Ill danska
Ill danska
Skemmtilegust tökuorða þykja mér þau sem hafa aðra merkingu í íslensku en í málinu sem þau eru tekin úr. Því miður hefi ég ekki skráð þau hjá mér, svo hér koma bara fáein sem ég mundi eftir í svipinn. Ég vona að það verði einhverjum hvatning til að gera efninu betri skil. Ymislegt má finna í Orðsifjabók Asgeirs Bìöndals, svo sem orðið ,,dobia = ,,mikið af einhverju, flækja, ruglingur [...] Hugsanlegt er að orðið sé komið úr latínumáli skólapilta ,in dubio”.
Oft munu þessi orð tekin úr slangri, og það skýrir stundum merkingarmun, sem í fljótu bragði virðist töluverður. Orðið ,,skrall” þýðir eingöngu drykkjuveisla, svall á íslensku, en danska orðið ,,skrald” merkir oftast ,,skellur, skyndilegur hávaði, auk þess sorp. Hinsvegar er íslenska merkingin til á danska orðinu í slangri, þegar um miðja nítjándu öld (dasla). Hér verður reynt að sniðganga slík orð, sem í rauninni eru tekin upp án merkingarbreytingar. Auk ofangreindrar merkingar íslenska orðsins er orðasambandið ”vera í skralli” = vera í rusli. Það er haft um verulega skemmd tæki, og í yfirfærðri merkingu um fólk, sem er illa á sig komið andlega, einkum iðrunarfullt, held ég. En í því sambandi eru augljós merkingartengslin við da. ,,skrald= sorp.
,,Það er allt í volli” hefur svipaða merkingu, líklega þó fremur um ástand mála almennt, eða að fyrirætlun sé að fara út um þúfur. Sjálfsagt komið úr dö ”det er fanden i vold”.
Algengt mun um tökuorð að merkingin þrengist, orðið er aðeins tekið upp í einni notkun þess. Þannig er orði ,,græjur” farið að merkja ,,hljómflutningssamstæða”, enda er tökuorðið ólíkt þjálla en síðartalda samsetningin, sem horfir hreinlega til málspjalla i samanburði við tökuorðið, komið úr d. ,,grejer” = áhöld, ræki.
Orðið galli [l:] þýðir Blöndal sem ,,l.Gala 2. (pop) Olietöj. og merkir með?, en það þýðir: ,,Udenlandsk Laaneord, alm. i daglig Tale, is. i Byeme; ikke anerkendt i Skriftsprog”. Seinni merkingin ,,hlífðarföt við óþrifalega vinnu, er nú hin venjulega, og er það einkennilegur umsnúningur á orðinu1. sem hvarvetna þýðir: fínasti hátíðarbúningur. Sjálfsagr er þetta úrvalsdæmi um það sem Halldór Halldórsson kallaði háðhvörf. Nema hvað, svo hafa þau gerst aftur, þannig að merking orðsins hefur farið heilan hring. Ég hefi aldrei heyrt þá merkingu nema í gríni; ,,Best að skvera sig í gallann og drífa sig í slarkið, þ.e. fara í sparifötin og halda á skemmtistað.
,,Ofsa- ertu góður gæi, Herra Reykjavík, skæsleg læri, loðin bringa", segir m.a. í Stuðmannatexta. Þetta lýsingarorð, skæslegur" virðist ekki vera til í dönsku, en þangað er þó fyrri liðurinn sóttur, ,,skejs” = peningar. Þetta er þá nýmyndun í stíl við orðiö félegur, sem hefur reyndar orðið háðhvörfum að bráð og merkir nú einmitt ,,aIlt annað en félegur”. Það er annars gaman að því, að danska orðið er tekið upp úr þýsku: ,,Scheiss”= skítur, og kann að vera gamansöm útlegging á ,,skilling. Enn segja Danir ,,ikke en skid" = ekkert, og setningin ,,Jeg har ikke en skejs" hafði þá sömu merkingu og setningin ,,jeg har ikke en rød øre”, ég á ekki eyri.
Íslendingar sem nýkomnir voru til Danmerkur, þekktu ýmsir með fögnuði gamlan kunningja, hikorðið ,,sko”, þegar þeir heyrðu ,,sgu” í dönsku. Og svo urðu þeir alveg hissa, þegar Danir settu í brúnimar yfir slíkum munnsöfnuði. Því þetta er svo kröftugt blótsyrði í dönsku (komið úr: så Gud hjælpe mig!), að varðar ávítum í danska þinginu, eins og Preben sjóræningi mátti sannreyna í fyrra. En Islendingar munu almennt hafa þann (mis)skilning sem Ásgeir BöndalI bókar: ,,eiginl. bh. af skoða (s.þ.) hálfgildings to. úr d. skue (skåde), ,,skoða”.
Hinsvegar er íslenska orðið ,,tossi” miklu mildara en foreldrið danska, ,,tosse”, sem merkir nánast fáviti. Islenska orðið hefur orðið til við ýkjur geðstirðs kennara, því það merkir nú eingöngu nemandi sem ekki stendur sig vel í skóla, og þarf ekkert frekar um að kenna bágu gáfnafari en öðru, t.d. leti.
Orðið ,,klikkaður, ,,klikka(st) þekkir Blöndal eingöngu í sömu merkingu og danska orðið hefur, ,,smusket, plettet”, auk þess sem byssa klikkar. Svo líklega hafa myndhvörfin gerst nýlega í íslensku, ég hefi aldrei heyrt orðið í annarri merkingu en ,,geðveikur, geðtruflaður”.
Orðið ,,frekjudós” var mikið notað í mínu ungdæmi, og varð okkur systkinum mikið heilabrotaefni, af hverju dós. En dr. Bjami Einarsson kom með skýringuna, sem var eins og Kólumbusareggið; þetta er komið úr ,,frække tøs”. Seinni liðurinn er líka tekinn beint upp í forminu: ,,tussa”, sem skammaryrði um konu: ,,Hvað meinarðu, helvítis tussan þín”. Þetta orð hefur Blöndal líka í merkingunni: kynfæri konu, en það er þá bara enn eitt dæmi um fyrirbærið hluti fyrir heild, einsog ,,pige/píka”.
,,Krútt” er nánast samheiti við nafnorðið ,,elska", og er þó áreiðanlega komið úr dönsku ,,krudt = skotpúður. Samhengið væri vandséð ef ekki væri varðveitt slanguryrðið ,,krudtugle” = ,,livligt og foretagsomt bam der ikke kan sidde stille ret længe ad gangen (jfr. have krudt i røven)”. Ekki er að efa, að hér er uppruninn kominn, Íslendingar hafa bara sleppt uglunni.
,,Það er alkunna, að noti Íslendingar það r-hljóð sem tíðkast um aIlt meginland Evrópu, þá eru þeir helst settir til læknis, því þetta telst bæklun. Það er gaman fyrir íslenskukennara erlendis að gera Frakka, Þjóðverja eða Dani orðlausa með því að segja þeim þetta. En fyrir bragðið á íslenska orð um þennan framburð, sem ekki heitir neitt sérstakt í daglegu tali hjá þessum þjóðum. Og þó er íslenska orðið komið úr dönsku, en við hressilega merkingarbreytingu, ‚,skroll, skrolla [1:] er vitaskuld tekið úr dönsku ,,skråle”, sem merkir nánast að garga eða æpa. Þegar Danir gerðu það, hefur lslendingum líklega þótt mest koma til r-sins þeirra.
Á unglingsárum mínum (ég er Reykvíkingur, fæddur 1941) var mikið talað um að ,,djamma", ,,fara á djamm". Og ekki var annar uppruni Iíklegri en að þetta væri komið úr enska orðinu ,,jam”, sem merkti þó bara ávaxtasulta! Tengiliðurinn virðist mér nú vera .,jamsession”, þ.e. ,,frjálslegur djassleikur, þar sem hver Ieikur eftir sínu höfði". Nema mönnum hafi þótt svo mikil þröng á einhverju gleðiþingi, að enskumælandi maður hafi kvartað yfir því að hann væri alltaf að rekast utan í fólk (jam into somebody), og lítt enskumælandi íslendingur misskilið hann svona málfrjósamlega.
,,Hvemig er vinnan hjá þér, Guðjón? ,,O, maður er nú bara í einhverju fokki/ o. þetta er engin vinna, bara fokk/ maður er mest að fokka”, gátu verið svör Guðjóns, og leggur hann greinilega merkinguna ,.hangs” í orðið, sem er þó líklega komið úr enska orðinu ,.fuck, En það merkir ekki bara að serða, heldur er einnig mikið notað sem blótsyrði, eins og allir kvikmyndaunnendur vita, amk þeir sem horfa á Eddie Murphy. Og því ímyndaði ég mér, og kenndi nemendum mínum árum saman, að íslenska merkingin hefði orðið til hjá einhverjum slóða í bretavinnunni, sem skildi lítið í skömmum offisjerans, sem orgaði eitthvað í líkingu við: ,,What the hell are you fucking, when you should be working. you fucking icelanders” Nú er íslenska orðið að vísu gamalt í merkingunni ,,fara hratt, gossa" (láttu það fokka), en hún er einmitt andstæð nútíðarmerkingunni. Erlend dæmi sem ÁBl. telur, ,,gd. fukke, hreyfa fram og aftur, sæ focka ýta, stjaka við”, eru augljóslega nátengd merkingu enska orðsins. En þetta hrekur líka framangreinda kenningu mína um bretavinnuna, merkingin ”hreyfa fram og aftur” leiðir eðlilega yfir í merkinguna gaufa.
Það er e,t.v. við hæfi að ljúka þessu spjalli á uppnefni þeirrar þjóðar sem Islendingar hafa sótt flest framangreindra orða til, ,,baunar”, í eintölu ,,bauni”. Orðabók Blöndals hefur þessa skýringartilgátu: ,,Oprindelse formodentlig af, at gule Ærter er hlevet betragtede som en særlig dansk Nationalret". Nú má vera að á 19. öld hafi þetta verið vinsælli réttur í
Baunmörk en nú er. Þó þykir mér miklu líklegra að orðið ,,baunar” sé einfaldlega tekið eftir ,,bønder”, og hafi misskilist við svipaðar aðstæður og þegar íslenskur bóndi sá franska sjómenn benda á sig og segja: ,,voilà un paysan”, og hélt að þeir meintu; sá er í eigulegri flík, svo hann fór úr henni og seldi flöndrurunum fyrir vín eða biskví. En þetta er frægasta dæmið um tökuorð misskilnings, franska orðið fyrir ,,bóndi" fór að tákna flíkina sem við öll göngum í. – Einnig þessa kenningu varð ég að yfirgefa þegar ég leit í Ásgeir Blöndal, sem segir orðið ”peysa” komið úr ”wambeis”.
Heimildir:
ÁBI = Ásgeir Blöndal Magnússon: Íslensk orðsifjabók. Rvík 1989.
Politikens slangordbog. Kbh. 2.udg. 1986
Orðabók um slangur ... Rvík 1982.
Nudansk ordbog. 13. udg. Kbh. 1987.
OED Oxford English Dictionary. 2.pr. Oxford 1961-86.
Websters deluxe unabridged Dictionary. 2. edition. New York 1979.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli