þriðjudagur, 5. desember 2006

Ágallar Íslenskrar bókmenntasögu

Nýlega birtust tvö síðustu bindi Íslenskrar bókmenntasögu Máls ogmenningar (ÍB), og ná yfir mestalla síðustu öld. Mikill fengur er aðþessu yfirliti rúmlega 80 ára íslenskra bókmennta á um 1400 síðum.Höfundar eru á annan tug, og umfjöllun mismunandi, stundum mest um efnisval og afstöðu, en aðrir gera efnistökum ágæt skil. Auðvitað getur slíkt yfirlit ekki verið óaðfinnanlegt, og margt hefur verið aðþví fundið. Enda má það teljast borgaraleg skylda að benda á vankanta,svo úr þeim megi bæta. Þegar verður að átelja óþarfar endurtekningar, jafnvel innan kafla eins höfundar. Það óþægilega missmíði verður að teljast á ábyrgð ritstjóra, þar sem höfundur er látinn. Einnig hefði ritstjóri mátt vera kröfuharðari um lágmarkssamræmi í vinnubrögðumhvað varðar tilvitnanir til fyrri umfjöllunar. Þessi bókmenntasaga er vitaskuld mikið unnin upp úr bókmenntaumræðu tímans, og gerir oft grein fyrir því. En víða er eftirtektarverður skortur á slíkum tilvísunum.

