fimmtudagur, 15. febrúar 2007

Mer verður fugls dæmi

ÖRN ÓLAFSSON:
MÉR VERDUR FUGLSINS DÆMI

1. Visur Fiðlu-Bjarnar öðru nafni Raunakvæði eru varðveittar í a. m. k. ellefu handritum.
1. Lbs 1293, 4to. Gráskinna, syrpa Gisla Konráðssonar. Ehdr., síðara bindi af tveimur. „ymsar Islendskar sagnir samanritaðar at bon ens Norræna fornfræðafelags (:uppkast:) með ymsum kveðlings gátum." Sá hluti bókar, er kvæðið geymir, er ritaður 1847 skv. registri Gisla sjálfs. Þátturinn er á b1s. 10 (leyst upp úr skammstöfunum). „Frá Fidlu-Byrni (:sjá bls. 66).
Björn het madr Skagfyrdskr, ok kalladur Fidlu-Bjorn fyrir því hann ljek manna best á Fidlu, lagdi hann þat eitt fyrir sik ok for um hérud med íþrott bá ok héldt sér uppi vid þat - en þat var forn trúa, at álfar ok ymsar vættir sækti þar mjok at, er Fidla væri leikinn, en englar at lángspils slætti ekki verdr margt fundit frá Byrni at segja, nema þat, at eitt sinn fór hann villtr úti i myrkri ok þoku med fidlu sina, settiz hann þá fyrir at lyktum undir steini eigi all litlum, ok tok rád þat til skémtanar sér at leika á fidluna -- en er hann hafdi leikit eigi allskamma hríd, heyrdi hann betta kvedit i steininum" (hér kemur hússerindið) „visurnar nam Bjorn (:og voru þær fjórar með enu sama niðurlægi, enn upphöf voru að þeim: mer verdr skipsins dæmi; mer verdr fuglsins dæmi ... en eru nu tindar: ). Þegar dagadi kendist Bjorn vid, at hann var fyrir nedan Reykjavelli i Tungusveit.”
Við upphafið hefur dr. Jón Þorkelsson (?) skrifað: Prentað. Á bls. 66, innan um ýmsa dansa forna er svo þetta: ,til bls. 10 Fiðlu-Björn. Er sagt hann færi frá Daufá ok ætti þar heima er hann heyrdi vísurnar kveðnar í steini neðan Reykjavalla i Tungusveit:" Síðan koma hinar visurnar þrjár. Ofan við er skrifað m. s. h. og Prentað b1s. 10: Þjóðs. B. Bjarn 79 og víðar.
2. AM 276, 8vo.* Sagnir, sogur og kvæði, skrifað af Gísla Konráðssyni og sent Hinu norræna fornfræðafelagi 1849-50 (Kalund). Bl. 53-4. Hér er augljóslega skrifað eftir Gráskinnu. Í lok þáttarins segir hér: ”(:hafa margir heyrt sögu þessa og sumir kunnu úr visunum, en Guðný Sigurdard: (sjá 1:) kunni þær allar-:)." Þáttinn á b1s. 10 i Lbs 1293, 4to., hefur Gisli þá skrifað eftir því sem margir kunnu, en verið kominn aftur á bls. 66, begar hann fann loks kerlingu, er kunni kvæðið allt. Ekki finn eg minnst á þessa konu annars staðar í hdr. Í manntalinu 1845 er nefnd ein kerling í Skagaf. sem heitir Guðný Sigurðardottir, var i Hróaldsdal. Fædd i Reykjasókn, ekkja, 82 ára 1845.
3. JS 303, 4to. Þættir eftir Gisla Konráðsson. Ehdr., skrifað u. b. b. 1860-70 (Hdrskrá), bls. 26-7. Kvæðið er í þætti af Hálfdáni Fellspresti og Fiðlu-Björn er hér sagður systursonur hans. Nokkrar sagnir eru af viðskiptum beirra Hálfdáns, er sýna áræði Bjarnar. Hér vantar hússerindið. Lesháttamunur bendir ekki til, að Gísli hafi ritað þetta eftir ehdr. (og þá bls. 66 i Gráskinnu, en gleymt bls. 10).
4. JS 267, 4to. Kvæðasafn, margvisleg blöð og seðlar, skrifað á 18. og 19. öld (Hdrskrá). Það blað, sem kvæðið er á, er með 19. aldar skrift, nr. 54 i safni þessu. Fyrirsögn: ,Sorgar=Visur/ kvednar i stórum Steini/manni þeim a heyrandi/ er Fidlu Þorbjorn kalladist,/og eptir 3 quedid hvurt stef/nam hann quædid."
5. JS 398, 4to. Stafrétt eftirrit (Pálma Pálssonar) af JS 267, 4to.
6. Lbs 152, fol. Ólafs saga Þórhallasonar eftir Eirík Laxdal. Ehdr., bls. 122. Kvæðið er í þeim hluta sögunnar, er nefnist Kolku þáttur. Þar er frá sagt, að mikil og fögur kona hefur róið skipi upp i fjöru hjá Grími bónda i Höfnum og segir æfisgu sína. Foreldra sína, mann og son missti hún á sama tima. Ekki grét hún, heldur "giorde eg Erfe drapu epter bau oll og er þetta þar i:

Sá eg sudur til eija
sák þar lios a lampa
liufann mann a leiki,
i linskirtu huitre,
hafdi hár fyrer augum
og hoskann vænleik annann
þeim eina mundi eg manni
min til i huga seigia.
Ein sit eg uti gratinn,
þá adrar inn gánga,
sælar af silfri búnar
siaande uin sinn inni,
eg ueit minn i marflo[de]
mann þann best eg unne,
frials i farsælu biggir,
far ueit huad mig hriggir."

Síðan koma visurnar fjórar, en aftan við er skrifað með sömu hendi: ,hier vantar vid."
Kvæðið er prentað orðrétt i bók Einars Ól. Sveinssonar: Um íslenzkar þjóðsögur, bls. 163-4 (í 4. er. 6. l. á þó að standa úr, ekki í). Handritið er skrifað eftir 1788 (það ártal er stimplað á pappírinn) en i siðasta lagi 1816, þvi þá dó Eiríkur. I Hdrskrá segir: „um 1800." Eirikur var Skagstrendingur að uppruna. Gerst segir liklega af honum í Um íslenzkar þjóðsögur, bls. 102 og áfram.
7. Lbs 151, fol. Eftirrit Lbs 152, fol, stórum læsilegra því. Fyrri hluti þess er skrifaður af sr. Ólafi Ólafssyni stúdent, frænda og mági Bólu-Hjálmars og þá fyrir 1883 (dánarár hans), en síðari hluti (með kvæðinu) 1899 skv. greinargerð á 352. bls. þess, af Guðmundi Þorlákssyni.
8. Lbs 1765, 4to, III, bls. 96. Fyrirsögn: Litið kvæði, sem sagt er, að ort hafi Þorbjörg
Kolka á Kolkunesi, þá hún varð einstæðingur i Höfnum á Hornströndum. Bólu-Hjálmar skrifaði handritið, honum megin á blaðinu stendur: „þá er eg nú rita i seinna sinni (1854)."
9. Sama hdr, I. ,,Þáttr af Þorbj¢rgu Kolco" eftir Bólu-Hjálmar, Ehdr. skrifað 1860. Kvæðið er orðrétt i ritsafni Bólu-Hjálmars V, 150-51 '). Sami texti og i 8., nema hvað hér stendur ”tínir hann“ í fu5.
10. Ib 815, Svo, Hvarfsbók. Kvæðasafn tekið saman af Þorsteini Þorkelssyni á Syðra-Hvarfi í Svarfaðardal 1890. Fyrra bindi af tveimur. Þetta er safn handritaslitra frá ýmsum tímum, sum eru frá 17. old, flest frá 18., en nokkur frá 19. öld (Hdrskrá). Kvæðið er nr. 11, skrifað á blöð ásamt með erfikvæði Ólafs biskups Gíslasonar, d. 1753. Bjorn K. Þórólfsson taldi skriftina benda til aldamótanna 1800. Yfirskrift: „Enn
Lijtid kvæde."
11. JS 258, 4to. Siðasta bindi af fimm í kvæðasafni, skrifuðu 1840-45 á Skuggabjörgum í Skagafjarðarsýslu (Hdrskrá). Yfirskrift: ,,69da Kvæde."

1.2.1. Röð erinda er ekki eins i öllum handritum og skal hér gerð grein fyrir beim mismun. Allt er óvíst um upphaflega röð, og verður því notuð skammstöfun fyrir hvert erindi i stað númers.
Erindið, þar sem fugl er tekinn til til likingar, er her a eftir skammstafað f, - hús skst. hú - skip skst. sk. - harpa skst. ha.

1.2.2. Erindaröð er á þessa leið:
1. Lbs 1293, 4to (her a eftir skst. GK'): hú-sk-f-ha. - 2. AM 276, Svo (her á eftir skst.
GK 2): hú-sk-f-ha. - 3. JS 303, 4to (hér á eftir skst. GK3): sk-f-ha. - 4. JS 267, 4to (hér á eftir skst. 267): f-sk-hú-ha. - 6. Lbs 152, fol (her á eftir skst. EL): f-ha-hú-sk. - 8. Lbs 1765, 4to, III (hér á eftir skst. BHj): f-sk-ha-hú. - 10. Íb 815 8vo (her a eftir skst. H): f-sk-ha-hú. - 11. JS 258, 4to (her a eftir skst. 258): f-sk-ha-h6.

Kvæðið fer hér á eftir, prentað stafrétt eftir GK', en orðamunur tekinn úr öllum handritum nema JS 398, 4to; Lbs 151, fol og Lbs 1765, 4to, 1.

Mér verdr hússins dæmi
sem i hallri brekku stendr
búid er at brádt muni falla
böl i skap er runnit
svigna súlur fornar
en salvidurinn dofnar
sva kvedr mann hverr þá morgnar
mæddur i raunum sinum.
sva kvedr mann hverr þá morgnar
mæddur i raunum sinum.

Hú-leshættir:
1. Mer verdr] Held eg vid EL, BHj.
2. sem - BHj. sem - stendur] hallri sem stár í brecku EL.
3. at] - öll onnur hdr.
muni falla] vid falli EL.
4. böl] bölid EL
böl - runnit]bresta bil oc lestast BHj, bóli skapar Runne H; böl i skapar Runni 258.
6. enn] - EL.
enn dofnar] enn salvidir bogna BHj, enn salvidur bognar H, 258.
7. mann hver] margur BHj, H, 258
morgnar] mornar GK3, 267, BHj.

Mér verdur skipsins dæmi
sem skordulaust kurir
eitt vid ægin kalda
engan stad fær gódann
risa brattar barur
i briminu illa þrýmur
:,: Svo kvedr mann hverr þá morgnar
mæddur i raunum sinum :,:

sk-leshættir:
1. Mer verdur] Skal hier til EL, Scil ec mer BHj.
2. sem] er 267.
Sem - kúrir] skordulaust er huilir EL.
kúrir] hvolfir 267, BHj, H, 258.
3. eitt] audt EL.
4. engan] aungvann H, 258.
5. rísa - bárur] rís a bröttum bárum 267, rís við brattar bárur EL, BHj, H, 258.
brattar barur] barur brattar GK3.
6. í briminu] á brimunum EL, á brimum H,258.
Í - þrymur] brimid á því þrumir BHj.

Mér verdur Fuglsins dæmi
sem fjadralaus kúrir
skridur hann skjótt at skjóli
skundar hann vedrum undann
tínir saung ok sundi
sína gledina fellir
:,: Svo kvedr mann hver þá morgnar
mæddur i raunum sinum :,:

f-leshættir:
1. Mér verður] breytt m. sömu hendi í: Færi eg EL, Ferr mér at BHj.
2. sem] er EL,267.
3. skrídur] flýgur BHj, H, 258.
hann] - EL, 267.
skjótt] snart EL.
at] úr GK3.
4. og skundar 258.
hann] - 267, EL, BHj, 258.
5. tínir] + hann H.
6. og sina 267.
fellir] missir EL.

Mér verdur Hörpunnar dæmi
peirrar sem á vegg hvolfir
stjórnarlaus ok strengja
stillarinn er frá fallinn
fellr a sót ok sorti
saknar mans úr ranni
:,:sva kvedr mann hver þá morgnar
mæddur i raunum sínum :,:

ha-leshættir:
1. Mér verdur] Hæfir mer BHj.
hörpunnar dæmi] háttur hörpu EL.
2. þeirrar - hvolfir] hinnar á vegg hvolfir EL, er hvolfir á veggi BHj.
sem] er GK 2, EL, BHj, - 267.
3. stjórnlaus] stuþlalaus BHj, stillaralaus H, 258.
4. er frá fallinn] hefur frä falled H.
5. fellr - sorti] felþor i sorg oc sútir BHj.
sót og sorti] sort og süte H, sorti og sút 258
+ sijna gledena fel[ler], en dregið út H.
6. saknar - ranni] sinnir eingum manni BHj, -258.
mans] manns oll onnur hdr. nema GK2, sem einnig hefur mans.
úr] í H.
7. þá] er EL.

1.4.1. Upphöf erinda eru með sama hætti í flestum handritum: Mér verdur hússins (skipsins-fuglsins-hörpunnar) dæmi. Aðeins EL og BHj hafa bau breytileg fra erindi til erindis. Þetta er nokkuð tortryggilegt. Fullvíst er, að BHj. bekkti gerð EL, þó hafa þeir aðeins einu sinni sama upphaf. Þetta má reyndar stafa af misminni. I f1 breytir EL ”Mér verður” í ”Færi eg” Líklegast hafa báðir breytt upphöfum til að ná venjulegri stuðlasetningu. Breyting á hinn bóginn er stórum ólíklegri, enda er stuðlasetning venjuleg í öðrum línum þessarra erinda.

1.4.2. GK3 er rúml. 10 árum yngri en önnur hdr. Gísla hér. Röð erinda er söm, en hér vantar hússerindið sem er líka sér i GK, þetta hdr. er líka sér um leshætti, þegar það greinir á við GK, sk5 ”bárur brattar” í stað ”brattar bárur”, villuna f3 ”úr” í stað ”at”. Sennilegast er, að Gísli hafi skrifað þetta hdr. eftir minni, og að það hafi hér enga þýðingu. Ekki veit eg Fiðlu-Bjorn færðan til ákveðins tíma annars staðar en hér.

1.4.3. 258 hefur sömu erindaröð og H. Það sem þessum hdr. ber i milli er ómerkt, t. d. pennaglöp eins og brottfall ha6. I f3 5 má á hverjum stað vera hann eða falla brott án þess að merking breytist eða hrynjandi að ráði, orðið verður áherzlulétt.

Mun merkilegri eru samsvaranir H og 258. Tilviljun gæti ráðið erindaröð. Viðlagið er eins, margur i stað mann hver. Það gæti hafa afbakazt í minnisgeymd, sem og ýmislegt annað, tvítekning stillaraleysis i hörpuerindi, flug hins fjaðralausa (f3), ”hvolfir” (sk2), ”rís við brattar bárur” (sk5), ”salvidur bognar” (hú6). Og þá eru ljós náin tengsl textanna. En hú4 ”böli skapar Runne” (H), ”böl í skapar runni” (258), sk6 ”á brimum” og ha5 ”sort og sute” (H), ”sorti og sút” (258) sýna beint samband handritanna. Svona afbakanir verða ekki í tali eða heyrn. Sérstaklega bendir síðasta dæmið til að 258 sé eftirrit H eða forrits þess, því þar er vitleysa H lagfærð á kostnað hrynjandi (aðeins hér er stýfður liður í kvæðinu). Hér verdur bvi ekki frekar hirt um 258.

1.4.4. Bhj hefur þátt sinn frá EL2) en hefur þó ekki tvö fyrstu erindi hans, ”Sá eg suður til eyja” og ”Ein sit eg úti grátin”. Erindaröð er önnur, hún er eins og í H. Einnig benda leshættir til skyldleika: hú6 ”salviðir bogna” (BHj.) ”salviður bognar”, H, 7. 1. ”margur”, sk 2 ”hvolfir” (ásamt 267); f3 ”flýgur”; en fylgir ekki öðru handriti gegn H nema helzt í sk4 ”engan” (i stað öngvan) og hú1 ”Held eg við”, það mun komið frá EL, einnig má regluleg stuðlasetning upphafslína vera komin til fyrir áhrif þaðan. Smekkur veldur því e. t. v. að upphöfin eru ekki eins, en þar sem hann fer ekki eftir texta EL, hefur hann sennilega hvorki haft Ólafs sögu. við höndina né munað kvæðið, til hins sama bendir að hann blandar nokkuð málum í Kolkuþætti.2)
BHj er sér um leshátt (auk upphafa): hú4 ”bresta til og lestast”; sk6 ”brimið á því þrumir”, ha2&3 stuðlalaus; ha5 ”felldur í sorg og sútir”; ha6 ”sinnir engum manni”. Annars er það sér því aðeins, að augljósar villur séu i H og 258. Þetta gildir að vísu ekki um ha6, en í ljósi hins virðist óhætt að telja þar vera um að ræða breytingu BHj., sem hefur farið eftir öðru hvoru bessara handrita, eða e. t. v. forriti beirra og lagfært kvæðið að geðþótta.

1.4.5. Nú eru eftir fjögur handrit; GK1, 267, EL og H, hvert sér um erindaröð. Eitt þeirra, H, er augljóslega eftirrit (sbr. villur s. s. hú4, ha5).
Mest greinir handritin á í sk.
Ljóslega er ekkert hinna þriggja komið frá EL. Til þess, að svo mætti vera, hefur það of oft sértexta, þegar þeim ber saman. Ekki er það heldur runnið frá neinu þeirra, né ætluðu forriti e-s þessara þriggja. Astæða: það fylgir GK1 og 267 gegn H i “dofnar” (hú6), “mann hver” (7.1.), ”skridur” (f3), ”stjórnarlaus” (ha') o. fl., en H gegn GK1 og 267 i sk6 ”á brimunum” og sk5 ”rís við”. Þetta síðasta mælir þá einnig gegn því, að H sé komið af GK1 eða 267, sem og ýmislegt fleira. En áðurtalin fylgni GK1 og 267 við EL gegn H sýnir, að þau geta ekki verið komin af H, enda mun GK1 skrifað eftir munnlegum flutningi. 267 fylgir yfirleitt GK1 i lesháttum. Helzti munur er í fyrsta lagi sértexti 267 í sk5 ”rís á bröttum bárum”. Erfitt er að hugsa sér þetta ritvillu, einnig er ólíklegt, að þetta sé vísvitandi breytt úr texta hinna handritanna, því þetta er vitleysa, skipið er við æginn. Líklegasta skýringin er misminni. Í annan stað fylgir það H í sk2 hvolfir. Þetta mælir enn frekar gegn rittengslum við GK1. Sennilegast eru því þessar fjórar uppskriftir óháðar.

2. Nú þarf að gera eitthvað upp a milli þessarra fjögurra handrita og verður þá allt vafasamara.
2.1. Sú gerð, sem mest greinir á við aðrar, er EL. Upphafsvísur hans tvær koma efnislega heim við hinar fjórar. Munurinn er sá, að i hinum fjórum er frásögn og lýsing innan ramma líkinga og bundnar þeim. Háttur er samur. Mestu munar á formi, að í fyrstu tveimur erindum er hvorki upphafsformúlan né viðlagið. Mér virðist vel hugsanlegt, að kvæðið hafi upphaflega greinzt svo í kafla. Þá væri viðbúið að þeir skildust að í minni manna, þar sem samfelld frásögn myndi aftur á móti binda kvæðið saman. Það gerir EL nokkuð tortryggilegan, að þar er ekki einn munur fyrstu tveggja erindanna og hinna fjögurra, fast orðalag upphafslínu. En því ræður líklega stuðlun. Eiríkur segir ennfremur vanta erindi, sem hann greinir ekki. Svona má hann hafa lært kvæðið, en sjálfsagt veit enginn hvað upphaflegt er. Aftan við kvæðið birtir EOS vísu úr Ólafs sögu, sem hann telur skylda. Efnis vegna getur hún ekki verið úr kvæðinu, en þó sízt átt við tvær þær fyrstu.
2.2. I málsháttasöfnum Jóns Rúgmanns (skrifað 1658-66)3 og Guðmundar Ólafssonar (í lok 17. aldar)4 er betta: ”Autt er (i) seggja sæti, saknar manns i ranni.", mætti vera, að þeir hefðu þekkt kvæðið," segir EOS5, og verð ég að telja það líklegt, m. a. s. hér kominn stuðning við leshátt H í ha6 í.
46. erindi Bryngerðarljóða er svo líkt hússerindi Raunakvæðis, að tilviljun getur ekki valdið: ”Jafnt er okkar/ast i milli/sem hús standi/hallt á brekku/svigni súlur/sjatni veggur/se vanviðað/völdum bæði.” (Ísl. þul., 89, vanviðað er leiðrétting Ólafs Davíðssonar á vandviðað)6. Jón Þorkelsson telur handrit Bryngerðarljóða skrifað um 16707. Sagnakvæðin eru talin vera frá 16. öld (sjá t. d. EOS8, StE9). Hvernig er þessum skyldleika háttað? Þetta erindi Bryngerðarljóða hefur ekki slæðzt inn i Raunakvæði í umbreyttri mynd. [Athygli skal á því vakin, að áherzlusamstöfur ættu að vera jafnmargar i báðum líkingum, þótt háttur sé ekki samur.] Hússerindið er mjög líkt öðrum erindum Raunakvæðis og hluti af vönduðu listaverki. Raunakvæði gæti verið veitandi, en aðeins urn óþekktan millilið. Þetta erindi og hið næsta á undan skera sig nokkuð úr kvæðinu. Auk þess kemur þetta erindi ekki alls kostar heim við þá sögu, sem í því er sögð. Að vísu er ást þeirra Hálfdánar og Bryngerðar ámóta líkleg til velfarnaðar og hið hrörlega hús, en því valda þau ekki, heldur óminnisdrykkur móður hans. Þetta mætti því áður hafa verið í öðru samhengi. En i Raunakvæði er ekki ”völdum bæði”, sú lína á líka því aðeins við, að ástinni sé líkt við húsið, ekki einstaklingi. Það er einfaldara að gera ráð fyrir því að erindin séu komin úr öðru kvæði en að ætla Bryngerðarljóð ort upp að verulegu leyti. Það kvæði mætti þá hafa þegið frá Raunakvæði, jafnlíklegt er, að þetta erindi (í hvaða samhengi sem er) sé kveikja Raunakvæðis. [Hörður Ágústsson listmálari hefur þó bent mér á að líkingin sé í Bryngerðarljóðum meira í samræmi við íslenzkar aðstæður og ætti því að vera yngri þar. Salir voru fátíðir á Íslandi.] Af þessari ástæðu nægir líkingin ekki til að álykta, að Raunakvæði hafi verið til á 16. öld. Þá er auðvitað enn hæpnara, að nota þetta 46. erindi til leiðréttinga á því. En hallt i brekku væri ólíkt betra en i hallri brekku, þvi allar brekkur eru hallar.
3.1. Er við nú hugum að formi, er stuðlasetning venjuleg með einni undantekningu, í 1.1. er aðeins einn stuðull, hann ber hið breytilega. Höfuðstaf vantar og i ha2 nema í EL. Þar er ofstuðlun og EL tortryggilegur i stuðlun. Ofstuðlun f3 mun hafa alið af sér leshættina ”flýgur” og ”snart”. Um hrynjandi er það að segja, að bragliðaskipun er næsta óregluleg i öllum gerðum. Tvöfaldur forliður er svo sjaldgæfur, að EL er líklegri til breytinga a hú2 en hitt. Ekki er sk2 tortryggileg þar, því hann hefur forlið í f2, áþekkri línu. Ris eru þrjú í hverju vísuorði nema sk2 og f2. Hjá EL eru þrjú ris i sk2 ”skorðulaust er hvílir”, eins verður um f2 ef henni er breytt til samræmis: ”fjaðralaus er kúrir”. Sízt finnst mér þó fara betur á þessu.
3.2. Ekki þekki ég lögmal þess, hvernig kveðskapur brenglast i minni manna. Eitt munu þó allir kannast við. Röð hættir til að ruglast, bæði á orðum, línum og erindum. Þessa er aðallega að vænta, þegar kvæði er ekki óslitin atburðarás og þó sérstaklega, þegar einstakir hlutar þess eru líkir að gerð. Því mun alveg vonlaust, að upphafleg erindaröð þessa kvæðis verði nokkurn tíma fundin með vissu. En af þessu skýrist smekkleysan ”kúrir” sk2 (f2) og vitleysan ”hvolfir” á sama stað (ha2). Ástæðulaust er að taka fram, að ekki séu settar skorður undir skip sem hvolfir. Hér a orðið ”hvílir” við. Sk5 ”rís á bröttum bárum” er augljós villa, sem áður segir, skipið er við æginn. Lesháttur EL og H ”rís við brattar bárur” á hér ekki heldur við, erindið beinist að því, hve vanhirt skipið er og ofurselt náttúruoflunum. Því er betra, að segja að bárurnar rísi. Má e. t. v. hugsa sér, að ”við brattar bárur” < ”við æginn kalda”? Leshættir EL: hú3 ”við falli” í stað ”muni falla” og f6 ”missir” í stað ”fellir” eru hversdagslegra mál og því tortryggilegra. Með orðinu fellir næst og skáldleg líking, gleðin fer af fuglinum sem fjaðrir hans.
Ljóðlínan hú4 er e. t. v. afbökuð i öllum handritum, hún hefur í upphafi kannski fjallað um ástand hússins, en ekki skap þess, er talar í fyrstu persónu. En þetta væri þá innskot frá efni lokalína, viðlagsins, og fer ekki illa á því, ekki væri það heldur neitt einsdæmi. Enda sé eg enga leið til að leiðrétta hana, höfuðstafur á að vera h, ris þrjú og sennilegast einhver stafa- eða hljóðliking við varðveittan texta (lesendur geta spreytt sig a þessu og sent Mími úrlausnir). Í handritum stendur ýmist mornar eða morgnar i 7.1. og þau er ekkert að marka, því bæði ritari og afritari handrits gat skilið mornar sem morgnar, stafsetning var ekki á okkar stigi. Um það er ekki að villast að morna = veslast upp, hrörna, á hér vel við. Hinn leshátturinn finnst mörgum miklu betri vegna þess að hann magni kvæðið með andstæðum: þegar aðrir menn vakna endurnærðir, slær þessi sinn tregaslag, e. t. v. eftir andvökunótt. Ég get ekki skorið hér úr, ekki heldur á milli lesháttanna: hú4 böl}bölið, hu6 dofnar} hognar, sk3 eitt}autt. E. t. v. hefur útbúnaður til stillingar hörpu (skrúfur, sem strengirnir eru festir á) verið kallaður stjórn. Stillari mætti vera maður, sem fer með hörpu og ha4 þá þýða: stillarinn er dáinn. Stjórnarlaus gæti einnig e. t. v. þýtt: enginn er til að stjórna henni. Guðrún P. Helgadóttir og Jón Jóhannesson skýra stillari: skrúfa, sem strengir á hörpu eru strengdir með.'"
4. Elztu handrit kvæðisins eru frá því um 1800, a. m. k. eitt þeirra eftirrit. En hve gamalt er kvæðið sjálft? Sagnir, tengdar því eru tvenns konar. Þáttur Bólu-Hjálmars verður að duga sem fulltrúi Kolkusagna unz hin stórmerku rit Eiríks Laxdals verða loks prentuð. Hinsvegar eru sagnir GK og 267 af Fiðlu-(Þor)birni, þær eru prentaðar her að framan (upprunalegasta gerð Gísla). Ólafs saga Þórhallssonar á að gerast í pápisku (og þá líkl. 15. öld, „Ólöf hin stórráða" á Skarði á Skarðsströnd virðist vera samtímakona Kolku (sjá Ólafs sögu II, 26-7 og IV, 4 og 8) ). Í þætti Bólu-Hjálmars er saga Kolku og þá einnig kvæðið sögð á Hólum 1126 (Ritsafn V, 158). Sem áður getur, er það aðeins í síðustu gerð þáttar GK, að Fiðlu-Björn er færður til ákveðins tíma, með skyldleika við sr. Hálfdán á Felli. Þjóðsogur eru sumar nokkuð sannsögulegar, en einna sízt mun að treysta tengslum við þá Hálfdan og Sæmund fróða. Þeir hafa sogað til sín sögur. Páll E. Ólason ser ekkert því til fyrirstöðu, að kvæðið sé frá 16. Öld11, Stefán Einarsson er á báðum áttum um, hvort það muni frá því fyrir siðaskipti (tilvitnað rit, s. st.). Skyldleikinn við Bryngerðarljóð nægir ekki til að aldursetja kvæðið, en þegar við bætist, að málshátturinn vitnar um annað erindi þess, ætti að vera óhætt að telja síðari timamörk áreiðanlega 1658. Annars er það merkilegt, að þau handrit kvæðisins, sem eitthvað er vitað um heirnkynni þeirra, eru tengd miðhluta Norðurlands. Gísli Konráðsson býr i Skagafirði fram til 1852, Eirikur Laxdal er fæddur og uppalinn á Skagaströnd, Hvarfsbók er sett saman i Svarfaðardal, hið náskylda handrit 258 er skrifað í Skagafjarðarsýslu. Þar skrifar og Bólu-Hjálmar eftir öðru hvoru, og i báðum sagngerðum er kvæðið flutt nyðra. I handritunum hefur kvæðið í rauninni ekkert nafn, það væri bá helst i 267.
Eftirfarandi texti er þá niðurstaðan. Best virðist mér fara á því að hafa skipserindið fyrst, því það er víðtækasta myndin. Síðan kemur fugl á hreyfingu, þá húsið, og loks harpan inni í húsinu. Þannig þrengist myndin stig af stigi að miðpunkti.

RAUNAKVÆÐI

Mér verður skipsins dæmi
sem skorðulaust hvílir
eitt við æginn kalda
engan stað fær góðan.
Rísa brattar bárur
i briminu illa þrymur.
svo kveður mann hver þá mornar
mæddur í raunum sinum.

Mér verður fuglsins dæmi
sem fjaðralaus kúrir
skríður hann skjótt að skjóli
skundar veðrum undan
týnir söng og sundi
sína gleðina fellir.
svo kveður mann hver þá mornar
mæddur í raunum sínum.

Mér verður hússins dæmi
sem hallt i brekku stendur
búið er brátt muni falla
böl i skap er runnið.
Svigna súlur fornar
en salviður bognar,-
svo kveður mann hver þá mornar
mæddur í raunum sinum.

Mér verður hörpunnar dæmi
hinnar er á vegg hvolfir
stjórnarlaus og strengja
stillarinn er frá fallinn.
Fellur á sót og sorti
saknar manns i ranni.
svo kveður mann hver þá mornar
mæddur í raunum sinum.

Hvert erindi er ein líking. Frá því bregður i hú4, sú lína er innskot frá sviði umgerðar. Líkingar verða þvi aðalatriði þessa kvæðis. Hverju þeirra fyrirbrigða, sem maðurinn líkir sér við, er lýst miklu rækilegar en i venjulegri, stuttri líkingu, hvert segir því miklu meira um manninn. Samt nægir ekki ein líking og þessi fjögur fyrirbrigði eru hvert öðru ólík. Þetta kvæðissnið gefur lýsingu mannsins óvenjumikið svigrúm. Sjálfsagt hefur það einnig sterk áhrif að þessi atriði eru algeng tákn, skip eða sigling um lífið, hús er oft mynd aðstæðna í lífinu, fugl er tákn anda eða hugar, en harpa skáldskapar og lista.
Það hefur sterk áhrif á lesandann, að upphaf erindanna er jafnan með sama orðalagi. Eg held, að áhrifin liggi í því, að athygli hans beinist fyrst ekki að því, hve svið erindanna eru ólik, heldur að sameiningu þeirra, persónuleika þess manns, sem hvarvetna sér böl sitt í ýmsum tilbrigðum. Viðlagið hefur svo áhrif i sömu átt.
Annað er, hve mikil ró og kyrrð hvílir yfir kvæðinu. Hér má nokkru valda, að í því segir ekki frá hreyfingu nema i sk5-6 og f3-4. En fyrst og fremst stafar þetta af því, hve einföld orðaskipun er og háttur léttur. Menn hugsi sér kvæðið smellandi i rími, með reglubundinni hrynjandi og með þótt ekki væri nema einni útjaskaðri kenningu. Það yrði allt annað og stórum verra, því þá væri maðurinn að buna úr sér margtugginni harmatölu. Annars minnir kvæðið að ýmsu leyti á mansöngva rímna.
Upphafsmyndin er víðtæk og eyðileg, sjávarströnd, brim, stakt skip i fjörunni. Athygli er beint að vanhirðu bess, það er skorðulaust og hefur ekki samastað. Hér kemur og einmanaleiki fram. Umgerð erindisins tengir þetta svið við sál mannsins, en það gerir orðfæri líkingarinnar einnig, t. d. eitt vid æginn kalda. Orðið kalda tjáir hér hroll við ólgandi sjónum, skipinu má vera sama, hvort hann er kaldur eða ekki. Þegar talað er um haf og skip, mátti búast við lýsingu glæstrar siglingar. En nú er annar uppi, skipinu er ekki leggjandi út vegna þess hve illt er i sjóinn. Hér má vera gefið í skyn getuleysi mannsins til að rækja ætlunarverk sitt og hrollur hans við umhverfinu.
Síðan kemur hreyfing frá því, með fugli. En hann er fjaðralaus og hrekst undan veðrum. Loftið er vegur fuglsins, sem sjórinn skips. Það er í sama ham og sjórinn og hrekur fuglinn. Þetta er ekki aðalatriði, heldur hrörnun fuglsins, sem aftur víkur að í lok erindisins. Í lýsingu hennar sjást þeir eiginleikar, sem þetta erindi á að draga fram auk umkomuleysis, en á það er lögð áherzla. Söngur og gleði, flug og sund, þ. e. leikur í lofti og legi, alls þessa hefur fuglinn misst. Með einu orði - fellir - næst líking innan líkingar erindisins. Fuglinn missir gleði sina sem fjaðrirnar. Þetta er gott dæmi þess, hve heildarlíkingunni er haldið vel i kvæðinu.
Með fuglinum færumst við að föstum stað, er ljóðmælandi líkir sér við byggingu. Við þekkjum að svo er oft talað um skapgerð (t. d. þverbrestir, hornsteinar og grundvöllur skapgerðar, burðarás persónuleika o. s. frv.). Húsið er komið að hruni, vegna þess hve illa það er staðsett, getur það ekki staðið undir eigin þunga, súlur og salviður svigna. En þessu veldur og elli, súlurnar eru gamlar. Sama er um salvið, ef við höfum lesháttinn dofnar, þ. e. missir lit, áferð. Á undan bessu er innskot: böl mannsins er farið að grípa um skapgerð hans eins og eyðileggingin hrífur húsið. Það, sem greinir þetta hús frá öðrum, segir maðurinn hér um sjálfan sig. Hrörnun, svo komið er að tortímingu, ástæður hennar eru elli og að vera illa niður komið.
Síðast er komið inn í húsið, og þar fæst enn ein líking, nú ekki við nauðsynjahlut daglegs lífs, heldur munaðar, við fíngert hljóðfæri, fulltrúa fegurðar og söngs. Það liggur i hirðuleysi, orðið ljótt og skemmt, ónothæft. Eins og i skipserindi blandast hér mannleg sjónarmið inn í, harpan saknar þess, er með hana kynni að fara. 4. línu held eg að verði að skilja svo: stillarinn er dáinn, því hörpuhlutir til stillingar hafa aðeins verið skrúfur, jafnmargar og strengir. Hvort þær hafa verið kallaðar stjórn, veit eg ekki, líklegast merkir stjórnarlaus að enginn sé til að stýra henni.
Það er auðvitað varhugavert að leita hliðstæðna i einstökum atriðum með manninum og því sem honum er við líkt. Harpa lýtur sínum lögum, maður öðrum. En berlega má draga fram nokkrar hugsanir, sem erindin rísa af: Mikilvægustu eiginleikar eru brostnir (2., 3., 4.), eðlileg gleði og fegurð er horfin 3., 4.). Hið viðlíkta er vanrækt og yfirgefið (1., 3. og einkum 4.). Síðasta erindi bendir til saknaðar eftir ákveðna persónu, það er svo fárra að leika á hörpu, og fátt eitt á ævi manns, sem gleður hann svo, að honum megi líkja við knúna hörpu. I upphafi er vikið að elli.
Framandleika gagnvart umhverfi gætir (i 1., 2., 3.). Sú afstaða er annars nokkuð blendin, því í hússerindi er óheppileg staðsetning önnur orsök hrörnunar, en ella er alls ekki um neitt slíkt að ræða.
Svo kveður mann hver, þetta býr i öllum mönnum. Það hafa vinsældir kvæðisins sannað.

Fyrri prentanir sem ég þekki.

Konrad Maurer: Islandische Volkssagen der Gegenwart, Leipzig 1860, bls. 136-7 GK3.
Jón Þorkelsson: Om digtningen pa island i det 15. og 16. arhundrede, Khöfn 1888, bls. 200 GK3.
Iðunn VII Rvík 1889, bls. 167-8. 267, 258, GK3 (Pálmi Pálsson segist fara eftir JS 398, 4to, en þar er nú eftirrit hans af 267, sem áður getur).
Björn Bjarnason: Sagnakver, Ísafirði 1900, b1s. 80-81 GK3, breytt og II. útg. Rvík 1935, bls. 69-70.
Einar Ól. Sveinsson: Um íslenzkar þjóðsögur. Rvík 1940, bls. 110.
Sami: Fagrar heyrði eg raddirnar Rvík 1942, b1s.118. Sömu hdr. og hér eru notuð.
Gisli Gestsson, Snorri Hjartarson: Heiman eg fór, Rvík 1946, 191-2. Textinn eftir Fagrar heyrði eg raddirnar.
Pall E. Ólason: Íslands þúsund ár 1300-1600. Rvik 1947, b1s. 185-6. Sömu hdr. og hér eru notuð.
Sigurður Nordal, Guðrún P. Helgadóttir og Jón Jóhannesson: Sýnisbók íslenzkra bókmennta til miðrar 18. aldar. Rvík 1953, bls. 325. GK2, GK3.
Margir útgefenda velja úr lesháttum og gera breytingar.

Tilvitnanir
Hdrskrá – Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins. Samið hefur Pall E. Ólason. I-III. Rvík 1918-37.
Kalund - Katalog over Den Arnamagneanske Handskriftsamling udg af Kommissionen for Arnamagneanske Legat I-II. Khöfn 1889-94.
1.Hjálmar Jónsson fra Bólu: Ritsafn I-VI. Rvík 1949-60.
2. Einar Ol. Sveinsson: Um íslenzkar þjóðsögur, Rvik 1940, bls. 163-4, EL.
3. Jonas Rugmans Samling av Isländska talesätt ... utgiven av Gottfrid Kalistenius. Uppsala 1927. bls. 5. Skrifter utg. av K. Humanistiska Vetenskaps-Samfundet i Uppsala 25:8.
4. Gudmundi Olaui Thesaurus adagiorum ... utgiven ... av Gottfrid Kalistenius. Lund 1930, b1s. 4. Skrifter utg. av Vetenskaps-societeten i Lund 12.
5. Einar Ol. Sveinsson: Fagrar heyrði eg raddirnar, Rvík 1942, bls. 285.
6. Islenzkar gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur. Safnað hafa J. Árnason og Ó.Davíðsson. IV. Khöfn 1898-1903.
7. Jón Þorkelsson: Om digtningen pa Island i det 15. og 16. aarhundrede, Khofn 1888, bls. 202.
8. Um íslenzkar þjóðsögur, bls. 80.
9. Stefán Einarsson: A history of Icelandic Literature, New York 1957, bls. 94.
10. Guðrún P. Helgadottir og Jón Johannesson: Skýringar og bókmenntalegar leiðbeiningar við Sýnisbók íslenzkra bókmennta til miðrar átjandu aldar.
Rvík 1954, bls. 147.
11. Páll E. Ólason: Menn og menntir siðaskiptaaldarinnar a Islandi, IV. Rithöfundar. Rvík 1924, b1s. 463-4.

*Þakkir hef eg að færa Jóni M. Samsonarsyni, mag. art., en hann sendi mér myndir af kvæðinu í þessu handriti og JS 258, 4to frá Khöfn og benti mér á Gráskinnu. Ennfremur hafa jarlar Handritastofnunar og handritaverðir Landsbókasafns stutt mig á ýmsan hátt. Sérstaklega hefur Ólafur Halldórsson gefið ýmsar góðar ábendingar.
Mími 1966.

Engin ummæli: