hrynji. Bjarni sagði einhverntíma hér á árunum að náttjöldin falli, og það er miklu fegurra. Þessari hugmynd hefur þú stolið frá Bjarna, af því að þú átt enga skáldlega hugsjón sjálfur. Er það nokkur skáldskapur annað eins og þetta, að segja að nátttjöldin hrynji eins og gamall hundakofi!

Lesið hefi ég ljóðabækur Bjarna frá Vogi, og sýnist sem honum hafi verið flest betur gefið en skáldgáfa. Ekki fann ég þessa mynd í bókum hans. Enda svaraði Þórbergur Stefáni hátíðlega: ”Ég lýsi þig opinberan lygara frammi fyrir öllum, sem hér eru viðstaddir, að þessu, sem þú hefur sagt. Ég hef aldrei nokkurntíma séð né heyrt eina einustu línu eftir Bjarna frá Vogi , þar sem sagt er, að nátttjöldin falli.”
Ég á erfitt með að taka frásögnina um orðaskipti þeirra Þórbergs og Stefáns trúanlega, nema sem úthugsað níð af hálfu Stefáns. Þessi líking er hinsvegar víða annarsstaðar hjá miklu frægari skáldum.
Elsta dæmið sem ég hefi séð er hjá Guðný Jónsdóttir frá Klömbrum, í kvæðinu „Endurminningin er svo glögg” (fyrst prentað 1837, skv. Þjóðskáldin, bls. 73), en þar er talað um að sólin dragi fyrir tjöld sem varpi skuggum á grund:

þá ljómandi færði fagrahvel
forsælu misjöfn skuggatjöldin
yfir hvern blett og hvert eitt svið
hinum megin við sólskinið.

Þarna er þá skýjunum greinilega líkt við gluggatjöld. Í kvæðum Benedikts Gröndal fyrstu árin er nokkuð á annan tug dæma þessara mynda, á árunum 1853-60 margnotar hann mynd þar sem sjóndeildarhringurinn er sem tjaldaður salur, líkt og í fornsögum, einna skýrust er þessi mynd í Hugfró (1858):

meðan kvöld
hin undurbláu gullnu geislatjöld
ginndjúpu breiðir fram í næturheiði.
(Hugfró, bls. 222)

Svipuð mynd er hvað eftir annað hjá Steingrími Thorsteinssyni:

Dagur brýst senn inn í draumhimins tjöld,
Draumunum árgeislar hrinda,
(Þúsund ára sólhvörf 1874, bls. 15)

Hin heiðu kvöld,
Er himintjöld
Af norðurljósa leiftrum braga.
(Eg elska yður, þér Íslands fjöll, bls. 19)

Sól, þitt ljós þeim lifi' í minni,
Lýsi fram á hinsta kvöld;
Brátt er hvarfstu' að hvílu þinni
Heiðstirnd blika salar tjöld.
(Brúðkaupskvæði S. G. og S. E., bls. 323)

Síðar breytist þessi líking í ítarlegri mynd, sem mér finnst eðlilegra að túlka sem fortjöld í leikhúsi, hreyfing þeirra minnir norðurhjarabúa eðlilega á sveipandi hreyfingu norðurljósa, en þau sjást víst mest á norðurhjaranum, og ekki veit ég hvort þessi leiktjaldalíking er í erlendum kveðskap, en hjá Steingrími er hún í kvæði sem einmitt ber heiti af norðurljósum (birt eftir 1881):

Hve leiftrar þeim fylgjandi
Litbrigða fjöldinn,
Er blaktandi, bylgjandi
Breiða þau tjöldin,
Með ljósgullnum, heiðgrænum, lifrauðum röndum,
Svo létt sem þau bærð væru' af ósénum höndum!
Þau sveiflast í fellingum, svipa með logum,
(Norðurljósin, bls. 279)

Þórbergur sagði síðar um fyrsta kveðskap sinn (Edda, bls. 18), að þá hefði hann verið „á stefjagaleiðu Einars Benediktssonar”, þ.e. verið svo gegnsýrður af kvæðum Einars, að hann hefði ekki getað sýnt neitt sjálfstæði í ljóðagerð. Nú ber þetta kvæði Þórbergs augljóslega mikinn svip af kvæðum Einars, stuttar aðalsetningar í löngum erindum. Enda sagði hann sjálfur (Edda, bls. 21): „Áhrifin frá Einari Benediktssyni voru að sönnu öllum auðsæ.” Og einmitt hjá Einari er þessi mynd margendurtekin, ekki sjaldnar en tíu sinnum bara í fyrstu tveimur ljóðasöfnum hans, sem birtust 1897 og 1906. Myndin er aldrei eins ítarleg og í síðasta dæminu sem hér var tekið eftir Steingrími, né er þessi iðandi hreyfing, sem tengir leiksviðstjöld við norðurljós. Einar notar einfaldlega orðið „tjöld” með ýmiskonar ákvörðunarliðum til að tákna himin, -væntanlega skýjaðan- eins og Benedikt Gröndal, en mest ber hér á ljósbliki:

Hilling, lát speglast við himins tjöld
héraðið forna um sögunnar kvöld.
(Hilling, bls. 122)

og verk öIl Ieggjast í lífsins sjóð,
undir Ioftsalsins blikandi tjöldum.
(Við jarðarför Stgr.J., bls. 191)

í anda ég sé gegnum blámans tjöld,
finn strengina á heiðloftsins hörpum titra.
(Stjarnan, bls. 104)

Einnig eru himintjöld kennd við sól og mána:

Fyrir handan vetrarkvöldin
sé ég glampa á sólartjöldin.
(Þokusól, bls. 115)

en hér og þar lyftist ein harðfleyg önd
og hálsinn teygir svo langt sem hún eygist,
í gegnum sólroðans tindrandi tjöld.
(Í Slútnesi, bls.109)

óhappsvættar lofts í glugga
helráð brugga tungls við tjöld.
(Skýjafar, bls. 150)

- og við þoku:

Bak við þokubakka tjöldin
bíða í vestri rökkurkvöldin.
(Þokusól, bls. 114)

og loks kennir hann himintjöldin við húm:

Húmtjöldin falla og hylja allt liðið,
vér hringjum út öldina gömlu í kvöld.
(Aldamót, bls. 78)

Nú dýpkar og blánar hvolfsins hylur,
og húmblæjur kvika um geislanna brunn.
(Í Slútnesi, bls.109)

Stefán hefði mátt bæta því við skammir sínar við Þórberg, að 5. l. kvæðis hans minnir ansi mikið á "Sjálf moldin er hrein eins og mær við lín" í Norðurljósum Einars Benediktssonar, en "moldin - hún dottar" er svo skringilega smekklaust, að það er nánast eins og skopstæling á línu Einars. Og fleira minnir hér á hann. Nú má vera að Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti hafi ekki verið þeim Stefáni og Þórbergi ofarlega í huga þegar þeir rifust í Vaglaskógi, en orðalagið í kvæði Þórbergs minnir mest á línur í einu frægasta kvæði Sigurðar, Hrefnu. Og ljóðmyndin, sem þar birtist, er aftur mun líkari þeirri sem hér var höfð eftir Steingrími, en það sem við nú höfum séð eftir Einar Benediktsson. Blærinn á m.a. að færa Hrefnu kveðju mælanda, sem er nú fjarri henni, "þungt er það, Hrefna, að elska, vaka og bíða." En gegn þessum söknuði kemur önnur tilfinning, samkennd ljóðmælanda með heiminum. Því hefst þessi ljóðkafli á glæsilegri mynd, haf og himin sér mælandi sem leikhússsal, á hvelfingu hans eru dauf ljós (stjörnurnar), en norðurljósin eru sem leiksviðstjöld á hreyfingu:

Kvöldsett er löngu. Himins húmtjöld síga
hægt fyrir sviðið. Öldur þagna, hníga
Skuggarnir vefjast um brekkur bylgjudala,
blikstjörnur tindra á hvelfing Unnar sala.

Andvarinn líður, eins og torrek tóna,
titrandi þýður gegnum næturróna
skilur hann, blærinn, sköpin okkar þungu?
Skynjar hann braghreim sinnar eigin tungu?

Þessi kvæðishluti birtist fyrst árið 1905 (sbr. Ljóðasafn Sigurðar, bls. 21), og virðist líklegt að Sigurður hafi m.a. orðið „húmtjöld” frá kvæðum Einars Benediktssonar, sem hann orti lofgjörð um. Þessi mynd kemur fyrir hjá fleiri skáldum þessa tíma. Hulda dregur fram lit 1909 (í Á ferð, bls. 113):

það bliknuðu gullský og bjartur sær,
und blárökkvað húmtjald gekk dagur skær,
en þú stóðst og hreyfðir ei hendur.

Jónas Guðlaugsson notar myndina þráfaldlega nokkrum árum áður en Þórbergur, t.d. 1906: „Í rökkurkyrrð er húmskuggar himinhvelið tjalda” (Ljósleitin, Tvístirnið, bls. 41).
Einnig persónugerir hann húmið og gerir myrkrið að rekkjutjöldum himins (1909):

Hljótt er kvöld, um háa tinda
húmið breiðir rekkjutjöld;
bak við sæ og svarta rinda
sólarglóðin hinsta er föld.
(Fram hjá Fróðá, Dagsbrún, bls. 19)

Til sólarinnar segir hann:

Lát hylja húmsins tjöld
þinn hyr þú lýstir nóg!
(Bergnuminn, Dagsbrún, bls. 46)

Þótt hafið tjaldi með húmsins skuggum
þau horfa á áttina gegnum myrkrið,
(Sigling, Dagsbrún, bls. 90)

Það er ekki um að villast, að þessi ljóðmynd í upphafi kvæðis Þórbergs er af því tagi sem er ætlað að vera mjög áhrifamikil, en hefur verið notuð svo mjög af mörgum skáldum undanfarandi hálfa öld (-a.m.k.), að hún verður ekki kölluð annað en klisja. Hinsvegar er hún svo miklu minna á flugi nú orðið, að hún virðist ekki lengur eins slitin. En nú sjáum við hvers eðlis skáldlegur innblástur frá „rödd hins eilífa” er byrjanda í skáldskap. Skáldið er einfaldlega gagntekið af klisjum, sem það skilar frá sér í mun lakara formi en það meðtók þær. En mjór er mikils vísir, fáeinum árum síðar birtust fyrstu bækur Þórbergs, Hálfir skósólar, 1915 og Spaks manns spjarir, 1917, lítil kvæðakver, full af skopstælingum á kveðskap samtímans, einkum af væmnara tagi. Þau voru endurprentuð með viðaukum í Hvítir hrafnar, 1922, og enn í Eddu Þórbergs, 1941.

II
Víkjum nú aftur að húmtjöldum Einars Bendiktssonar. Eitt magnaðasta kvæði hans er Kvöld í Róm, sem fyrst birtist á árinu 1905. Þar sem kvæðið rifjar upp stórveldistíma Rómverja, þá ber myndmál þess einmitt svip af honum, nánar tiltekið er kvöldhimninum líkt við purpuraskikkju, svo sem Rómarkeisarar báru. Sú mynd minnir á húmtjöldin, sem fyrr var um rætt, og rammar inn Rómarsögu kvæðisins:

Kvöld með rauðri skikkju og bláum faldi. (1. erindi)

Lýsist kvöldsins rauða skikkja - og hrynur. (6. erindi).

Innan þessa ramma rekur ljóðmælandi í megindráttum þróun og hrun Rómarríkis, og dregur síðan lærdóma af þeirri sögu. Þær vangaveltur ná yfir allan seinni helming kvæðisins, og meginspurningin er: Var þetta allt til einskis, öll þessi list og snilld, sem fór forgörðum? Og svarið er þetta ógleymanlega erindi:

Mást skal lína og litur, steinn skal eyðast,
listarneistinn í þeim skal ei deyðast.
Perlan ódauðlega í hugans hafi
hefjast skal af rústum þjóða og landa.
Komi hel og kasti mold og grafi,
kvistist lífsins tré á dauðans arin,
sökkvi jarðarknörr í myrkva marinn,
myndasmíðar andans skulu standa.

Mér sýnist að þetta sé hughyggja að hætti Hegels, fremur en Platons, ekki er um að ræða eilífar hugmyndir, sem ævinlega móti hverfula hluti að meira eða minna leyti, heldur leiða hverfulir sigurvinningar mannsandans til hægfara þróunar mannkyns, að andlegri fullkomnun.
Þetta kvæði hefur marga hrifið, og meðal þeirra Jón Helgason. Því eitt frægasta kvæði hans, Í Árnasafni, virðist beinlínis ort gegn þessu kvæði Einars. Það er að vísu ósannanlegt, Jón líkir ekki eftir kvæði Einars, hvorki í bragarhætti, myndmáli né neinu öðru en yrkisefni í meginatriðum. Því eins og allir lesendur þessa pistils vita, fjallar kvæði Jóns um verk hans og annarra í Árnasafni, að bjarga fornum menningarverðmætum frá glötun. Þessi fornu íslensku rit eru á sinn hátt veðruð, ekki síður en myndastyttur og byggingar Rómaveldis. En kvæði Jóns lýkur á niðurstöðu, sem er fullkomlega andstæð Einars; allt hlýtur að tortímast að lokum, hvernig sem menn reyna að bjarga myndasmíðum andans frá glötun:

Bókfellið velkist, og stafirnir fyrnast og fúna,
fellur í gleymsku það orð sem er lifandi núna,
legsteinninn springur, og letur hans máist í vindum,
losnar og raknar sá hnútur sem traustast vér bindum.
(Kvæðabók, bls. 13)

Eitt af þvi sem mest magnar kvæði Jóns Helgasonar er undirstraumur í myndmáli kvæðisins, en sameiginlegt ljóðmyndunum er einmitt margskonar straumur:

heyrði ég þungann í aldanna sígandi straumi. (1. erindi)

við eyru mér ólguðu og sungu
uppsprettulindir og niðandi vötn minnar tungu. (2. erindi)

glymjandi strætisins frábrugðin suðinu í ánum, (6. erindi)

Vatnsfallið streymir af ókunnum öræfaleiðum,
andblærinn líður um túnið af fjarlægum heiðum, (7. erindi)

Stundum var líkast sem brimgnýr er þaut mér í blóði,
bergmál af horfinna kynslóða sögum og ljóði, (8. erindi)

Hvíslar mér jafnan á orðlausu máli hér inni
eyðingin hljóða, (9. erindi)

Straumur bíla og fólks eftir götu (Fiolstræde), árniður, vindur, brimgnýr, þetta er ýmiskonar útfærsla á frægu orðtaki: „Pan rhea”, allt fram streymir. Og þetta verður eðlilegur grundvöllur líkinganna: uppsprettulindir málsins, straumur tímans. Og allur þessi óstöðvandi og margvíslegi straumur kvæðið í gegn undirbýr og styrkir ályktun þess, að eyðingin hljóða sé einnig óstöðvandi straumur.
Við höfum nú hugað að ýmiskonar innblæstri skálda útfrá nátthimninum. Síðasta dæmið virðst mér þó með þeim glæsilegri, því það sýnir svo sjálfstæð viðbrögð.
Tjaldið fellur.

Tilvitnuð rit:

Benedikt Gröndal: Ritsafn I. Reykjavík 1948.
Davíð Stefánsson: Að norðan. Ljóðasafn I-III. Reykjavík 1965.
Einar Benediktsson: Kvæðabók. Reykjavík 1994.
Hulda: Kvæði. Reykjavík 1909.
Jónas Guðlaugsson og Sigurður Sigurðarsson: Tvístirnið. Reykjavík 1906.
Jónas Guðlaugsson: Dagsbrún. Reykjavík 1909.
Jón Helgason: Kvæðabók. Reykjavík 1986.
Sigurður Sigurðarson: Ljóðasafn. Reykjavík 1978.
Steingrímur Thorsteinsson: Ljóðmæli. 4. útgáfa, Reykjavík 1925 (borin saman við 1. útgáfu, Reykjavík 1881).
Þjóðskáldin. Úrval úr bókmenntum 19. aldar. Reykjavík 1992.
Þórbergur Þórðarson: Edda. 2. útgáfa aukin, Reykjavík 1975.
Þórbergur Þórðarson: Íslenskur aðall, 3. pr. Reykjavík 1971.

Ég þakka Kjartani Ottóssyni prófessor við Oslóarháskóla gagnlegar ábendingar. Þetta var sett í afmælisrit Jonnu Louis Jensen sextugrar, Freyjas psalter 1997, en fyrri hlutinn tekinn upp í rit mitt Seiðblátt hafið, 2006.