Ljóð
Ég hef ýmislegt við ÍB að athuga. Rýmisins vegna held ég mig hér við umfjöllun um módernisma og lítillega Rauðpennunga. Ég hef áður fjallaðum þau efni (Rauðu pennarnir 1990 og Kóralforspil hafsins, 1992) og til seinni bókarinnar vitnar Silja Aðalsteinsdóttir (IV, 165) um ljóð Halldórs Laxness: "eftir útkomu Kvæðakvers lét hann sér að mestu nægja að yrkja "í orðastað skáldsangnapersóna sinna, sem eru gagnteknar af gamalli ljóðahefð" segir Örn Ólafsson. "Samt er alltaf eitthvert annarlegt orðalag í þessum ljóðum".
Æ, tók því nú að vitna í mig um svo augljóst og alkunnt atriði? Það gat því aðeins haft eitthvert gildi, að tilfært væri það sem ég sagði um ljóð Halldórs Laxness áður, það sem sérkennilegast var (bls.75-76):"kvæði Halldórs frá 1927; Borodin, Erfiljóð eftir stórskáld, Nótt áTjarnarbrúnni og Vorkvæði einkennast sérstaklega af mótsögnum, hvort
eitthvað kunnuglegt á ferð, svo lesendum má sýnast reynandi að fá botn í þetta. En það reynist yfirleitt ógerlegt. Þetta kemur mætavel heim við surrealisma í skilgreiningu og framkvæmd."Í undanfarandi umfjöllun (bls. 47-76) rek ég að þessi ljóð séu mun róttækari að ljóðmáli en Unglingurinn í skóginum og Rhodymeniapalmata, sem Silja talar um. Ég tel framangreind fjögur kvæði surrealísk vegna þess að þar er ósamrýmanlegum orðum skipað saman í orðasambönd sem verða því óskiljanleg röklega. Fyrir koma kunnugleg atriði, auðmýkt hins lægsta jarðargróðurs, og sál er líkt við fugl:„Sál mín er auðmjúk eins og lítið gras, / ástrík og trúuð líkt og heimskur fugl". En hitt er undarlegra að líkja sálinni við tiltekna mannveru: „Önd mín er frjáls eins og útlendur prestur" (Vorkvæði 2,3),eða hluta hennar við nýtækni [þá] í samgöngum: „samviskulaus eins og bifreiðaumferð í aprílmánuði" (Nótt 6,2). Einnig er sömu árstíð líkt við dýr: „Apríllinn fnæsir sem fælinn hestur / falinn í kálgörðumHörpu" (Vorkvæði 2,1–2). Stórt er sett á miklu smærra og persónugert ímótsögn: „á sælum vörum sorgarinnar, / sofa turnar borgarinnar" (Nótt1, 11–12). Í þessum kvæðum eru aðrar líkingar enn óskiljanlegri:„Heimur vor er ljóðdjásn frá lungunum til nefsins / Lofgerð vor erúthverfa grískra sjúkdómsnafna." (Nótt 1,3–4). Enn lengra gengur þessi tvinnaða líking: „þú græddir upp ljóðastraums gullmörk / með göllum á freraslóð" (Borodin 1–2). Ég gerði líka úttekt á ljóðmáli Tímans ogvatnsins eftir Stein Steinar (í Andvara 2005, en árum áður í drögum sem Silja sá) og þykist hafa sýnt fram á að í ljóðrænum myndum ríki þar samskonar surrealísk orðasambönd, þar sem röklegur skilningur erútilokaður. Þannig birtist lesendum fagur en óskiljanlegur heimur í andstæðuþrungnum tilfinningum ljóðmælanda. Ég þykist líka hafa sýnt
fram á að hér fylgi Steinn fyrirmynd ljóðabálksins mannen utan väg
eftir Svíann Erik Lindegren, en þessi ljóðabálkur kom út skömmu áðuren Steinn dvaldist í Svíþjóð upp úr seinni heimsstyrjöld, og vaktimikla athygli bókmenntafólks. Þessa getur Silja alls ekki, en þrátt fyrir varajátningar um að órökleg framsetning einkenni módernismann, heldur hún uppi fyrri tilraunum sínum til að finna röklega merkingu í þessum ljóðabálki Steins. Dæmi um þessa fráleitu viðleitni hennar er (V, bls. 35):"Þessi merking hvíta litarins er svo skýr í ljóðum Steins að þegar hann talar um "hina hvítu fregn" í 18. ljóði vitum við að það er váfregn."En athugun á hvítum lit í Tímanum og vatninu sýnir að einungis fjórðungur dæmanna benda eindregið til þessa, hvítt er aðeins í 4 dæmum tengt við harm, sorg og dauða. Miklu algengara er að þessi litur sem aðrir sé bara til að gera framsetninguna myndræna, eins og í öðrum ljóðum Steins frá síðustu árum hans, ljóðum sem líkjast Tíminn ogvatnið. Þar eru engin táknræn dæmi um hvítt, það er hinsvegar litur draums og fallegs hests. Sama hlutleysi gildir um blátt (sbr. tv.Andvaragrein mína).
Það er kostur að fá dæmi ýmiskonar texta í umfjöllun um þá. En öldungis óþarft og þreytandi að fá síðan endursögn á þeim - eins oghér væri um boðskap eða skilaboð að ræða. Miklu nær hefði verið að fjalla meira um framsetningu ljóðanna, og þar þurfti ekki mikla áreynslu til. Í umfjöllun um atómskáldin (V, bls. 41 o. áfr.) hefði nægt að byggja á umfjöllun Eysteins Þorvaldssonar í hans ágætu bók Atómskáldin (1980, bls. 228 o.áfr.), um líkingar, samlíkingar,mótsagnir og fleiri einkenni ljóðmáls, t.d. hverju er líkt við hvað, er það nýstárlegt hér? Er munur á atómskáldunum í þessu? Vitaskuld er enginn skyldugur til að fylgja ályktunum Eysteins eðamín, og auðvitað er ekki rúm til að rökræða mismunandi túlkanir margra verka í svona bókmenntasögu. Slíkar rökræður eiga heima í könnun einstakra verka, t.d. í tímaritum. En í bókmenntasögu á við að sýna helstu mismunandi túlkanir höfuðverka. Það gerir m.a. Árni Sigurjónsson oft vel í ágætri umfjöllun lausamálsverka á 3. áratugaldarinnar. Slíkt hvetur lesendur til að brjóta heilann um bókmenntaverkin, en ekki hitt að bera þeim bara eina túlkun, og helst sem hefðbundnasta. Það er helsti sjaldan í umfjöllun Silju að ágreiningsmál um túlkun séu sýnd, t. d. nefnir hún þó (V, 67) að Sveinn Skorri hafi kallað Sigfús Daðason vitsmunalegt skáld, og hún sýnir svo dæmi þess að hann hafi ekki síður verið skáld tilfinninga,t.d. ástarljóða. Önnur varajátning Silju (V, 19) er að "Alveg frá lokum 19. aldar höfðu íslensk skáld daðrað við frjálst ljóðform". En svo er eins og slíkt form, fríljóð og prósaljóð verði megineinkenni módernismans, enn ríkir hér marghrakin kreddan um "formbyltingu ljóðsins upp úr seinni heimsstyrjöld".

Rauðir pennar
Í Rauðu pennarnir (bls. 118 o.áfr.) og í Kóralforspil hafsins (bls.213) leiði ég rök að því að framangreint sundrað orðalag kvæðaHalldórs Laxness, sem magnast af andstæðum, hafi æ síðan orðið eittmegineinkenni á skáldsögum hans, og því væru þær mun framúrstefnulegri en t.d. Vefarinn hans. Annarsvegar eru ýktar, frummyndakenndar sögupersónur, sem þó mega teljast fylgja raunsæishefð í málfari síns staðar, tíma og stéttar. Hinsvegar er ágengur sögumaður sem túlkar viðburði og persónur af viðhorfum og málfari fjarlægs heimsmanns, oft háðsks. Um þessi megineinkenni sagna Laxness fjallar Halldór Guðmundsson ekki, en þeim mun meira um æviatriði skáldsins, sem hann hafði nógsamlega rætt annarsstaðar, og umfjöllun hans er býsna fátækleg um stíl. Þar var t.d. Peter Hallberg mun betri fyrir hálfri öld.
Halldór Guðmundsson skrifar hér um Félag byltingarsinnaðra rithöfundaog aðra bókmenntastarfsemi vinstri róttæklinga fram í sköpun Máls ogmenningar, en nefnir hvergi í umfjölluninni doktorsrit mitt um
efni, Rauðu pennarnir (1990, talið í aftanmálsgrein). Ástæða þessarar
þagnar virðist mér augljós. Halldór tilfærir (bls. 232) stefnuskrá félagsins eftir endurminningum Kristins E. Andréssonar, en nefnir ekki að ég hafði leiðrétt þá frásögn eftir frumheimildum -fyrst í Tímariti Máls og menningar 1986, síðan í framangreindri bók, fjórum árum síðar.Meginmunurinn er sá, að Kristinn segir að boðuð hafi verið "fræðslustarfsemi a) um undirstöðuatriði í heimsskoðun marxismans, b)um þróun verklýðsmenningar á Sovét-Rússlandi og bókmenntastörf víðsvegar um heim", en í frumheimildinni stóð "bókmenntastörf byltingarsinnaðra rithöfunda víðsvegar um heim" [auðkennt hér]. Og þaðer í samræmi við boðskap fyrsta bindis Rauðra penna, og Alþjóðasambands byltingarsinnaðra rithöfunda þá, að borgaraleg menning væri úrkynjuð og dauðanum vígð, en nú væri kominn tími nýrrar sköpunar. Það er því alrangt sem Halldór Guðmundsson segir (IV, bls. 228) að borgaralegum menntamönnum og rauðpennungum hafi verið sameiginleg "eindregin þjóðernishyggja og virðing fyrir íslenskri og evrópskri bókmenntahefð". Verður þetta kallað annað en pólitísk sögufölsun? Ég færi mörg dæmi þess í tv. bók minni (bls. 89 o.áfr.) að á þessum árum höfnuðu róttæklingar þessu hvorutveggja. En svo kom tilkynning frá Rússlandi, í lok ársins 1935, um að stjórn Alþjóðasambands byltingarsinnaðra rithöfunda hefði lagt það niður (ekki þurfti þing þess til þessa!), og nú bæri deildum þess, þ.á m.íslensku deildinni, að gera bandalag við borgaraleg öfl um verndun menningarinnar gegn fasismanum. Frá þessu segir Kristinn (Enginn er eyland, bls. 138 o.áfr.). Og þar með gjörbreyttist bókmenntastefna róttæklinga, nú hneigðust þeir til hefðbundinna bókmennta (Rauðu pennarnir, bls. 165 o.áfr.). Þetta er undirrótin að fjandskap róttæklinga við nýjungar í bókmenntaformi, uppúr 1936, sem jafnvel Halldór Laxness var með í, eins og vikið er að í ÍB (V, bls. 19
o.áfr.). Þá skýringu gaf ég (Skírni 1989, bls. 174 o. áfr.) á því að
Halldór Stefánsson féll frá expressjónisma eftir 1935, en hreint ekkimeð bókinni Dauðinn á 3. hæð, það ár, eins og Jón Yngvi hefur ranglega eftir mér (IV, bls. 235), í henni gætir enn expressjónískra einkenna.Raunar nefnir Jón ekki skýringu mína á þessum hvörfum Halldórs Stefánssonar, og er það eftir öðru.
Gegnumgangandi í þeirri umfjöllun sem hér hefur verið rædd er íhaldssemi, að forðast allt sem gæti verið ný túlkun og þá umdeilanleg. En með þeirri aðferð er tryggt að hún er úrelt á útgáfudegi.
Það er á vissan hátt skiljanlegt að forráðamenn Máls og menningarskyldu umfram allt velja sjálfa sig og sína nánustu til að semja þessabókmenntasögu. En það er að sama skapi óheppilegt, gafst illa, verðurof einsleitt.

Heimildir:
Eysteinn Þorvaldsson: Atómskáldin. 1980
Íslensk bókmenntasaga IV og V, 2006
Kristinn E. Andrésson: Enginn er eyland, 1971.
Peter Hallberg: Vefarinn mikli, 1957&1960, Hús skáldsins 1970&1971(íslensk þýðing).
Örn Ólafsson: Halldór Stefánsson og expressjónisminn. Skírni 1989, bls. 146-180
Örn Ólafsson: Rauðu pennarnir, 1990.
Örn Ólafsson: Kóralforspil hafsins 1992
Örn Ólafsson: Uppsprettur Tímans og vatnsins. Andvari 2005, bls. 119-154

Lesbók Mbl.2.12.2006

Engin ummæli: