fimmtudagur, 15. febrúar 2007

Ritdomar dagblaða

Ritdómar dagblaða
Skyldi vera unnt að finna einhvern samnefnara fyrir starfsemi okkar gagnrýnenda, einhverja formúlu fyrir lágmarksgagnrýni? Það hefur mér sýnst, og þð öllu heldur sinn samnefnarinn fyrir hverja grein bðkmennta og lista. Þegar skrifað er um skáldsögur, þá er samnefnarinn eitthvað á þessa leið: Sagt er hvar sagan gerist og rakinn söguþráður. Þá eru sögð nokkur deili á helstu sögupersðnum, og þess getið, hvort ritdðmara þyki þær sennilegar. Að þessu loknu kveður hann upp dðm sinn um það hvort sagan sé gðð eða vond. Í ritdðmi um ljððabðk er rakið efni fáeinna kvæða, eins af öðru, til að gefa hugmynd um yrkisefni höfundar og skoðanir. Um það fellur svo dðmur, oft á þá leið, að hvorttveggja sé gamalkunnugt. Eitt eða tvö sýnishorn ljðða fylgja, um leið og ritdðmarinn segir almennt álit sitt á bðkinni.
Nú munu einhverjir mæla, að hér dragi ég upp — ekki samnefnara ritdðma — heldur illgirnislega skrípamynd af þeim. Víst er um það, að ég þykist ekki vera að lýsa starfsaðferðum einhverra tiltekinna starfsbræðra minna, heldur þeirri flatneskju sem við getum runnið niðrá, ef við náum ekki tökum á viðfangsefninu. Í þeirri merkingu er þetta uppskrift að lágmarksritdómi, en ekki að meðalritdómi. En aðrir kynnu að svara því til, að svona sé einmitt fullnægjandi ritdómur, þarna komi fram það sem fólk vilji helst vita um bækur, og þurfi helst að vita til að geta valið gjafir eða jafnvel til að setja upp forgangsröð bóka sjálfu sér til lestrar, enda sé jafnan borið saman við fyrri verk höfundar ef þau eru kunn, annars sé borið sarnan við hefð.
A móti svara ég því, að þessi aðferð sýni engan greinarmun á góðum bókmenntum og misheppnuðum. En hvers virði er slík aðferð við að fjalla um bókmenntir? ¬Það er frægt, að Njála hefur verið endursögð svo: ,,Bændur flugust á”. Mér verður ævinlega ógleymanlegt námskeið fyrir leiðsögumenn, þar sem kennaranum, garnalreyndum í starfi, tókst að endursegja Laxdælu sem hina herfilegustu Hollivúddvellu. Eða hvernig kæmi útúr hessari síu meistaraverk franskra bókmennta á 20. öld, ef ekki evrópskra, Í leit að horfinni tíð eftir Marcel Proust? Á 3.500 bls. gerist eiginlega ekkert, nema hvað maður hittir mann, fer í veislur, verður skotinn í stelpu, og missir hana frá sér. Og persónur eru ekkert merkilegri en gengur og gerist.
,,En, segir ímyndaður andmælandi minn, ,,til að dæma um bókmenntagildi verksins höfum við einmitt þiálfaða sérfræðinga, sem geta sagt okkur hvað sé best i þessu mikla framboði jólabókanna”.
Síst skal ég mæla því í mót, að ritdómarar séu yfirleitt gáfað fólk, viðlesið, smekklegt og skilningsríkt. En öllum getur skjátlast, einkum ef þeir stöðvast við fyrstu hughrif. Ëg læt nægja sem dæmi um það, að Dagur Sigurðarson sagði að mjög litið hefði verið skrifað um þrjár fyrstu bækur hans, en um þá fjórðu það, ,,að lítið var en lokið er”. Eftir á að hyggja er það einmitt í þeirri bók, Níðstöng hin meiri, sem Dagur tekur flugið. Áreiðanlega er hann það skáld sinnar kynslóðar, sem einna sérstæðasta tóninn hafði, allt frá upphafi, og jafnframt sá, sem mest áhrif hefur haft á ljóðskáld sem síðar komu fram. En ritdómarar tóku hann ekki alvarlega, allir gapandi yfir Hannesi Péturssyni og Þorsteini frá Hamri, Ástæðan er augljóslega sú, að þau skáld voru miklu aðgengilegri en Dagur, nær þeim skáldskap sem menn höfðu vanist. Ëg ætla ekki að bera þessi skáld saman að öðru leyti hér.
En það er hætt við yfirborðslegri afgreiðslu bóka egar menn vinna undir
álagi, og það er alkunna, að ritdómar eru flestir skrifaðir á stuttum tíma, og liggur
á að skila þeim. Þá er auðveldast að fjalla um kunnuglega hluti, og hætt við að nýsköpun veki setningar sem hefjast á: ,,Eg fæ ekki séð, ,,Ég skil ekki, ,,Mér er ekki ljóst hvað fyrir skáldinu vakir með þessu — ef það er þá nokkuð”. Þetta samtandsleysi þarf alls ekki að vera skáldinu að kenna, heldur getur hitt valdið, að ritdómara gafst ekki tóm til íhygli. Ti1 að mæta þessari hættu, stakk ég uppá því, fyrir einum fjórum árum, að dreifa þessu verki á fleiri ritdómara, svo að hver tæki ekki nema fáeinar bækur. Í þá átt hefur þróunin stefnt síðan, svo mér mætti núa því um nasir nú, að ég hafi tekið í mesta lagi fyrir síðustu jól, sex bækur. Mér til málsbóta færi ég, að ég gerði þá ekkert annað í tæpar tvær vikur, og þekkti eina bókina vel fyrir. Annars var ekki ætlun mín að fara út í neinn mannjöfnuð hér. Aðalatriðið er ekki hve lengi ritdómarjnn situr yfir bókinni, heldur hitt, að hann tileinki sér skipuleg hlutlæg vinnubrögð. Impressjónisminn er háskalegur, hlutlæg könnun verksins er óhjákvæmileg forsenda þess, að um það verði dæmt af öryggi Og það er jafnframt forsenda þess, að menn hafi eitthvað að segja. Því ef ritdómarinn segir aðeins frá yfirborðslegum áhrifum bókarinnar á sig, þá vilja verða miklar endurtekningar frá einum ritdómi til annars. Og það er ekki hægt að svindla lengi í skjóli skólalærdóms og aìrnenns andríkis. Lesendur ritdóma eru að leita upplýsinga um nýútkomnar bækur, og þeir átta sig á því, fyrr eða síðar, ef slíkt er ekki í blaðinu að hafa. Ástráður Eysteinsson skrifaði ítarlegri grein um þetta efni í Tímariti Máls og rnenningar, 1982. Hann leggur þar áherslu sömu atriði og ég hér, en það að auki á að ritdómari geri grein fyrir sínum persónulegu forsendum, t.d. afstöðu til þjóðfélagsmála og listrænum smekk.
Til að nálgast hlutlæga dóma verður því að skoða skáldverkin kerfisbundið, greina eðlisbætti þeirra. Um starfsaðferðir við slík verk eru til útbreiddar handbækur á íslensku, einkum eftir Njörð Njarðvík. Ëg ætla auðvitað ekki að endursegja þær hér í kvöld. Satt að segja býður aðferðin uppá töluvert svigrúm, eftir því hvað hverjum og einum virðist fróðlegast að kanna — því þótt greinargerð ritdómarans þurfi að vera hlutlæg, hlýtur hún alltaf að vera takmörkuð: dregnar eru upp helstu útlínur margbrotins verks, ritdómarinn talar eingöngu til vitsmuna lesenda um skáldverk sem talar ekki síður til tilfinninga þeirra. Sé skáldverki líkt við sveit eða hérað með hæðum og dölum, vötnum og skógi, fuglasöng og gróðurangan, þá er ritdómarinn eins og kortagerðarmaður. Vissulega eru þess ýmis dæmi, að eitt skáldverk kvikni af lestri annars, að nokkurskonar gagnrýni verði upphaf listsköpunar. En við slíku er alls ekki hægt að búast þegar gagnrýnandi er beðinn að skrifa um tiltekna bók, sem fyrst, og ekki lengra mál en tiltekinn fjölda af vélrituðum síðum. Listaverk skapa menn því aðeins og þá aðeins, að þeir séu frjálsir að fylgja duttlungum sínum hvert sem vera skal í verkinu. Enda kaupir enginn dagblað í von um að finna þar listaverk, heldur i leit að upplýsingum og afþreyingu. — Annars hafa einmitt skáld oft skarað framúr í hlutlægri gagnrýni, sjá t.d. gagnrýni Einars Ben, sem víða er til (Laust mál, Óbundið mál).
Í umfjöllun um smásögur hefi ég reynt að átta mig á helstu andstæðum, einnig á því, hverju er helst Iýst, hvernig, og til hvers lýsingarnar muni vera. Ennfremur þarf að skoða hlutverkaskipan persóna, og byggingu sögunnar, eða efnisröð. Síðan er að reyna að átta sig á því hvernig þessir þættir tengjast, hvernig þeir orka hver á annan. Sama gildir um skáldsögur, nema hvað þar er oft erfiðara að eiga við bygginguna. Þetta hefst sem ósköp frumstætt krot útá spássíur, síðan reyni ég að endursegja í einni eða tveimur setningum atburðarás hvers kafla, gera töflu um hvaða persónur koma fram í hvaða kafla, og hvað þær gera helst markvert þar eða segja. Hvar gerist hvaða atburður, hve Iangur tími líður í kafla, milli kafla og í verkinu í heild. Eftir þessa jarðbundnu athugun er hægt að fara að draga saman um hvern þátt fyrir sig. um einstakar persónur og um samspil þeirra í heild, um framvindu sögunnar, um endurtekningar, minni, o.fl. Verkið þarf að Iesa tvisvar eða þrisvar.
Um ljóðabækur gegnir nokkuð öðru máli. Um alllangt skeið hafa skáld raunar gert meira að því að yrkja samstillta bók en að hinu, að safna í bók kvæðum ortum á löngum tíma í allar áttir, ef svo mætti segja. Samt hefi ég ekki enn lent á ljóðabók sem ég teldi reynandi að gera skil sem heild, í dagblaði, því hvert ljóð er sjálfstætt verk, oft margbrotið, og þau eru nokkuð mörg í meðalstórri ljóðabók. Ëg krota á spássíur athugasemdir um ljóðmyndir, um byggingu kvæðis, og samhengi innan ljóðabálks ef um slíkt er að ræða. Síðan þarf ég helst að láta þetta liggja í gerjun, a.m.k. í viku. Þá er hægt að semja ritdóminn, og tíni ég þá fyrst til það sem ég finn markvert sameiginlegt kvæðunum, í meira eða minna mæli, en reyni síðan að birta einhverja greiningu á einu kvæði: að sýna þá hvernig myndir þess eru gerðar, og hvaða hlutverk þær hafa í kvæðinu, og fjalla um byggingu kvæðisins að öðru leyti. Það segir sig sjálft, að auðvitað er svona ritdómur víðsfjarri því að gera ljóðabók skil, og ég segi frá þessum starfsaðferðum mínum vegna þess eins að ég tók að mér að koma af staö umræðum um þetta mál hér í kvöld. Áreiðanlega mætti margt betur gera, og væri þá gaman að heyra ábendingar um það hér á eftir. En fyrst er að víkja að öðru efni, hve langt á að ganga í þessa átt í dagblöðum? Nýlega hélt vinsæll skáldsagnahöfundur því fram, að greiningar skáldverka ættu að sönnu heima
í tímaritum, en ekki í dagblöðum. Nú sagði skáldið ekki hversvegna hún gerir þennan greinarmun, og verðum við þá að láta okkur nægja getgátur, nema hún kjósi að skýra þetta nánar. Það blasir auðvitað við góð og gild ástæða til að leggja ekki mikla vinnu í dagblaðsgrein: hún er horfin af sjónarsviðinu tveimur dögum eftir birtingu, og flestum gleymd eftir fimm daga. Hinsvegar heldur upplýst fólk saman tímaritsheftum, og 1es stundum löngu eftir birtingu, en alla jafna af meiri íhygli en dagblöðin, að því er almennt er álitið. Svo satt sem þetta er, þá eru þessir tímarita- lesendur þó miklu fámennari hópur en sá sem dagblöðin les. Við eigum valið milli útbreiðslu og varanleika. En hve mikill hluti blaðalesenda les ritdómana í þeim, eða önnur menningarskrif? (Um 40% skildist mér á Jóhanni Hjálmarssyni, skv. könnun Mbl.). Er einhver hámarkslengd á slíkum greinum, sem fáir blaðalesendur nenna að fara framyfir? Það væri ekki bara gaman, heldur líka gagnlegt, að fá klókan félagsfræðing til að grafast fyrir um þetta. Almennt er álitið, að lesþolið sé meira um helgar en virka daga. En ég hefi alltaf litið á það sem rakalausan hleypidóm, að fólk geti yfirleitt ekki lesið lengur en þrjár mínútur samfellt mál í blaði, og þá helst hneykslisfréttir. Þetta hverfula prentmál er okkar vettvangur, og okkur ber að rækja hann af nokkrum tilraunavilja og af fullri virðingu fyrir lesendum. Við gerum þá ekki ráð fyrir neinni þekkingu á bókmenntum, þótt ýmsir lesenda hafi hana til að bera, en við gerum ráð fyrir venjulegri lífsreynslu, skilningsvilja og dómgreind. Til að forðast það að dómurinn verði einhliða, þarf ritdómarinn að greina mikilvægustu þætti verksins og samtengingu þeirra í heild. Hitt er matsatriði, hve mikið af þessu á að birta í blaðinu. Það þarf að verða svo mikið, að lesendur geti gert sér nokkra heildarmynd af ritinu og skilið forsendur dómsins. Því markmið okkar hlýtur að vera að hjálpa fólki til að verða sjálfstætt í bókmenntamati, svo að það treysti ekki hara því sem skrifað stendur. Vegna þess er æskilegt að nota tækifærið til að miðla almennari fróðleik um bðkmenntir en þeim einum sem varðar umrædda bók beinlínis — svo fremi að þetta tvennt verði tengt á auðlesinn hátt, og fróðleikurinn íþyngi ekki ritdómi að ráði. Ástæðan er sú, að flestir þeir sem dagblöð lesa, koma áreiðanlega aldrei til með að lesa neina bókmenntafræði, en markföld reynslan sýnir, að fuIl þörf er á að hefja sem flesta upp fyrir þá frumstæðu afstöðu að leggja allt ritmál að jöfnu: kenna fólki að spyrja ekki fyrst og síðast um boðskapinn í skádverkum, eins og þau væru blaðagreinar. Með markvissri viðleitni í þessa átt ættum við smám saman að geta aðstoðað við að skapa almennt betri skilning á skáldskap en skáld eiga nú við að búa. Mætti þá þykja til einhvers barist, því hvað gætum við fremur gert til að bæta skáldskap þjóðarinnar og menningu?
Þetta eru háleit markrnið, sem ég set bókmenntagagnrýni í dagblöðum, og viðbúið að þau náist ekki í hvert sinn sem við stingum niður penna. En auðvitað er ástæðulaust að hafa áhyggjur af því, svo fremi markmiðið sé ljóst, sem við metum verk okkar eftir. En þá getum við heldur ekki lagað þau að neinum ððrum sjónar- miðum. Næst á eftir því að gera ekki nægar kröfur til sjálfra sín, hygg ég að versti löstur gagnrýnenda sé að gera ekki nægar kröfur til skálda, af vorkunnsemi. Það er skiljanlegt, að menn langi ekki til að ráðast á óviðkomandi fólk, sem engum hefur gert neitt, bara gefið út bók af sköpunargleði og áhuga á fögrum listum. Nei, en höfundur bað um ritdóm í blaðinu. Og ef rit hans sýnir enga hæfileika til skáld- skapar, er það þá greiði við hðfund að hvetja hann til að halda þessu áfram? Eða ef ritdómara sýnist höfundur setja skáldgáfu sinni óhæfilega þröngar skorður, á hann þá ekki að segja það, leiða rök að því? Oftar hefur höfundur haft kostnað af verki sínu en tekjur, oftast mikla fyrirhöfn. Það er skylda gagnrýnandans að draga ekkert undan. Hver annar yrði til að seja skáldinu sannleikann? Fjölskylda þess, vinir eða vinnufélagar? En raunar er höfundurinn manna líklegastur til að skilja sanngjarnar aðfinnslur. Jafnframt er þetta skylda gagnrýnandans við almenning, sem hann á að veita bókmenntauppeldi, og loks er það skylda hans við þann fjölmiðil, sem trúði honum fyrir verkinu — frekar en einhverjum öðrum — vegna þess að hann veifaði prófskírteinum, eða lét á annan hátt í það skína að hann væri þess umkominn að veita almenningi hlutlæga leiðbeiningu. Ef umhyggja fyrir sölumöguleikum rithöfundar leiðir gagnrýnanda til að veigra sér við því að sýna fram á galla rits, á kostar umhyggjan það, að hann gerir ekki úttekt á ritinu, heldur aðeins almenna umsögn, sem hlýtur að verða gagnslaus lesendum, fyrst hún er til þess gerð að fela skoðun ritdómarans. Slík skrif geta menn ekki komist upp með oft, þau verða ekki til að örva sölu á bókum, heldur falla dauð og marklaus talin.
Ég hefi hér reynt að lýsa því nokkuð, hversu mikilvægt starf ritdómara getur verið, ef rétt er skoðað, og getur orðið menningarlífi landsmanna mjög til þroska. — En þá kem ég að eilífðarmálum nútímans á Islandi, og það eru auðvitað kjaramálin. Um starf okkar má hafa samkeppni á tvo vegu. Það má Iauna svo vel, að færustu menn leggi sig alla fram, til að fá að sitja að starfinu. Og það má launa svo illa, að samkeppnin verði niður á við: hve litla og lélega vinnu er hægt að komast af með, svo samsvari þeim lúsarlaunum, sem til boða standa. Ég þarf víst ekki að útmála fyrir viðstöddum hvort kerfið er í gildi núna.

Erindi þetta var flutt á fundi Félags gagnrýnenda, 7. maí sl.
Höfundurinn er doktor í bókmenntum frá Lyon-háskóIa
Morgunblaðinu 1986

Engin ummæli: