fimmtudagur, 15. febrúar 2007

Bokmenntatulkanir

Bókmenntatúlkanir
Víða er grundvallarmunur gerður á vísindum, sem fjalla um náttúruna, og fræðum, sem fjalla um mannaverk. Vísindasjóður Íslands kallar ketta raunvísindi og hugvísindi. Þar er gengið svo langt að sjóðurinn starfar í tveimur deildum. Ég býst við að það sé til að tryggja að fræði (,,hugvísindi) fái einhverja lágmarksfyrirgreiðslu, því raunvísindi þykja miklu fínni, og fá jafnan meira fé. Það byggist á þeirri útbreiddu skoðun, að þau ein séu alvöruvísindi, því þar sé hægt að einangra einstaka þætti fyrirbæris eða ferlis, til að athuga þá sérstaklega, og rannsaka með tilraunum. Um þetta hefur m.a. enski heimspekingurinn Karl Popper fjallað í alþýðlegum bókum (má þar einkum telja Eymd söguhyggjunnar) og leitt að því sterk rök, að þessi aðgreining standist ekki, vísindalegar aðferðir séu í rneginatriðum alltaf hinar sömu gagnvart öllum viðfangsefnum, þótt nánari vinnubrögð mótist að sjálfsögðu af hverju þeirra. Hér er ekki hægt að fara mikið út í þetta, enda nægja væntanlega einstök dæmi til að lesendur sjái að þetta er ekki eins einfalt mál og almennt hefur verið talið. Stjörnufræði telst til raunvísinda enda þótt trauðla verði þar beitt tilraunum að marki, og erfitt að aðgreina einstaka breytilega þætti. Hvað sagnfræði varðar, þá verður vissulega ekki beitt í henni tilraunum svo sem að láta Hitler vinna stríðið, eða Jón biskup Arason sigrast á siðskiptamönnum um miðja 16. öld. En sagnfræðingar hljóta þó að gera slíkar tilraunir í huganum, reyna að átta sig á því hvað hefði breyst og hvað ekki, hefðu úrslitin orðið önnur. Vissulega verður ekki rakin löng, ímynduð atburðarás eftìr þeim leiðum. En ítalski spekingurinn Macchiavelli fjallaði um stjórnmálafræði með sögulegum dæmum sem hann bar saman til að einangra sem best breytilega þætti, sýna áhrif mismunandi viðbragða við svipuðum aðstæðum (í Furstanum sem hann reit árið 1513, og birtist 1987 á íslensku). Og ein hjálpargrein sagnfræði, fornleifafræði, er fyrir löngu oröin tilraunavísindi. Fornleifafræðingar vinna fæðu og klæði með verkfærum, hráefnum og aðferðum fornmanna, endurgera á sama hátt mannvirki þeirra, og komast þannig að raun um hvað til þurfti í mannafla, tækjum og tíma. Þannig hafa miklar framfarir orðið í þekkingu manna og skilningi á mannkynssögu.
Vísindasagnfræðingar hafa hrakið þá bábilju að raunvísindin sanni kenningar og afsanni en fræðimenn geti í mesta lagi leitt líkur að sínum kenningum eða gegn þeim. Sjaldnast er um afgerandi sannanir að ræða í raunvísindum, og þá ekki heldur afsannanir á neinu sem máli skiptir, þótt Popper haldi því fram, og telji kenningar einmitt vera vísindalegar í þeim mæli sem þær eru hrekjanlegar, og grein gerð fyrir því hvernig megi reyna að hrekja þær. Á meðan það takist ekki, megi hafa þær fyrir satt, þótt ekki séu þær þar rneð sannaðar, segir Popper. Ungverski vísindahugsuðurinn Imre Lakatos færði hinsvegar að því rök, að í rauninni geti menn sjaldnast metið gildi einstakra kenninga eða tilgátna. Þær séu jafnan hluti kenningakerfis, sem skipist um lítt prófanlega meginhugmynd, en henni fylgi ýmsar kenningar um birtingarform meginatriðisins á einstökum sviðum. Þótt menn nú hreki einhverjar slíkar fylgikenningar eða geri tortryggilegar, þá er meginhugmyndin ekki felld með því, lengi má deila um hvort sérstakar aðstæður valdi því að fylgikenningin stóðst ekki í umræddu tilviki, og verður flókið mál og tímafrekt að gera upp á milli andstæðra meginhugmynda Kenningakerfi verður þó helst metið með samanburði við annað. Prófsteinn Lakatos á gildi kenningakerfis er því ekki afsannanir frekar en sannanir, heldur hvort það sé frjórra en keppinauturinn, þ.e. ali fremur af sér fylgikenningar sem skýri áður óráðin vandarnál. En þetta er ekki vísindalegur mælikvarði, kennngakerfi verður ekki dæmt ófrjótt, úrelt, fyrr en eftir að það er svo að segja hætt að höfða til nokkurs manns, jafnvel þá eru þess dæmi að það rísi til nýs lífs. Alla þessa öld hafa þannig tekist á kenningakerfi á sviði eðlisfræði hvort ljósið sé bylgjuhreyfingar eða straumur efnisagna. Ekki munu horfur á sönnunum eða afsönnunum alveg á næstunni, segja þeir sem til þekkja. En tilraunir til að skera úr um gildi þessara kenningakerfa hafa leitt til mikilla uppgötvana í eðlisfræði.
Hér hefur aðeins verið tæpt á miklu efni og merkilegu, enda ekki ætlunin að gera því skil, heldur einungis að færa rök að því, að fræðimenn, þeir sem um mannaverk fjalla, hafi enga ástæðu til að gera minni kröfur til sín um vísindaleg vinnubrögð, en starfssystkin þeirra sem fást við náttúruvísindi. Og síst yrði ályktað af þessum dæmum að ekki verði gert upp á milli kenninga, aldrei komist að sannleikanum. Enda þótt menn geti ekkt hampað einhverju með stimplinum ,,Endanlegur sannleikur”, þá má hverjum manni ljóst vera, hversu stórkostlegar framfarir hafa orðið á öllum sviðum þekkingar, við það að fólk lagði sig fram um að komast til botns í hlutunum, hvað sem leið þess eigin viðhorfum. Og vegna þess ennfremur, að opinberar, gagnrýnar umræður hafa farið fram um hvaeina.

Bókmenntatúlkun
Undanfari hefur mátt sjá afar fjölbreytilegar bókmenntatúlkanir á Íslandi, þó sérstaklega hér í TMM. Sú spurning vaknar, hvort bókmenntatúlkun eigi sér nokkurn samnefnara, sameiginlegan tilgang. Það draga ýmsir í efa, og þá einkum þeir sem segja að hver lesandi eigi að túlka bókmenntaverk eftir sínu höfði, fullkomlega andstæðar túlkanir eins verks séu jafnréttháar, og raunar sé bókmenntatúlkun list, ekki síður en bókmenntasköpun.
Þessi síðasttalda skoðun finnst mér vera afar yfirborðsleg, og raunar hreinn misskilningur á því, að skáld verða iðulega innblásin af bókmenntaverki. Þannig hefur Sjálfstætt fólk Halldórs Laxness verið kallað svar við sögu Jóns Trausta, Halla og heiðarbýlið. Kristnihald undir jökli byggist greinilega á Ævisögu Árna prófasts eftir Þórberg Þórðarson, og þannig mætti lengi telja. En útkoman er sjálfstætt listaverk, sem lesendur njóta fyllilega án þess að þekkja verkin sem þau byggjast á. Augljóst er, að jafnvel hið lakasta skáldverk hefur sama sjálfstæði tìl að bera. Það verður hinsvegar ekki sagt um bókmenntatúlkanir, þær sem ég hefi séð. Þær beinast einfaldlega að því að varpa ljósi á umrætt bókmenntaverk, eða þá á eitthvert menningarlegt samhengi útfrá bókmenntaverkinu, og þær verður því að meta eftir því hversu mjög þær efla vitrænan skilning lesenda á umræddu verki, einnig þegar fjallað er um tilfinningaáhrif þess. Bókmenntaverk höfða hinsvegar alhliða til persónuleika lesenda með því að tengja í eina heild margvísleg atriði, svo sem sögupersónur, mismunandi stíl, hljómfall, myndrænar lýsingar, o.fl. Því er lestur góðs bókmenntaverks persónuleg reynsla, en af því verður ekki ályktað að allar túlkanir verksins séu jafngildar. Til lítils hefði þá höfundurinn vandað sitt verk. Sú túlkun kom eitt sinn fram á Sjálfstæðu fólki, að það væri fyrst og fremst lofsöngur um eftirbreytniverðan hetjuskap einyrkja. Er það ekki augljós fjarstæða?
Það er vissulega ànægjulegt að helstu tískukenningar franskrar bókmenntafræði (og þótt víðar væri leitað) hafa borist íslenskum lesendum, heimfærðar á íslenskar bókmenntir. Fjölbreytni er vitaskuld þakkarverð í bókmenntatúlkun, einsog á öðrum sviðum. En því miður er hún það aðeins á heildina litið, hver túlkun er yfirleitt einhliða, svo vandséð er að tvær túlkanir einnar bókar geti verið um sama verk, eins og vitur kona sagði um Gerplugreinarnar tvær í TMM (3. 88). En vissulega stangast þær greinar ekki á, heldur skoða söguna hver frá sinni hlið, og er skemmtilegt að önnur tengir söguna við Marx, en hin við Freud, einmitt þá tvo spekinga sem Halldór Laxness afneitaði síðar sem ákafast. Hér verður að gera þann fyrirvara að þessar greinar eru fundarerindi, máttu ekki fara yfir takmarkaða lengd.
Dagný Kristjánsdóttir skrifar í inngangi sinnar Gerplugreinar íhugunarverð túlkun, m.a. að það hljóti að vera matsatriði hverju sinni hvaða túlkunaraðferð henti skáldverki best. Það er hverju orði sannara, og ræðst ekki af bókmenntaverkinu einu, heldur líka af áhugamálum greinandans, sú aðferð sem er vekjandi fyrir einn, myndi hefta annan. Réttilega varar Dagný þó við túlkun sem skoðar skáldverk eingöngu sem heimild um þetta áhugasvið, hvort sem það er þjóðfélagsmynd, sálarástand, sögulegir atburðir eða annað. En það sem boðað er með slagorðinu að ”lýsa bókmenntum eins og þær eru”, er einmitt þetta, að túlkunin verði að byrja á því að skoða bókmenntaverkið sem sjálfstæða heild, og hlutverk einstakra þátta þess innan þeirrar heildar, áður en farið er að tengja það einhverjum sviðum utan þess. Ég kannast ekki við þá skoðun, að aðferð til að greina skáldverk sem heild sé sjálfsprottin eða ,,náttúruleg á einhvern hátt. Slíkar aðferðir eru að sjálfsögðu mannaverk á hverjum tíma, nú hefur um sinn mest borið á strúktúralisma.
Dagný segir að bókmenntaverkið og túlkunaraðferðin eigi að mætast jafnréttháar, þannig að þær varpi ljósi hver á aðra. Gott dæmi þess sér hún í grein Helgu Kress um Tímaþjófinn (í TMM 1.h.1988), en kað finnst mér hróplegt, því Helga rekur þar bara kenningar Júlíu Kristevu um hvernig kveneðlið birtist bókmenntum og öðru, síðan tínir hún saman staði í skáldsãgunni sem gætu átt við þetta, en gengur ekki út frá neinni heildarmynd af skáldsögunni. En hvernig tekst Dagnýju sjálfri til með þetta? Mér sýnist túlkunin hafa helsti mikið sjálfstæði gagnvart skáldsögunni. Eg er alveg sammála Dagnýju um að það sé slæmt ef ,,túlkunarfræði hefur engan sjálfsskilning. En gerist að ekki helst ef aðferðin sést ekki utanfrá, af því að túlkandinn beitir aðeins einni aðferð?
Það þykir mér einmitt sýna sig í grein Dagnýjar. Hún tekur fram að hún sé einungis að skoða tvo þræði í flóknum vef, ást og óhugnað í Gerplu. Innan þess ramma spinnur hún eftir hugmyndum sálfræðinga athyglisverðar samfléttaðar kenningar, svo sem að móðurleit einkenni ástir Þormóðs, föðurleit valdafíkn Ólafs digra, en kvenfælni Þorgeirs Hávarssonar stafi af því að hann sé of háður móður sinni. Sameiginlegur sé þessum körlum ótti við ,,hið kvenlega”.
Og þá erum við komin á kunnuglegar slóðir, að kenningunni um að karlmenn séu almennt bæklaðir tilfinningalega. En fyrst það á að sýna sig í sögunni, þætti mér ástæða til aö skoða samkenni kvenpersónanna. Það er að mínu mati öfgafull skrípamynd eftir tilsvari Guðrúnar Ósvífursdóttur; ,,Þeim var eg verst er eg unni mest”, allar vilja þær senda þann biðil sem þær unna minna til að drepa hinn sem þær unna meir. Er þetta ekki svipað hetjuhugsjón karlanna? Mér sýnist Þorgeir fyrst og fremst skoplegur fulltrúi hennar, einkum sem andstæða við raunverulegt framferði víkinganna. Dagný nefnir þessa skoðun en finnst hún greinilega of þröng. Hér, og á öðrum stað (bls. 315) vísar hún til . ”skoðana fræðimanna”, en í stað svo almennra orða væri betra að hafa beina tilvísun, svo að lesendur geti kynnt sér rök þeirra. Annars spinnur Dagný kenningaráð sinn lítt trufluð af öðrum skoðunum. Það er gott að fá svo innblásna, hugvitsamlega túlkun. En það vantar þann herslumun til að þessar kenningar verði sannfærandi, að rökstutt sé hversvegna þeim beri að trúa fremur en öðrum. Mér sýnist ekki standast að sálgreina bókmenntapersónur, nema fjalla áður un þær sem kerfi mótsetninga og hliðstæðna. Skýringin á hegðun persónunnar B liggur oftast í samspili hennar við persónuna A í sömu sögu, o.s.frv., það er augljóst að eiginleikar Þorgeirs, Þormóðs og Ólafs konungs mótast að verulegu leyti af hlutverkaskiptingu þeirra, sama gildir um konurnar. Kenning Dagnýjar leiðir hana ennfremur til að segja um innrás Ólafs Haraldssonar í Noreg:

Boðskapur konungsins er bæði einfaldur og flókinn; öll uppbygging skal eyðilögð, öllu lífi útrýmt og hann gengur enn lengra, hann leggur til atlögu gegn sjálfu lífslögmálinu, móöurjörðinni, líkama frummóðurinnar sem skal brenndur í eldi.

Nú sé ég þess engin merki í texta sögunnar, að þessi túlkun hvarfli þar að nokkrum manni, hvorki Ólafi digra, sögumanni né öðrum, að innrásin sé fyrst og fremst dulbúin uppreisn gegn móður, tilraun til að tortíma henni. Spurningin er þá hvort slík túlkun eigi ekki samt fullan rétt á sér, til að kanna söguna innan ramma hugmynda sem nú séu í tísku. Það væri í samræmi við það, að gömul bókmenntaverk geta nútímalesendur ekki skilið út frá horfnum hugmyndaheimi, sem ríkti þegar þau voru samin, heldur hlýtur skilningur lesenda að mótast að verulegu leyti af þeirra eigin hugmyndaheimi. Þyki túlkunin gera mikilvægum káttum verksins skil í samhengi, og bregða nýju ljósi yfir það, má hún þá ekki ykja fullgóð, út frá hvaða forsendum sem hún gengur? Því aðeins, sýnist mér, að hún sé þá borin saman við aðrar túlkanir, og sýnt á að hún sé þeim betri. Sé það vanrækt, og látið nægja að tala um túlkun ”sem vel gæti hugsast”, má lesa hvað sem er inn í bókmenntaverkið, þá er ekki tekist á við það, og þá gefur það lesendum ekkert annað en staðfestingu á hleypidómum þeirra. Þá er komið út í aðferðir pýramíðaspámanna eða hvaða hjáfræðings sem er. Það er samkenni allrar hjáfræði að láta sér nægja að setja fram tilgátur og finna dæmi sem koma heim og saman við þær. En fræðileg afstaða er að draga tilgátur sínar í efa, reyna að prófa þær, (sjá nánar Þorstein Gylfason, bls. 253—4).
Bergljót Kristjánsdóttir fer í grundvallaratriðum þannig að í sinni grein um Gerplu. Hún byrjar hvern þriggja síðustu kafla greinarinnar á ályktun fyrri fræðimanna um meginatriði sögunnar. Síðan rekur hún ýmislegt í sögunni sem varðar þetta, og kemst þannig að rökstuddri niðurstöðu sem stangast á við tilvitnaða túlkun. Að vísu eru þær niðurstöður misvel undirbyggðar. Mér sýnist órökstutt og út í hött að kalla Sviðinsstaðavígin ,,ástarjátning alþýðunnar til skáldsins” (bls. 295), og ófullnægjandi rök fyrir því að Þorgils Arason og Vermundur tákni andstæður nýríkra og gamalgróinna auðherra í íslensku þjóðfélagi um miðbik 20. aldar skv. túlkun kommúnista þá (bls. 292). Enda er sú ályktun studd rangtúlkun þeirri, að kvensemi Vermundar sé ,,merkileg, konur hans eru fjárfesting sem til er kostað eftir því hvaða arður fæst af þeim” (bls. 291). Þetta er bara eins og annars staðar í þjóðfélaginu, að í hjónabandi lögðu aðilar ámóta mikið fé fram. Fyrir kemur að tilvísun vantar, svo sem fyrir því að Ólafur helgi og lið hans sé a.n.l. eftirmynd nasista, og að Helga Kress setti fram kenninguna um aö Fóstbræðrasaga sé skopstæling á Íslendingasögum 286). En í meginatriðum er fræðilega tekið á málinu.
Matthías V. Sæmundsson á í sama tímaritshefti grein sem fellir í eina heild mikið efni. Hún fjallar um frásagnarlist nútímaskáldsagna, með sérstakri hliðsjón af Fljótt, fljótt sagði fuglinn eftir Thor Vilhjálmsson. Það er sú bók Thors sem mest hefur verið um fjallað áður. En því miður er ekki ljóst hverju Matthías bætir við það. Þetta varpar skugga á annars athyglisverða grein, og sjálfsagt að ástæðulausu. Matthías nefnir helstu greinar um söguna í heimildaskrá sinni. En í greininni sjálfri er ekki hægt að sjá hvað er úr þeim ritum, og hvað er frá honum sjálfum komið, því síður eru þar rökræður um hví ein kenning megi þykja annarri betri (nema ein myrk á bls. 355). Ekki hafa þó allar þessar túlkanir verið samhljóða, skipti engu máli hvað úr þeim var valið og með hvaða rökum? Ef ekki, þyrfti á að taka það fram og skýra. Ennfremur segist Matthías styðjast við rannsóknir Davids Lodge á merkingarháttum í nútímaskáldsögum, en sín greining sé að mörgu leyti frábrugðin hans ,,eins og gengur”. Af hverju segir Matthías ekki í hverju hann víki frá fyrirmynd sinni og hvers vegna? Það hlýtur að skipta máli. Þegar hér er komið líður undirrituðum lesanda eins og hann sé kominn í fornfrægan reyfara, með bundið fyrir augun, í vagni á leið að hitta höfuðpaurinn. En bókmenntatúlkun á ekki að höfða til trúnaðartrausts lesenda, heldur til skilnings þeirra. Þessi einstefna kann ennfremur að vera ein ástæða þess hve myrk greinin er og afstrakt, ólíkt t.d. stíl Dagnýjar. Hefði Matthías tekist á við aðrar túlkanir, hefði það væntanlega leitt hann til að vera skýrmæltari, þó ekki nema af því hve ljós t.d. grein Peter Hallberg er (í TMM 1972). Þetta tengist því líka hve fljótt er farið yfir sögu sums staðar, og koma þá í meira lagi hæpnar staðhæfingar, svo sem: ,,Í seinustu ljóðum Steingríms Thorsteinssonar birta myndhvörf til dæmis neikvæða samsvörun vitundar og heims. Þeim virðist stefnt gegn rómantískri heimsmynd: þeirri trú að formgerðir hins mannlega, náttúrlega og guðlega deili örlögum”. (bls 357). En rökin fyrir þessu er vísa sem er fullkomlega í stíl Heines, sem Jónas Hallgrímsson stældi í árdaga rómantíkur! Jafnvel þá var sannarlega ekkert nýtt að sýna náttúruna sem háskalega, óhugnanlega. Enda dregur Matthías í land í næstu málsgrein; ,,hin yfirskilvitlega samverund er enn fyrir hendi, neikvæð að vísu og kannski óorðanleg”.
Andri Thorsson hefur rakið hér í TMM hve einhliða túlkun Helgu Kress er Tírnakjófnurn Steinunnar Sigurðardóttur. Skal engu við það bætt hér, en hætt er við að ýmsir limir dansi eftir því höföi. Það sýndist mér t.d. um frægt erindi Sofffu Birgisdóttur, Fossafans (Mbl. 25. okt. og 1. nóv. 1987). Nú er e.t.v. ekki ástæða til aö taka mjög hátíðlega erindi, sem kann að hafa verið flutt í gamni, fullt eins mikið og í alvöru. En það er þó dæmigert fyrir þá aðferð se hér hefur verið rædd, að telja að lýsingar fossa í íslenskum bókmenntaverkum tákni fyrst og fremst bældan eða dulinn losta. Þetta getur vissulega staðist um ýmsar þeirra löngu klausna sem Soffía birtir. En ólíkt heföi hún sannfært betur um það, hefði hún hugað að öðrum túlkunarmöguleikum, og fært rök fyrir því að þessi ætti best við. Vitaskuld var áður alkunna, að náttúrulýsingar í skáldverkum eiga ekki síst að lýsa hugarástandi sögupersóna. Þar kemur þó fleira til álita en losti, t.a.m. virðist miklu nærtækara að skilja eina fosslýsingu Soffíu sem matargirnd, einhver hefði talað um móðurbindingar, jafnvel orðað þá hugsun svo á íslensku, að hér risi lofsöngur um ættjörðina af þrá talandans eftir öryggi smábarns í móðurfaðmi:

Að belgja nú í sig
þetta blessaða loft
júgurfroðuna
jökulrunna-
hvílíkur unaður
himins og jaröar!
-Lygna augum
undir úðaregnì
og svelgja, svelgja
sólgnum teygum
jessa ljósþrungnu
löðurangan
. . . (Þorsteinn Valdimarsson: Gullfoss)

Ekki skulu hér rakin fleiri dæmi, þótt unnt væri. Það má álykta af þessum, að þakkarverður sé dugnaður bókmenntafræðinga við að færa heim nýjustu tækni og vísindi. En það nær of skammt að yfirfæra kenningarnar bara gagnrýnislaust á tiltæk bókmenntaverk. Lærdómur bókmenntatúlkenda og hugvit nyti sín mun betur, ef þeir færu fræðilegar að. Fyrst er að greina bókmenntaverkið sem heild, og sjá hlutverk einstakra þátta í þeirri heild. Síðan hlýtur öll bókmenntatúlkun að skoða bókmenntaverkið innan landamæra annars sviðs. Það fer eftir áhugamálum túlkanda hvort það er svið goðsagna, kenninga um stéttaþjóðfélag, sálræna mótun einstaklings eða annað. En til að slík athugun verði sannfærandi, nægir ekki að setja fram tilgátur, heldur þarf jafnframt að sannprófa þær á einhvern hátt. Einfaldasta leiðin er að bera þær saman við aðrar tilgátur, sem fyrr hafa komið fram um þetta efni, og rökræöa hver eigi best við. Finnist þær engar, verður túlkandinn sjálfur að finna mögulega valkosti við túlkun sína. Það er ekki nema sjálfsögð virðing við lesendur að höfða til dómgreindar þeirra eftir föngum.

Greinar sem til er vitnað:
Þorsteinn Gylfason: Er vit í vísindum? TMM 1975, bls. 245—266. Sjá ennfremur rit sem þar er til vitnað, einkum Lakatos, og: Karl Popper: The poverty of Historicism. London 1957.
PeterHallberg: Við vitum ekki hvort þau hafa andlit. Nokkrar hugleiðingar um Fljótt, fljótt sagði fuglinn eftir Thor Vilhjálmsson. TMM 1972, bls. 119—134.
Soffía A. Birgisdóttir: Fossafans. Morgunblaðið 25. 10. og 1. 11. 1987.
Helga Kress: Dæmd til að hrekjast. TMM 1988, bls. 55—93.
Guðm. Andri Thorsson: Eilífur kallar/kvenleikinn oss. . . TMM 1988, bls. 187—195.
Bergljót Kristjánsdóttir: Um beinfætta menn og bjúgfætta, kiðfætta, kríngilfætta. TMM 1988, bls. 283—300.
Dagny Kristjánsdóttir. Aldrei gerði Kristur sálu Þórelfi, vorri móður. TMM 1988, b1s. 301321
Matthías V. Sæmundsson: Myndir á sandi. TMM 1988, bls 338—365.

Engin ummæli: