fimmtudagur, 15. febrúar 2007

Almannaromur Lenz

Siegfried Lenz: Almannarómur (Stadtgespräch, Bókaklúbbur AB, Guðrún Kvaran þýddi úr þýsku.

Saga þessi gerist i norskum smábæ í heimsstyrjöldinni síðari. Bærinn er hersetinn, skæruliðahópur heldur uppi andspyrnu. Sagan hefst á því að hann gerir þýskum herflokki fyrirsát utan við bæinn. Setuliðíð svarar meö ví aö taka 44 gísla úr hópi þekktustu borgara og tilkynna að þeir verði allir skotnir nema foringi skæruliða, Daníel, gefi sig fram innan tiltekins tíma. Um þessa afarkosti snýst sagan, eins og sést m.a. á byggingu hennar. En hún er í stórum dráttum þannig, að eftir töku gíslanna er lesendum sýnd andspyrnan: búðir skæruliða utan bæjarins, kröfuganga borgara innan hans, árás frá búðunum í bæinn, þ.e. sögumaður verður vitni að ævintýralegri árás eins skæruliða á búðir Þjóðverja, og laumast sjálfur um fangelsi gíslanna, háskaför. Loks laumast skæruliðar allir í bæinn undan árás Þjóðverja. Allt sýnir þetta ótvíræða hernaðaryfirburði setuliðsins, þótt hinir haldi sínu. Saman við þessa frásögn fléttast forsaga hernámsins, andspyrnunnar og helstu persóna. Þetta er rúmur þriðjungur bókarinnar, en nú hefst kvíðafull bið skæruliða og bæjarbúa eftir því hvað leiðtogar andstæðra afla muni gera. Það er næstum þriðjungur sögunnar, og þungamiðja hennar að mínu viti, enda lýkur þessum hluta á fjöldamorði, en síðan eru margháttuð eftirmál, viðbrögð ,nanna við þessu. Í fyrsta þriðjungi eru helst litríkar lýsingar, á meðan sögumaður og félagar hans eru hvað virkastir. En svo dofnar yfir slíku í miðhlutanum, þegar þeir bíða í klemmu, jafnvel þegar þeir taka þýska gísla. Þessi andstæða við fyrsta hluta á þátt í því að skapa andrámsloft kvíða í biðinni.
Meginhluti sögunnar gerist sem sagt á mjög skömmum tíma, þeim fáu dögum, sem þýski höfuðsmaðurinn hefur sett Daníel sem frest til að gefa sig fram. Í stuttu máli er síðan sagt frá stríðslokum á þessum stað, en sögunni lýkur á athurði sem gerist nokkru eftir stríðslok, enn á sama stað. Þessi stutti tími er auðvitað einkenni spennusagna.
Persónur sögunnar eru ekki margar og greinast í fjóra meginhópa: skæruliða, þorpsbúa, þýska hermenn og gísla — raðað nokkurn veginn eftir því hve mörgum persónum við kynnumst í hverjum hópi. Það er e.t.v. einna sérkennilegast við þessa stríðssögu, hve vandlega hún forðast að skipta stríðandi aðiljum i vondu kallana og vinina. Við sjáum aðeins venjulegt fólk, hrætt, uppstökkt eða vinsamlegt eftir atvikum. Sérstaklega er þetta áberandi um þýsku hermennina. Höfuðsmaðurinn þýski hlýtur þó að bera gömlu klisjuna um ómannúðlegan prússneskan herforingja sem líkist helst vél: ,,Hann þarfnaðist einveru til þess að geta drottnað (bls. 61) ,,Hans einasta ástróða var samkvæmni (bls. 154). Þetta finnst mér vera
í ósamræmi við lýsingu hans að öðru leyti, og gefa villandi mynd af afarkostunum sem hann setur skæruliðum með gíslatökunni. Þetta er miskunnarlaus hernaðaraðgerð, en á sér ófáar hliðsæður, eins og segir i bókinni, og er ekki fráleitari en svo, að hún stenst, höfuðsmanninum tekst með þessu að snúa þorra bæjarbúa gegn skæruliðaforingjanum, — þó svo að það brjótist ekki út fyrr en eftir stríðslok. Höfuðsmaðurinn er líka einn fárra sögupersóna sem segja það hreint út, að Daníel gat ekki gengið að kostum hans, það hefði rústað alla andspyrnu.
Það er líklega enn í því skyni að forðast svarthvíta mynd, sem sögumaður sýnir mestu garpana í flokki skæruliða sem heldur fráhrindandi menn, jafnvel spaugilega (Tryggvi skytta).
Þorpsbúar birtast stundum sem hópur, og ansi ógeðfelldur, þegar hann er undir álagi. Enginn segir til skæruliða, enda þótt það virðist á allra vitorði hverjir þeir eru meðal þorpsbúa, en enginn hindraði heldur Ole Dagermann í að vísa þýska hernum á þá, enda þótt margir vissu að hann ætlaði að gera það. Árás múgsms á konu lögregluþjónsins er forspá þess hvernig hann snýst gegn Daníel eftir stríðslok. Öll þessi hegðun er kannski eðlileg viðbrögð þolandans, sem aldrei var spurður um sinn vilja. Sist held ég að Lenz verði sakaður um að mála of dökka mynd af óskipulögðum almenningi undir hernámi. Í þessum smáheimi hans sést hvergi sú virka samvinna við hernámsliðið sem var svo algeng víða, t.d. í ofsóknum gegn gyðingum ogkommúnistum.
Annars er ekki mikið um persónusköpun að segja, henni er haldið í lágmarki, eins og gjaman er i stríðssögum og svaðilfara. Stundum er það til að forðast að tefja spennandi atburðarás, en hér er persónusköpun takmörkuð við það eitt að sýna mis- munandi afstöðu manna, vegna stöðu í samfélaginu, vitsmunaþroska og ættartengsla, m.a. til þess siðferðilega vandamáls sem sagan snýst um.
Sögumaður er nýliði í skæruliða- hópnum, svo ungur, að honum er þar tekið með nokkurri tortryggni. Faðir hans, læknirinn, er meðal gíslanna og var æskuvinur þýska höfuðsmannsins. Því kemst sögumaður inn í þær herbúðir og getur sagt okkur frá mismunandi viðbrögðum þjóðverjanna við atburðarásinni sem þeir eiga svo mikinn þátt í að móta. Hann er eins og fiskur í vatni meðal þorpsbúa, fæddur og uppalinn á staðnum. Hann laumast á fleka inn i trésögunina, þar sem gíslarnir eru í haldi, og kann því að segja frá samtali föður síns og prestsins um afarkostina. Síðast en ekki síst, æska sögumanns og reynsluleysi gera hann að góðum millilið lesenda og atburðarásarinnar sem hann segir frá; hann er sínálægur, en hefur þó vissa fjarlægð frá t.d. leiðtogum skæruliða. Foringja þeirra, Daníel, sjáum við einungis að utan, fáum grun um hugarstríð hans undir rólegu yfirbragði, en enga lýsingu á því. Hann er oftast þögull og svipbrigðalaus, óvígur og aðgerðalaus. Hann er því á vissan hátt fjarverandi, þótt hann sé miðpunktur sögunnar. Fyrir bragðið verður áþreifanlegra en ella myndi, að hann er fyrst og fremst tákn andspyrnunnar, hlutverk fremur en einstaklingur, og þá þeim mun mikilvægari. Þetta hugarstríð birtist á framsviði sögunnar, allar persónur heyja það, sín á milli og innra með sér. Í þessu líkamnast meginátök sögunnar: á Daníel að kaupa líf 44 saklausra manna með sínu — myndi það ekki kosta líf andspyrnuhreyfingarinnar líka? Kjarnavandamál sögunnar er sem kjarni kristindómsins. og ætti hún þá að höfða þeim mun almennar til lesenda. Það magnar enn þennan kjarna, að sama minnið kemur enn tvívegis fyrir; að maður lætur líf sítt fyrir heildina. En í báðum tilvikum deyr maðurinn (á vissan hátt) til að friðægja fyrir svik sín við andspyrnu- hreyfinguna, og verður henni til styrktar með því að höggva skörð í raðir hernámsliðsins og valda því álitshnekki: Kristófer var nærri búinn að drepa höfuðsmanninn í siálfsmorðsárás, rétt fyrir fjöldaaftökuna. Dagermann sökkvir ferju sinni rétt á eftir. Fleira af þessu tagi til að þétta vef sögunnar, t.d. er þrívegis minnst á gálga, og börnin i bænuni eru alltaf að teikna gálga, þar sem hangir einhver með þríhyrnt andlit sem allir kannast við (nema ég, væntanlega er þetta kvislingur eða nasistaforingi). Þetta er svokallað blint minni, því gálgar koma ekki við söguna. Þetta er þá til að sýna óhugnaðinn og óttann í huga sögumanns, sem hann segir ekki frá. Aðrar endurtekningar gera söguna að hringrás i lokuðum heimi, það er um sögustaði. Dæmi:
Utan við bæinn og ofan er Náttúran, fjallshlíð. Þar hafa skæruliðar bækistöðvar sinar í stríðinu, þá er hún hrjóstrug og villt. Eftir stríð er henni lýst sem friðsælli, angandi, á hlýrri sumarnótt er þar hátíð þorpsbúa. Og þar verður þá einmitt vettvangur þess að þeir snúast gegn Daníel. Enginn dró forystu hans i efa á striðsárunum, en eftir að hlutverki hans er lokið, hefur hann ekki getað stöðvast við neitt. Hér held ég að við komum að kjarna málsins, höfundur er að sýna hve breytilegur hugsunarháttur manna er eftir aðstæðum, og hvernig sagan er í
- sífellu endurtúlkuð, endursamin, fyrir nú utan hitt, hve einstaklingsbundin túlkun hennar er stundum. Aðeins stundum, því flestallir fylgja almenningsáliti, almannaróm. Vegna þessa er það, trúi ég, að sagan er skrifuð í 2. persónu eintölu, svo óvenjulegt sem það er. Það skýrist raunar ekki fyrr en í lokin: Daníel hefur ákveðið að segja sína sögu, áður en hinir taka hana frá honum, og sögumaður er sifellt að tala til hans, minna á helstu atriði: hverju Daníel verði að segja frá, ætti að segja frá, og mætti hafa með. En jafnframt fer ekki hjá því, að lesendur taki til sín allar þessar hugleiðmgar með ávarpinu þú, um ábyrgð þess sem reynir að túlka söguna, segja sannleikann — ef sannleikurinn er pá einn. Þessar vangaveltur tengjast meginviðfangsefni sögunnar, ábyrgð einstaklings gagnvart samfélaginu, og ýmsum tilvistarlegum vangaveltum, sem móta söguna. Hún birtist fyrst árið 1963, þegar existensíalisminn var meira í tísku en nú r, en vissulega er þetta allt í fullu gildi enn, og merkilegt.
Ég hefi hér reynt að rekja nokkuð af hvílíkum hagleik saga þessi er gerð. Sá hagleikur lýtur allur að því að setja á svið heimspekilegar hugleiðingar, færa þær sem næst lesendum, hér ræður ekki fyrst og fremst hneigð til persónusköpunar eða frásagnargleði, skáldskapar.
Þýðingin.
Framan af tók ég ekki eftir hnökrum. En eftir því sem á leið lesturinn, fjölgaði spurningarmerkjum sem ég krotaði á spássíu við ankannalegt orðalag. Nú skal ég ekki segja, hvort ég var svona seinn til að finna fyrir því, þurfti fyrst að safna nokkru magni til, eða hvort pýðingin er einfaldlega verr unnin seinnipartinn. Beinar þýðingarviliur voru nokkrar, en einkum bar þó á óeðlilega uppskrúfuðu orðalagi á íslensku, þar sem var hversdagsmál á þýsku — vegna þess að þýtt var hrátt.
Á b1s. 125 segir: ,,Aðeins tveir okkar drukku af kaffinu sem Petra kom með niður, hörð og fráhrindandi á svip - svei — og er þýska textanum fylgt alltof náið, orði til orðs:,,Nur zwei von uns tranken von dem Kaffee den Petra mit hartern, abweisendem Gesicht hinunterbraehte — zwei. Að þýða þetta seinna zwei með svei i stað tveir er svo fáránlegt, að við hljótum að skýra það með pennaglöpum í einhverju hugsunarleysi, sem alla getur svosem hent. En orðið fráhrindandi er ekki haft urn tímabundin svipbrigði á islensku, þótt þau sýni, að viðkomandi vill ekki samskipti við nærstadda (aftur er þetta á bls. 144). Svipuð villa er á bls. 175: ,,Hann leit mjög fyirirlitlega á mig“ -þetta ætti að vera: leit á mig af mikilli fyrirlitningu, því fyrirlitlega þýðir bara: sem verðskuldar fyrìrlitningu. ,,Hjá Amundsen bakara var ökutæki fyrir utan dyrnar (bls. 149) — betra þætti mér: Fyrir utan dyrnar hjá Amundsen... — og einkennilegt er að sjá orðið ökutæki komið hingað úr Lögreglusamþykktinni. Það er þýðing á ,,Fuhrwerk, sem merkir hestvagn. ,,Í neyð verðum við að bíða til morguns” (bls. 103). Í neyð er hér þýðing á Notfalls, en það inerkir: ef ekki vill betur. ,,I dag kjósið þið ykkur til að dæma (bls. 2) fyrir: ,,Heute masst ihr euch an — þ.e. Núna dirfist þið. I þýsku er venjulegt mál að nota hjálparsögnina werden til að mynda framtíð, en það er mjög óeðlilegt að nota hjálparsögnina munu þannig í íslensku, hvað svo sem kennslubækur í málfræði segja. Þetta ætti málfræðingurinn Guðrún Kvaran að vita, en samt koma hvað eftir annað setningar eins og: ,,Hann mun þegar í dag útbúa deigið, án erfiðleika (bls 149), ,,ég mun svara þeim, Eg mun skrifa þeim, Eg mun koma aftur (bls 210—11 ). Enn mætti lengi telja ,,blikkandi einangrarar (bls. 17! fyrir ,,die blinkenden lsolatoren — það glampar á einangranana, en þeir senda ekki frá sér ljósglampa. ,,Þeir vilja ekki láta mig fá látna dómarann b1s. 180) fyrir: lík dómarans. ,,Hann kemst enga hundrað metra (bls. 135). - - svona talar enginn Íslendingur. ,,Það var feitur maður með glóandi andlit, líklega feiti Quist, sem fyrstur stökk gegnum eldinn og kom líka holdugum líkamanum fyrir og hlaut lof að launum (bls. 183) og væri betra a segja: og hafði það af. . . og hlaut lof fyrir. . . eða eitthvað þ.u.l.
Mál er að linni, þótt af nógu sé að taka, og er illt að svona skuli fara, þegar merkileg bókmenntaverk erlend eru gefin út á islensku. Einmitt mánaðabókakerfi AB ætti að gera kleift að forðast hroðvirknina sem oft hefur fylgt jólahrotunni.
DV. LAUGARDAGUr 23. MARS 1985.

Engin ummæli: