fimmtudagur, 15. febrúar 2007

Timaþjofur Steinunnar

STEINUNN SÍGURÐARDÓTTIR: TÍMAÞJÓFURINN Iðunn, Reykjavík 1986.

Þessi saga er sögð af aðalpersónunni. Við kynnumst öllu í gegnum hennar vitund og kynnumst raunar aðallega hennar vitund. Þetta er efnuð kona og stórættuð, falleg og eftirsótt, menntuð og fáguð, málakennari við menntaskóla. Hún er einhleyp, þrjátíu og sjö ára gömul þegar sagan hefst, en henni lýkur sjö árum síðar. Hún býr ásamt systur sinni og unglingsdóttur hennar á bernskuheimili þeirra við sjóinn, í gömlu timburhúsi.
Frásagnarháttur sögunnar er mikil nýjung í því hversu breytilegur hann er; þannig sýnir hann sálarástand aðalpersónu. I upphafi ber mest á galgopaskap, svosem (bls. 7): ,,Gisin ský eru á hendingskasti svo það kviknar og slokknar á sólinni einsog biluðum vita”. Söguhetjan er sjálfsörugg og segist stjórna ferðum elskhuga sinna inn og út úr húslnu í Skjólunum elns og umferðarlögregla (bls. 22). Elskhugana nefnir hún bara eins og í leiðinni, þeir verða smáir hjá henni. Steindór latínukennari er einskonar fulltrúi þeirra allra, hún sýnir hann hundslegan og vælandi. Af sömu lítilsvirðingu talar hún um lítinn doktor í eðlisfræði sem hafði skamma viðdvöl í járnrúmi landlæknishjónanna (bls. 64). En Alda þessi er ekki öll sem sýnist frekar en annað fólk. Kannski er þessi lítlisvirðing á elskhugunum bara brynja, síðar (bls. 107) segist hún alltaf hafa flúið af hólml ástarinnar (nema þetta eina skipti sem varð henni að falli). Fyrr kemur fram (í afneitunum, bis. 31) að hún átti andiausa æsku dekruð "í skjóli efnaðra aristókrata sem aldrei skildu hvað barni leið eða mundu ekki eftir að taka nótís. Sambönd mín við pilta voru [...] á skjön og til þess eins að fá jarðsamband". Og þrátt fyrir yfiriýsingar hennar birtist afbrýðisemi í því að hún gerir lítið úr öðrum konum, sigursælum keppinautum sínum (t. d. bls. 64, 109, 113).
Allir geta átt veikleika, en sá sem neitar að viðurkenna sína verður ofurseldur þeim. Saga Öldu verður fullkomin andstæða þeirrar myndar sem hún gefur af sér í upphafi, hún brennur upp í ástarbáli og ástarsorg sem verður margra ára einæði; það er meginefni sögunnar. Það er verulega vel til fundið að hafa elskhugann mikla óljósan, þannig skilst að hann skiptir ekki máli í sjálfu sér, heldur er tilviljunarkennt tilefni ástarinnar. Útlit hans hrífur hana, hann er nær tveggja metra hár, dökkhærður, bláeygur og andlitið eins og tungi í fylllngu! En skapgerð hans lýsir hún af miskunnarlausri skarpskyggni í huga sér áður en samband þeirra hefst (bls. 27):

Ég veit alveg hvernig maður þú ert. Dauðsfall þér óviðkomandi getur eyðilagt heila helgi, en ég gruna þig um ísöld augnanna vegna. Eg get vel sagt þér sem ég sit hér: Það er einkenni sentimental manna að lifa lífinu vælandi út af hlutum sem káfa ekki upp á þá. En ef þeir stíga fæti á sína nánustu og merja undir táberginu þá taka þeir ekki eftir því. Ekki vildi ég vera konan kín. Nema hún sé svo lánsöm að vera alveg blind.

Fyrirboðar
Það er ills viti að söguhetjan skuli síðan taka til við að fleka slíkan mann, og ekki vænka horfurnar við þær upplýsingar um fyrri ástasambönd hennar sem áðan voru raktar. Ástarsorg Steindórs í upphafi sögunnar er fyrirboði um örlög Oldu, þar sem hlutverkaskipan snýst við. Steinunn raðar niður fyrirboðum í stíl Islendingasagna, lítt áberandi og ekki augljós merking
þeirra. Þannig vaknar lesendum sterk tilfinning fyrir því að söguhetjan flani að feigðarósi í þessu ástarsambandi. Ekki batna horfurnar þegar elskendurnir kveðjast af því að hann er að skreppa þrjár vikur til Mexíkó. I orðum þeirra koma fram gerandstæðar væntingar, svo lesendur geta séð gleggra en sögumaður (bls. 55):

Þessar þrjár vikur verða fljótar að líða. Segir þú. Ég hefði aldrei sagt það.[...]
Svo bít ég höfuðið af skömminni með nokkrum meitluðum setningum: líklega sé hann betur kominn með konunni sinni en mér, það sé á okkur viss aldursmunur og þaraðauki dragi ég ekki í efa að samband hans og frúarinnar sé bara prýðiiegt. Heimsmet í ofraunsæi, Alda þó.
Enda segist hann þá aldrei hafa sagt annað en hjónabandið sé takk bærilegt.

Og orð hennar voru kó augljósiega sögð til þess eins að hann mótmælti þeim.
Það eykur á áhrifamátt fyrirboðanna, þegar þeir eru settir fram myndrænt, svo sem þegar Alda býður Antoni heim með sér fyrsta sinni og sýnir honum fjölskyldumyndir, m.a. gamla mynd af sér skælbrosandi (bls. 34):

En áhugi sögukennarans beinist að annarri mynd. Ég á náttkjól með Öldu brúðu. Sem þá var stærri en eigandinn. A þeirri mynd er öll gleði úr sjö ára andiiti. Það er lokað og myrkt af þjáningu heimsins. Áttrætt andiit. Aftur á móti brosir dúkkan samkvæmisleg mér við hlið.

Þessi mynd sýnir óvænt djúp undir yfirborði hinnar hressu Öldu, sem líkst frekar dúkkunni. Myndin er fyrirboði þeirra þjáninga sem Alda á eftir að þola vegna Antons. En um hann segir hún þá (bis. 138): ,,Hann kann ekki að þjást. Það er lykillinn að honum. Um slíka menn er sagt að þeir séu sterkir. Það er aldrei sagt að að vanti eitthvað í þá”. Þetta er lykilatriði í sögunni — að kunna aô þjást. Brúôan, sem tengist bernskuþjáningu Öldu, vísar fram til tuskubangsans síôar.
Annars eru þessir fyrirboðar — og margir fleiri (t.d. nefnir Andri töluna sjö í Þjv. 19/11 1986) — aðeins angi af stærra meiði. En það er þéttleiki bókarinnar, ef svo mætti segja, og er þá vitnað til þess, að á þýsku heitir það að skálda dichten, en það þýðir líka aô þétta. Enda er það einkenni á góðum skáldskap að ýmiskonar atriði orka saman að markmiði, sem verður aðeins þannig til. Hér er aðeins hægt að grípa fáein dæmi af handahófi. Tvívegis þegar Alda finnur sér hafnað af elskhuganum, bjargar hún barni úr nauðum (bls. 67 og 1 12). Þannig er okkur sýnt í upphafi sorgarinnar, að hún göfgi hana en smækki ekki. Þegar Alda sér Anton fyrst, hugsar hún um hann sem leikfang (bls. 9):

(Svekkjandi augu úr ísbláu gleri/montinn með sig í glugganum./ Dýrasti bangsi í bænum/með uppstoppað öryggi./Hugsar: Hún á ekki fyrir mér þessi./Þér brygði nú ef manni tæmdist arfur /eða vinirnir efndu til samskota.)

En hann reynist verða allt annað en leikfang hennar, og þessi lýsing gengur aftur í óhugnanlegri mynd af einsemd hennar og örvæntingu þegar hún rogast milli landa með risastóran tuskubangsa, eina rekkjunaut sinn, dautt flikki, sem tákn fyrir ástarsorgina sem hún dragnast með.
Sagan þéttist ennfremur við vísanir í fræg bókmenntaverk, sem stundum koma fyrir, einkum um hverfula fegurð og ástina eftir Goethe, Villon og Shakespeare (sonnetturnar, Anton og Kleopatra, Hamlet). Jafnframt skerpa þessar vísanir mynd menntakonunnar Oldu.

Stíll
Stíllinn er margbreytilegur, eins og áður segir, enda mikilvægur. Þannig segir söguhetjan okkur ekki að hún hafi orðið ástfangin af manninum sem hún þóttist vera að leika sér að, Það birtist í því að stíllinn verður ljóðrænn. Það hefst í aðdraganda þess að hún tekur hann heim með sér, en því er lýst í sundurleitum galgopastíl upphafsins (sbr. orðin sem ég skáletra, bls. 41):

Ég segi þér til fróðleiks í Skjólunum að bekkjarskáldið í sjötta bé hafi komið með mér heim eftir skóla á föstudaginn. Þá hafi ég fætt hann á lifrarpylsu og rófustöppu með súkkulaðimús í ábæti (umdeilanleg samsetning matseðils) og að loknu kaffi þá hafi hann tekið mig prontó einsog til var ætlast í stóra gamla rúminu þar sem ég hlýt sjálf að vera getin.

Þetta leiðir samkvæmt áætlun til þess að þau Alda og Anton falla nú sjálf saman í þessu rúmi. Eftir það verður stíllinn æ ljóðrænni, á næstu opnu minna jólaljósin hana helst á blóm sem springa út um hávetur, tákn ástarinnar sem sigrast á erfiðum aðstæðum (bls. 43):

Skammdegisbærinn er brosandi land.
Rauðuljós á svölum
tendruð beinlínis okkur, mér+þér
Gluggaljós, geimljós. Útsprungin á skemmsta degi.

Þetta magnast æ meir, og verður skjótt svona (á bls. 51-2):

Fjölda orða hefur maður ekki tök á að skilja fyrr en maður kynnist þeim.
ÓÞREYJA er eitt af þeim.
Óþreyjan eftir þér, ástin mín
undir heiðríkum himni í hádegissól
Óþreyja
óljós einsog íslensk vindátt
einstökusinnum góð
eins og framvinda skýjanna í júlí.
Ástæðulaus, óttaleg
vellyktandi óþreyja einsog kornabarn
hörð einsog brim,
óþreyjufull, óljós
óþreyjan eftir þér ástin mín.

Hér kemur fram í andstæðum hve ofurseld tilfinningum sínum söguhetjan er, en upphafi ástarævintýrisins þykist hún alveg róleg þótt elskhuginn komi ekki (bls. 44). Á kveðjustundinni hverfur stíllinn frá þessari ljóðrænu, eins og sjá má af dæminu hér að framan (af bls. 55), og þegar hún fer að bíða hans frá Mexíkó verður allt grátt, skítugt og ljótt. Það sýnir tilfinningar hennar, og er jafnframt óheillavænlegt (bls. 57—62):

SÍÐASTA VETRARDAG
er vorfnykur í nös. Ég tíni rusl. Myglaðan ópalpakka úr beði, sígarettustubb. Grasið er ekki gras, heldur leifar.

Stíllinn færist aftur í upphaflegt form ,,ÞEGAR HANN KOM AFTUR” (bls. 64-70), en verður svo æ ljóðrænni eftir því sem ótvíræðara verður að hann er hættur við hana. Það sýnir hugarstríð hennar, enda verður stíllinn hversdagslegri þegar hún reynir að jafna sig (bls. 77-8). Hún leggst svo í ferðalög, og þá verður iðulega sendibréfsstíll á frásögninni, enda er svo um allt sem hún sér, smakkar og skynjar á annan hátt, að það verður að vera í samneyti við elskhugann, jafnvel þótt það samneyti sé ímyndað. Þessvegna er mikill hluti sögunnar eðlilega í 2. persónu eintölu, svo sjaldgœft sem það er.
Þau kynntust í skólanum, bar sem bœði kenndu, en skólinn er síðan aldrei nefndur á meðan hún er í ástarsorginni, þá er hún annaðhvort heima hjá sér eða á ferðalögum. ,,Eftir að vonin um þig hverfur er ég að heita má ekki til nema í draumum mínum og á ferðalögum. Á þvælingi um ókunna staði getur maður lifnað þótt bað sé leiðinlegt að ferðast” (bls. 138). Þetta verður til að magna lýsingu ástarsorgarinnar, að konan svífur ein í lausu lofti, árum saman.

Persónur
Sem áður segir, fer mest fyrir Öldu sjálfri, svo aðrar persónur verða einhliða skuggar. En þœr hafa þá hlutverk í fléttunni, og bókin verður sterk, áhrifarík vegna þessarar einbeitingar að örlögum einnar mannveru.
Það litla sem fram kemur um ástmanninn Anton, ber vott um ,, karllegt gildismat”, sem Öldu er alveg framandi. Konur vekja í honum söfnunarhneigð, andstætt ástríðu hennar, hún má horfa upp á hann káfa á Hildi leikfimikennara þegar hann er að hrinda Oldu frá sér. Síðan klífur hann metorðastigann eftir ýmsum leiðum; framhaldsnám í Oxford, háskólakennsla kemur í stað menntaskólakennslu, framboð, og að lokum er hann orðinn ráðherra og jórtrar innantómar klisjur í útvarpi. ,,Einkennilegt að vera opinber hæstráðandi menntamála en vilja engu ráða í einkamálunum (bls. 136).,,Það er ekki hár vinningur hjá þér að komast til metorða. Stærsti vinningurinn væri að stökkva í áfangastað til mín” (bls. 141) hugsar hún.
Egill er allt öðruvísi, sannur félagi hennar í því að njóta líðandi stundar. Þannig er hann henni hin mesta huggun eftir að Steindór fremur sjálfsmorð vegna hennar (bls. 30-31). Síðan er það endurtekið minni, að ,,Egill nennir ekkert að tala við hana, það sýnir best hugarástand hennar, enda kemur fram að hún nær ekki lengur sambandi við Ölmu systur sína (bls. 83, 102 og 105). Vill Egill nánari tengslvið hana? Það et gefið í skyn í skemmtilega tvíræðri klausu eftir dauða Olmu, bar sem húsið táknar Oldu sjálfa (bls. 145).

Ekki fer ég að leigja út neðri hœðina. Ég skrölti frekar ein á efri hæðinni í þessu tvílyfta húsi. Mannlaus neðri hæð. Það fer vel á því. Egill hefur að vísu talað um að fá afnot af henni, en ég tek því víðs fjarri. Og kannski er hann að grínast.

En hann tryllist svo alveg þegar hann kemst að þessu með Anton. ,,Nú segist hann skilja allt. Af hverju ég sé orðin svona. [...] Alda þú varst svo lauslynd og léttlynd og frjáls í hugsun. Ég þekki þig ekki fyrir sömu manneskju Alda” (bls. 180-181).
Persónan Alda er auðvitað merkilegasta umhugsunarefnið. Þótt hún rísi hátt yfir ,,ráðherrasílið” er Steinunn sem betur fer ekkert að fegra hana, því verður hún ákaflega lifandi persóna. Hún er full hroka vegna œttgöfgi sinnar og fegurðar, og kemst oft barnalega að orði (t.d. bls. 58-9). En hún er andrík og skemmtileg, bókin gneistar af bví hugarflugi sem er rangnefnt ,,orðaleikir”, jafnvel í svörtustu örvœntingarköflunum. Alda gerir mikið úr því hvað hún sé ,,melluleg” (bls. 7, 33 og 41), þannig tælir hún karlmenn, en einnig hefur hún unun af að kvelja þá, býr sig í kennslu eins og hún væri að fara á ball (bls. 111) og hlakkar yfir almennri standpínu nemenda sinna (bls. 128). Ást Steindórs vekur henni bara leiðindi, sjálfsmorð hans vekur henni fyrst og fremst hugsanir um óþægindi sjálfrar sín. Hún lætur mikið af karlafari sínu framanaf sögunni, en eftir sambandið vià Anton missir hún alveg áhugann á karlmönnum, ástarsorgin verður þá æðri, enda skírir hún Oldu, kallar fram kjarna hennar, sem flestu fólki verður að eilífu hulinn. Þannig er Alda í bókarlok sátt við örlög sín, sagan er á vissan hátt þroskasaga í gegnum píslarvætti.
Síðasti fjórðungur sögunnar tekur aftur upp kaflaheiti upphafsins; SkólasetningII, Göngufrí í okt.II, Tvær afmælistertur á kennarastofu II. Þá er Alda búin að jafna sig eftir sjö ára sorg, orðin mönnum sinnandi, og það sést á því að félagar hennar birtast aftur. Mestu skiptir að þótt hún afneiti ekki á nokkurn hátt tilfinningum sínum, er hún sátt við hlutskipti sitt ,,flestir menn þvinga konurnar sínar. [...] Gott eigum við sem fengum að rétta úr okkur mannlausar (bls. 145). En inní þennan hluta (og nokkru fyrr, frá bls. 137) fléttast uppgjörið við ástarsorgina, og einnig ímyndun Oldu um eigin elli. þannig spannar bókin allt lífið, mismunandi valkosti. ,,Eðlisfræði hefur aldrei verið mitt fag, hugsaði Alda (bls. 64), en nú virðist hún farin að reikna út mögulegar gangbrautir sínar í framtíðinni, út frá núverandi stöðu og stefnu. Líkamlega lasburða, elliær, sjálfsmorð áður en til þess kemur, og einnig kemur nú í stað ástríðunnar miklu sambúð hennar með öðrum gamlingja sem hún sœttir sig við, enda þótt hún líti niður á smekk hans og viðhorf. Það kemur vel fram í stílnum að henni finnst þessi ,,hentugleikasambúð” vera meðalmennskan uppmáluð, andstæða ástríðunnar, sem áður var lýst (bls. 161-3 og 172, leturbr. ritdómara):

Okkur Símoni líður óskup vel hérna í hádeginu á sunnudógum [...] Það besta við Símon er manngæskan. Hann er hrekklaus og saklaus ennbá, eftir allt betta líf. Það er yndislegt að vita um fólk sem brennimerkist ekki af lífsreynslunni ljótu og þrotlausri heimsku heimsins. Hann er engill þessi garmur og hvað gerir það til þótt ég sé ekki alveg á nippinu af ást til hans. [...]Hann er alls ekki leiðinlegur. Hann er einmitt frekar smellinn [...] Eg hef vit á að vera þakklát fyrir að hafa tiltölulega huggulegt og hreinlegt garnalmenni til að klappa og halda í höndina á meðan manni er hlíft við kossaflensi.

Bygging
Byggingu sögunnar má kannski líkja við öldugang. Fyrsta aldan tekur yfir áttundapart sögunnar, við kynnumst Öldu og hennar nánustu. Anton verður áberandi á afmælisdegi Oldu, sem lýkur með því að Steindór drepur sig. Eigum við ekki að kalla þann dag öldufaldinn. Síðan koma viðbrögð við dauða Steindórs nokkra daga, útfiri. Ný alda rís með því að Alda leggur snörur sínar æ ákveðnar fyrir Anton, ástarævintýri þeirra er lýst á einungis 12 bls., ámóta langt mál fer í að lýsa óþreyjufullri bið hennar eftir honum, en hálfu lengra í að lýsa því er hann bítur hana af sér. Þessi þáttur er alls hálfu lengri en hinn fyrsti, og síðan rís þriðja og síðasta aldan, rúmlega hálf bókin ferðalög í ástarsorg, dauði Ölmu, órar Öldu um ellina, og loks bráir
af henni.
Vegna alls þessa get ég ekki fallist á að hvörf sögunnar séu snemma í henni, milli 2. og 3. þáttar, svo sem talið er í prýðisritdómum DV (23/12 1986) og Þjv. Alltént skiptir lokahlutinn mesti máli, og hvörf verða þar með kaflanum Skólasetning II, þriá fjórðu af bókinni.
Alveg frá upphafi sögunnar er dauðinn undiralda hennar. Hún hefst á jarðarför, Alda hittir sinn tilvonandi á gönguferð í gamla kirkjugarðinum, og á með honum ástarfund þar síðar. En þetta er á gröf sem ber hennar nafn— að vísu liggur þar systir hennar og alnafna, andvana fædd, ári fyrr en hún. Ástin og dauðinn eru stöðugt samtvinnuð í þessari sögu, þannig er einn áhrifaríkasti örvæntingarkaflinn síðast í þætti ástarsorgar (bls. 142-3) lýsing á lestarferð frá núllpunkti. Alda O segir:

Lestarklefinn er líkkistan mín.
Hjáliðin veröld
strengd fyrir gluggann á ferð

frá morgni til dags
gegnum sléttuna í hálfri birtu.
[...]

bólstraðri lestarkistu
næsta stopp er endastöð
STOPP

Þá kemur þiónninn með lakið að láta yfir mig
Með fyrirfram þakklæti
þinn farþegi

Dauði Ölmu systur kemur í miðjum þættinum um ástarsorgina, og bókinni lýkur á því að Alda býst við dauðanum í mynd ástmannsins.

Þetta er áhrfarík bók, enda tekst hún á við kjarnann í tilveru fólks og er afar vönduð, eins og ég hefi hér reynt að benda á. Steinunn hefur stigið stór skref fram á við sem skáld með þessari sögu, og var hún þó góð fyrir.

Engin ummæli: