fimmtudagur, 15. febrúar 2007

Modernismarit Astraðs

Hugtakið módernismi
Ástráður Eysteinsson: The Concept of Modernism. Cornell University Press, Ithaca &London 1990, 267 bls.

I.
Þessi bók er doktorsrit Ástráðs Eysteinssonar sem hann varði við Iowa háskóla árið l987. Það er á ensku, en hér verða tilvitnanir þýddar.
Svo sem titillinn gefur til kynna er þetta rit Astráðs um módernisma fyrst og fremst umfjöllun um mismunandi skilgreiningar manna á því hugtaki – sem stundum gekk undir öðrum nöfnum framanaf (sjá bls. 3). Enda undirstrikar Ástráður í formála, að þetta sé hvorki saga módernismans né túlkun á völdum módernum verkum, heldur reki einkum hvernig þetta hugtak hafi mótast. Þetta rit er því það sem á erlendum málum hefur verið kallað “metakrítík”, umfjöllun um bókmenntafræði, fremur en um bókmenntir.
Ritið skiptist í fimm katla. Fyrsti kafli fjallar um tilurð skilgreininga á módernisma, annar kafli um módernisma í bókmenntasögunni, þriðji kafli um módernisma frá sjónarhóli póstmódernisma, fjórði kafli um framúrstefnu og módernisma, og sá fimmti um raunsæisstefnu, módernisma og ,,fagurfræði rofs og dvalar (Aesthetics of Interruption). Þetta er auðvitað gagnrýnin umfjöllun, Ástráður ber hinar ýmsu kenningar saman innan hvers kafla, rökræðir þær og sýnir fram á mótsagnir og aðra veika bletti — eða sterka. Og þá vísar hann til módernra bókmenntaverka sem prófsteins á það hvort þessar kenningar um módemisma standist. Vissulega eru það ekki mörg verk, sem hann þannig notar, en það eru nokkur hin frægustu módernra skáldverka, og þá alveg óumdeilanleg sem slík; Ulysses eftir James Joyce, Eyðilandið eftir Eliot, skáldsögur Kafka, o.fl. Auk þess fjallar hann nokkuð um verk sem eru á mörkunum, umdeilt hvort þau eru módern eða ekki. Annars stendur Ástráður við formála sinn, ritið er það fjarri bókmenntaverkum, svo sértæk umfjöllun, að vart birtist greinarmunur á módernum einkennum mismunandi bókmenntagreina; ljóða, sagna og leikrita, hvað þá einstakra höfunda. Sáralítið kemur fram um mun á hreyfingum módernista svosem fútúristum, expressjónistum og surrealistum. Og þá hlýtur Astráður einnig að sniðganga fræðirit sem ganga svo nærri bókmenntatextunum sjálfum. Þannig verður kaflinn um módernisma í bókmenntasögunni mjög sértækur, framanaf nánast heimspekilegar vangaveltur uppúr Nietzsche um það að hve miklu leyti hægt sé að rísa gegn hefð, hvernig hefðin móti sjálfa uppreisnina sem gerð er gegn henni, en 1. kafla lauk á þeirri ályktun, að sameiginlegt hinum ýmsu skilgreiningum á módernisma sé helst að hann rísi gegn hefð. Hér sakna ég einna mest jarðsambandsins, ég held að það sé ekki hægt að gera grein fyrir módernisma í bókmenntasögunni nema út frá könnun á bókmenntatextum. T.d. rekur Ástráður kenningar Eliots um hefð og uppreisn gegn henni, og bendir á að samkvæmt þeim væri ekki unnt að gera grein fyrir Eyðilandi Eliots sjálfs. Hér kemur a.n.1. fram, að módernisminn hófst í frönskum Ijóðum um 1870, en ekki hitt, sem ég hefi látið sannfærast um, að rætur hans sé að miklu leyti að finna í nostri þarlendra skálda á við mál, myndir, hrynjandi o.fl. í Ijóðum — þ.e. sýmbólisminn, táknsæisstefnan.
Í framhaldi af ofangreindum vangaveltum ræðir Ástráður kenningar um hvernig bókmenntasaga eigi að vera, hvað eigi að leggja henni til grundvallar. Hann rekur viðvaranir við því að klessa nútímahugmyndum á gömul verk, rifin úr samhengi, og viðvaranir Tynjanov við því að skrifa bara ,,sögu hershöfðingjanna”, helstu skálda. Wellek og Warren kvörtuðu undan því að bókmenntasaga væri ýmist greinaflokkur um einstök skáld í sögulegri röð, ellegar menningarsaga, sem gerði ekki sérstaka grein fyrir bókmenntum. Þeir lögðu því til að tímabil bókmenntasögu (svosem rómantík) yrðu skilgreind eingöngu frá bókmenntalegum einkennum. En það finnst Ástráði (bls. 66) of langt gengið, og vísar til þess sem Tynjanov segir, að það sé sögulega ákvarðað og breytilegt hvað kallist bókmenntir á hverjum tíma. Breytingar í bókmenntasögunni stafi því af þjóðfélagslegum öflum.
Allt er þetta satt og rétt, en þó verð ég að taka undir með Wellek og Warren. Þegar rannsaka skal eitthvert skeið bókmenntasögu, t.d. með samanburði við annað, verður að ganga út frá því hvaða bókmenntaverk nutu mestrar virðingar þá. Gjarnan má bera þau saman við samtímaverk sem þá voru lítils metin, en síðar mikils, og sá samanburður hlýtur að byggjast á bókmenntalegum sérkennum. Síðan má spyrja til hverra þau hafi höfðað á hverjum tíma, og hvers vegna. Þetta hefur iðulega verið gert með góðum árangri, ég nefni bara rit Ian Watt um upphaf skáldsagnagerðar (The Rise of the Novel) og rit Danans Svend Møller Kristensen, t.d. um rómantik og eftirfarandi skeið danskra bókmennta (Digteren og samfundet), en þar skýrir hann á sannfærandi skammvinnan blóma og langa hnignun rómantíkur í Danmörku framan af 19. öld.
Fimmti kaflinn er hvað þetta varðar jarðbundnari en hinir, því þar er módernisminn borinn saman við realismann, en það fyrirbæri væri betur nefnt skáldsagnahefð, og svo geri ég hér. Alveg er ég sammála Ástráði (bls. 191-192) um að rekja hana frá 18. öld, að fyrirmynd Ians Watts. Ástráður dregur fram einkennni stefnunnar svosem það að líkja eftir umhverfinu, jafnvel eru ýmis atriði í skáldsögu, sem ekki hafa hlutverk í framrás hennar, en gera umhverfið nærtækt. Dæmigerð atriði koma í stað hetjulegra, o.fl. rekur hann (bls. 194) eftir Peter Demetz. Ég held að í þessari bókmenntahefð felist þá fyrst og fremst fylgispekt við þá framsetningu sem er svo venjuleg á ritunartíma að hún þykir sjálfsögð. En einkum leggur Ástráður (bls. 196) áherslu á eitt einkenni, sem hafi orðið svo áhrifaríkt aö núorðið nægi það til að saga teljist til skáldsagnahefðarinnar; en það er að málið sé fyrst og fremst notað sem miðill. En einmitt þar greinist módemisminn frá þeirri hefð, í honum stendur málið sjálft í sviðsljósi, framsetningin er rofin. Út frá því rekur Ástráður (bls. 208—209) þá kenningu Jamesons að módern verk beri að skoða sem umbreytt hefðarverk eða höfnuð (,,modernist works are cancelled realistic ones”), þ.e. að módern verk séu jafnan lesin út frá viðmiðunum skáldsagnahefðarinnar, frekar en eigin hefðar. Enda sé það fráleitt, sem ýmsir bókmenntafræðingar hafa haldið fram, að módernisminn sé ,,list okkar tíma, drottni á 20. öld, o.fl. í þeim dúr. Ástráður sýnir fram á, að auðvitað hafi módernisminn alla tíð verið andstöðustraumur, en skáldsagnahefðin drottnað. og geri það enn, a.m.k. ef spurt er um vinsældir bóka og væntingar lesenda.
II.
Hér eru raktar ýmsar lífseigar kenningar, t.d. í l. kafla sú frá Georg Lukàcs 1934, aö expressjónismi einkennist af sértækum formum, ósögulegum, óröklegum og goðsögukenndum; en þannig verði hann eðlisskyldur fasismanum. Oft hefur sú ásökun verið endurtekin síðan gegn módernismanum almennt. En sagan sýnir að þetta er einfeldnisleg nauðhyggja, svo sem Ástráður rekur. Ýmsir módemistar voru vissulega fasistar eða mjög hægrisinnaðir, t.d. ítalskir fútúristar, Ezra Pound og Gottfried Benn. En aðrir voru eindregnir byltingarsinnar, t.d. surrealistar og rússneskir fútúristar, höfðu þeir þó svipaða afstöðu til listsköpunar og hinir.
Ýmist var módernisminn sakaður um formdýrkun eöa formleysu, jafnvel komu báðar ásakanir frá sama aðilja, t.d. Lukàcs (sjá bls. l 5— l 6). Þessa mótsögn, skýrir Ástráður svo að í fyrra tilvikinu fjalli Lukács um ljóð expressjónista, en f hinu síðara um skáldsögur (m.a. Kafka), og segi að þær endurspegli aðeins sundrað yfirborð auðvaldsþjóðfélagsins, en sýni ekki dýpra samhengi, eins og Balzac hafi gert, öðrum rithöfundum til fyrirmyndar. En á móti þessu sögðu aðrir, að það væri að fegra auðvaldsþjóðfélagið að sýna það í samræmdum, heilsteyptum verkum.
Í 4. k. rekur Ástráður kenningar ýmissa sem hafa viljað greina framúrstefnu frá módernisma þannig, að hreyfingar svosem fútúristar, surrealistar, o.s.frv. hafi stundað tilraunir og þá framúrstefnu og ráðist gegn hefð, en einstök nafnkunn skáld svosem Joyce og Eliot hafi verið módernistar og varðveitt menningarhefðina - að vísu endurtúlkaða og fellda inn í brotakennd verk. Ástráður fer létt með að hrekja þessar kenningar, en niðurstaða hans er sú, að framúrstefna sé ekki bundin við tiltekið tímaskeið einsog módernismi. Rangt sé þó að greina skýrt á milli, því þá verði hvort hugtakið um sig fátæklegra en efni standi til. En hér finnst mér vanta umræður um það hvort verk frá blómaskeiði módernismans geti verið framúrstefna en ekki módernt. Og einmitt það sýnist mér gilda um Dada, sem Astráður segir (bls. 157) réttilega að hafi veriö miklu neikvæðari en hinar hreyfingarnar. Spurningin er hvort þessi ögrunarverk geti kallast bókmenntir. Það er a.m.k. hæpið um runur dadaista af meiningarlausum hljóðum og gerviorðum. Íslenskt skáld af þessu tagi er Bjarni Bernharður, a.m.k. í bókinni Stjörnuhrös (1986). Annað tilraunaverk, sem með engu móti yrði talið módernt, er Án titils eftir Einar Guðmundsson (1978), en þar færði hann dagbók eitt ár, e.k. rannsókn á hversdagsleikanum. Ennfremur má telja M (1986) eftir sama, en þar eru orðasambönd endurtekin vélrænt með tilbrigðum. Og skáldverk Gertrude Stein sýnast mér fremur eiga að flokkast sem framúrstefna en sem módernismi, því það nægir ekki að risið sé gegn miðlunarhlutverki málsins. Astráður telur að þau hafi verið vanmetin sem módem skáldverk. En skýring þess er að mínum dómi nærtæk, einnig í umfjöllun Ástráðs (bls. 155 o.áfr.). Stein beitti endurtekningum ótæpilega sem stílbragði, og fyrir bragðið getur það orðið nokkuð þungbær þraut að sitja yfir ritum hennar (en það gerði ég einu sinni að ráði Ástráðs).
Þriðji kafli er mikilvægur við afmörkun módernisma, því þar fer Ástráöur í ýmsar kenningar um að módernisminn hafi runnið skeið sitt til enda, og í staðinn sé kominn póstmódernismi. Breytingamar ættu þá að sýna hvað fólst í módernisma. Hér koma kenningar af ýmsu tagi. M.a. að póstmódernismi hafi verið til samtímis módernisma, og settar eru upp andstæður svo sem að módemismi einkennist af formhyggju, marksækni og skipulagningu, jafnvel sé frásögn sett á oddinn! En póstmódernismi snúist gegn formhyggju og frásögn, með leik, stjórnleysi og sundrun (bls. 128—130). Aðrir segja að módern verk séu einskonar gestaþrautir, sem að lokum eigi að ganga upp röklega, en í stað þess komi póstmódernisminn með óvissar tilvísanir til umhverfisins (bls. 132). Svona kenningar sýna bara þekkingarleysi á módernisma, honum eru eignuð einkenni skáldsagnahefðarinnar sem hann reis gegn. En hvað þá um hina kenninguna, að póstmódernismi sé samruni módernisma og realisma? Einnig úr þeirri blöðru tekur Ástráöur mikið loft með því að sýna að skáldsagnahefð (,,realismi”) hafi jafnan ríkt þegar mest bar á módernisma. Eftir stendur helst það, að póstmódernismi greinist frá módernisma við sambreysking margskonar stílherma, sem settar eru saman á háðskan hátt. Þetta síðasttalda ætti að koma frá viðtakendum, ekki síður en frá höfundi. En að því frátöldu sýnist mér þá að Íslendingar eigi sannkallað musteri póstmódemismans í Háteigskirkju. Og hið dýrlega verk Italo Calvino Ef ferðamaður um vetrarnótt væri gott dæmi póstmódemisma, en t.d. skáldsögur Umberto Eco rúmast mætavel innan skáldsagnahefðarinnar.
Hér er ekki rúm til að rekja fleiri dæmi, enda er ritið efnisríkt, og verður að fara hratt yfir sögu. Ekki hefi ég getað farið í saumana á mörgu. En það sem ég þekki (t. d. Adorno og Lukács) sýnist mér Ástráður gera sanngjarna grein fyrir kenningum þessum og gagnrýna þær af samkvæmni. Fáar villur rakst ég á, helst í upphafi 5. k. þar sem segir að raunsæisstefna verði drottnandi í Austur-Evrópu. Við það ætti tímaákvörðunin sem á eftir kemur; ,,since mid-forties, en hún er þá sett á Sovétríkin, virki sósíalrealismans, og þá væri réttara að segja: seint á þriðja áratuginum, ,,late twenties”. Því sovésk stjórnvöld fóru að fyrirskipa skáldum þessa stefnu árið 1928, þótt nafnið yrði víst til síðar, og fyrirmælin væru oft ítrekuð (sjá bók mína Rauðu pennarnir, bls. 17 o.áfr.).
III.
Lokaundirkaflinn ber fyrirsögnina: Niðurstaða. En höfundur tekur óðar fram að þar vilji hann ekki draga saman stuttorða niðurstöðu af öllum sínum rökræðum, því þarmeð sé lítið úr þeim gert. Þessu er ég öldungis ósammála, og reyndar álít ég að ágætar greinar Ástráðs hafi haft mun minni áhrif en efni stóðu til, vegna þess að hann dró ekki helstu niðurstöður saman í lokin. Það er nauðsynlegt í lok langra og víðtækra greina sem Fyrsta nútímaskáldsagan og módernisminn (í Skírni 1988, 44 bls.) eða Hvað er póstmódernismi (TMM 1988, 30 bls., byggð a.n. l. á 3. k. þessa rits). Ef höfundur sjálfur dregur ekki ályktun af umfjöllun sinni og rökum um efni sem hann hefur lengi rannsakað, hvernig verður þá ætlast til að lesendur geri það? En þessi hálfgildings niðurstöðukafli dregur reyndar fram meginatriði (bls. 222); að módernisminn beri í sér frumatriði andstöðumenningar; hneigist til að afneita þeirri menningarreynslu sem mest ber á í borgaralegu félagi, helstu boðleiðir þess dragi hann í efa og reyni að trufla þær1. Innan á kápu er örstutt samantekt, og þar segir að á sviði módernismans birtist kreppa einstaklings og tilvísunar, módernisminn sé ekki fyrst og fremst tiltekið form, heldur truflun á umræðu — þar birtist þá möguleikinn á annars konar nútíma, sem sýni neikvæðar hliðar á félagslegri og mállegri reynslu af vestrænni menningu2. Víðar má finna meginatriði ályktana, t.d. (bls. 210) að módern verk séu iðulega af samklippingstagi, virðist vera samtíningur ýmisskonar textabúta fremur en samræmd heild, og að sundurleysi sé megineinkenni þeirra (bls. 1 26— l 27)
Væntanlega myndi Ástráður orða hugs sína nákvæmar og betur á íslensku en ég nú hefi gert. En annars tek ég heilshugar undir þessa niðurstöðu um módernismann.
Ritið er það umfangsmikið, að auðskilið er að doktorsrit héldi sig innan þessara marka. En óneitanlega finnst mér auðteknari og gagnlegri venjuleg söguleg framsetning, þar sem gengið er út frá helstu módernu skáldverkum, og kenningamar prófaðar á því hve vel þær lýsi þessum verkum, og hvernig þau greinist frá öðrum. Ég er því meira fyrir rit eins og t.d. Die Struktur der modernen Lyrik eftir Hugo Friedrich (til á dönsku), safnritið Expressionismus als Literatur (Bern 1969), og Saga surrealismans eftir Maurice Nadeau. Nýútkomin bók mín um módernismann í íslenskum bókmenntum, Kóralforspil hafsins, er sögulegt yfirlit, og tengist því þessum ritum frekar en bók Ástráðs. Nýlegt, stórt safnrit, Les avant-gardes littéraires au XXe siècle (Budapest 1984, 1200 bls.), tekur helstu móderna strauma fyrir í tveimur bindum. Hið fyrra setur efnið fram bókmennta- sögulega, en hið seinna fræðilega, og fer þá rækilega í þau einkenni á ljóðum, sögum o.fl. sem eru sameiginleg, og hvað aðgreini hinar ýmsu stefnur. Það er einkennandi fyrir bók Ástráðs að fjalla ekki um þessi eða þvílík bókmenntasögurit, heldur eingöngu um sértækari umfjöllun. Og slík umfjöllun bregst þegar kemur að því að ákvarða einstök verk, sem margvíslega hafa verið túlkuð. Õðru vísi gert ég varla skýrt að Ástráður tekur þar ekki af skarið, svo ótrauður sem hann annars er að taka afstöðu. Hér er einkum um að ræða skáldsögur Thomasar Manns og Flauberts. Skáldsaga Manns, Doktor Faustus, er hér til umræðu sem umfjöllun um módernisma, en ekki dæmi um hann. En háð (írónía) á að greina Töfrafjall Manns frá skáldsagnahefðinni, m. a. að dómi Manns sjálfs, sem þóttist eiga það sammerkt við James Joyce. Háð er bara allt of algengt fyrirbæri til þess að teljast sérkenni bókmenntastefnu. Það var t.d. áberandi í rómantík á öndverðri 19. öld. Og síst eru önnur einkenni sem Ástráður telur (bls. l89) sterkari tengsl við módernisma; svo sem margvísleg beiting á sögutíma, og að sjúkdómar hafì táknræna merkingu, en Töfrafjallið gerist á heilsuhæli. Það er algengt í skáldsagnahefðinni, að saga gerist í slíkum smáheimi utan samfélagsins (gjarnan á lystiskipi, eða sumardvalarstað, o.s.frv.), einnig hitt, að sviplítil söguhetja standi í togstreitu milli fulltrúa andstæðra hugmyndakerfa (það einkenndi t.d. sögulegar skáldsögur Walter Scott í byrjun 19. aldar, svo sem Lukács hefur rakið). Enda ályktar Ástráður að lokum (bls. 190) að sagan standi nær hversdagslegu umhverfi eða regluböndum (,,our normative world“) en kastalahæð Kafka (í Höllinni). Ástráður rekur ennfremur að Frú Bovary eftìr Flaubert (1856) hafi bæði verið kölluð ein helsta skáldsaga 19. aldar skv. hefðinni (,,realist), og brautryðjandi módernismans í skáldsagnagerð. Hér þyrfti augljóslega aö reyna að skera úr, með því að bera saman þau rök sem færð hafa verið fyrir andstæðum túlkunum. En Ástráður lætur sér nægja að tilfæra þessar skoðanir sem dæmi um sjálfstæði túlkunaraðferða. Eìnnig rekur hann þau rök fyrir þeirri síðartöldu; að sagan sé módern, að hún sé skrifuð í stíl sem reyni að fjarlægja hana mjög umfjöllunarefni hennar. Það er að vísu áberandi í módernum verkum, en þó eru þetta öldungis ónóg rök. Módernistar mega margt hafa sótt til Flaubert, en eins og J. Culler rekur í þeirri góðu bók sem Ástráður vitnar til (Flauhert. The Uses of Uncertainly, Cornell 1985, bls. 134—135), stendur hann ótvírætt innan skáldsagnahefðarinnar gegn módernismanum. Hann hefur skýrt mótaðar persónur, umhverfislýsingar og söguþráð. Það er því í meira lagi villandi af Ástráði (bls. 1 90— 191) að segja Culler ganga manna lengst í að túlka Flaubert sem módernista.3
IV.
Það er ekki hægt að gína yfir öllu í einni bók, þessi heldur sig á eðlilegan hátt innan sinna tilgreindu marka. Ennfremur er framantalin jarðbundnari umfjöllun aðgengileg á söfnum. Þá er þeim mun meiri ástæöa til að fagna bók Ástráðs. Gildi hennar finnst mér mest vera í gagnrýninni, að sýna fram á mótsagnir og firrur í þeim villta gróðri allskonar kenninga um módernismann, sem rísa upp aftur og aftur. Þær berast stöðugt til Íslands í einni eða annarri mynd, og því vil ég nú endurtaka áskorun mína til höfundar, sem ég bar fram við hann fyrir tveimur árum, að hann komi bókinni út á íslensku. Vissulega hlyti bókin að breytast eitthvað við það að beinast til íslensks almennings í stað bandarískra háskólamanna í bókmenntafræði. En þar með er bara sagt, að hún gæfi íslenskum almenningi þá kost á að nálgast téða háskólamenn á því sviði. Slík umfjöllun á íslensku auðgar íslenskt mál og menningu. Einhverjir munu telja að þeir sem áhuga hafi á slíkri bókmenntafræði geti vel lesið hana á ensku. En það hefur sýnt sig í vetur, að þeir sem helst hafa vitnað til þessarar bókar, hafa greinilega ekki lesið hana (þar á ég við ritdómara um fyrrnefnda bók mína, Kóralforspil hafsins, en það voru Ingi Bogi Bogason, Gísli Sigurðsson og Kolla Bergmáls).
Í þessari umfjöllun hefi ég ekki fylgt kaflaröð bókarinnar, og ég held að það yrði til bóta að breyta henni, setja fyrri hluta 5. kafla einna fremst, því skáldsagnahefðin er eðlileg viðmiðun ritið í gegn. Bagalegt er að blaðsíðutal skuli vanta í millivísunum.
Þessi ritdómur kemur með tveggja ára seinkun, sem ber að harma, en þar er ekki við mig að sakast. Ég fékk hann að verkefni fjanúar sl.

1. …one of my chief aims (…) is to show how modernism contains the rudiments of an adversary culture, how it tends to negate the cultural experience most readily furthered by bourgois society, how it problematizes and seeks to interrupt the predominant modes of communication in this society.”
2. Enacting a crisis of subject and reference, modernism is not so much a form of discourse (…) as its interruption – a possible “other” modernity that reveals critical aspects of our social and linguistic experience in Western culture.
3. 3. Culler, author of perhaps the most radical reading of Flaubert as a modernist.
TMM 1993:2

Engin ummæli: