Helgalok
Helgalok Hafliða Vilhelmssonar
Þessi bók hlaut neikvæða dóma i blöðum. Það finnst mér ómaklegt og langar
því að ræða hana nokkuð.
1. Umgerð.
Helgalok minnir nokkuð á Íslenskan aðal Þórbergs. Báðar fjalla bækurnar um
ungan rithöfund, sem baðar sig í ljósi frægðarinnar. Sagt er frá ferð hans á milli
Reykjavíkur og Akureyrar og endar nokkurn veginn á sama stað og byrjað var.
Þeir eru reyndar sinn í hvorri bók. Söguhetjurnar eru báðar gagnteknar af yfir-
náttúrulegri draumadís. Áþekkt er m. a. atriðið þegar skáldið kemur aðeins of
seint niður á hafnarbakkann, strandferðaskipið var að leysa festar. Hin heittelskaða er innanborðs og varla að skáldið nái neinu sambandi. Þetta er í upphafi
Íslensks aðals en í lok Helgaloka.
Fleira er þó ólíkt með þessum sögum. Þórbergur var oftast snauður, Helgi á
nóga peninga. Töluverður metingur var með Þórbergi og listhneigðum félögum
hans en þeir voru þó first og fremst vinir, bræður í anda. Kunningjar Helga eru
og listamenn eins og hann, en hann brynjar sig gegn þeim eins og öðrum. Þessi
munur á ástandinu 1912 og 1978 hefur löngum verið talin tímanna tákn, hitt er
ekki síður athyglisvert, hve kvenmyndirnar eru líkar í sögunum.
Metingurinn, kapphlaupið, er eitt helsta einkenni Helga, eins og best sést
framarlega í sögunni, þegar hann ekur suður í æðisgengnum kappakstri við
sjálfan sig, gefur sér ekki einu sinni tíma til að míga. Þó er ekkert
sérstakt sem rekur a eftir, nógur tími til alls þegar heim er komið.
2. Helgi og konur.
Hér er auðvitað sami mórallinn hjá Helga og á öðrum sviðum. Konur eru honum
veiðibráð (sjá einkum bls. 41). Hvarvetna kemur fram að hann tekur ekki mark a
þeim, hlustar ekki á þær nema í góðlátlegu gríni. Þessi gegnumgangandi kven-
fyrirlitning er ekkert gróf eða áberandi, engar barsmíðar né nauðganir. Hún
er þeim mun dæmigerðari, og eðlileg afleiðing af þessu eilífa kapphlaupi.
Konur eru yfirleitt dæmdar úr leik í því fyrirfram. Karlmenn eru Helga einungis
keppinautar, sem áður sagði. Hann er sigurvegari og því að sjálfsögðu búinn að
tileinka sjer leikreglurnar, mikilvægi kapphlaupsins er runnið honum í merg og
bein.
Þessi hugsunarháttur Helga fær staðist á meðan hann er piparsveinn, stendur
aðeins í yfirborðslegum skyndikynnum við konur. En þegar hann hrífst af konu svo
að hann fer að búa með henni, hrynur kvenmynd Playboy auðvitað, enda hefur
þessi kona sjálfstæðar skoðanir og lítur ekkert upp til Helga vegna þjóðfélagsstöðu hans. Hvaða áhrif hefur þetta á Helga? Hann hrekkur yfir í hitt
hlutverkið gagnvart konum sem hann kann, hlutverk barns. "Afklæddist kaldri
stálbrynju tilfinningakulda og aulabrandara því hjá henni var óhætt að vera
sannur og heldur ekki til neins eða nokkurs að þykjast. Það var minna um að
hún segði honum sögur en kom samt fyrir ef hann þrábað hana og sífraði blíðlega
í henni. Þá kúrði hann sig í hlýjan armkrika hennar og lét höfuðið hvíla létt á
brjóstunum. Saug þau stundum og í brjóstum hennar fann hann til öryggis og
vellíðan barnsins. Hann lagði handlegginn utan um mitti hennar og fitlaði oft við
lítinn fæðingarblett rétt fyrir neðan naflann, hann vafði sig utan um hana og þannig
lá hann góður og vær meðan Lilja mælti fram fyrir hann einhverja góða sögu."
(bls. 43, undirstrikanir mínar).
Þessi maður hefur lengi ekki átt tilfinningasamband við nokkra mannveru fyrr
en Lilju nú, en hrekkur þá semsagt í eina tilfinningasambandið sem hann þekkir,
afstöðu barns til móður. Þessi barnalega afstaða verður auðvitað gegnumgangandi, hann verður sífellt ósálfstæðari og loks sjúklega afbrýðisamur (Kynórar
hans um Lilju og þann keppinaut sem hann fyrirleit hvað mest, reynast út í hött).
Lilja má engu sinna nema honum, það leiðir til þess að hún gefst upp á
honum. Og að sjálfsögðu skynjar hann hana aðeins í ljósi þessara þarfa sjálfs
sín, þegar hún er farin, segir: "Og sér til hrellingar komst Helgi að því að svo
mánuðum skipti hafði hann hýst Lilju nokkra Ohnesorg án þess að hafa fyrir því ad
kynnast henni" (bls. 165). Að sjálfsögðu eiga þessar tilfinningar ekkert skylt við
ást eða væntumþykju um persónuna. Það sést strax í upphafi sögunnar í fram-
komu Helga við fyrrverandi draumadís (sú heitir Dísa!), sem hann æðraðist ekki
minna út af á sínum tíma. Nú nennir hann ekki niður til að opna fyrir henni,
heldur lætur hana reisa stiga við húsið um bjarta nótt og vonar bara að grannarnir sjái hana.
Nú er rjett að minnast þess ad skv. ríkjandi hugmyndum menningar okkar er
Helgi í upphafi mikilll kall. Ungur höfundur á uppleið, selst vel og fær yfirleitt
jákvæða dóma, gagnrýninn á þjoðfélagið, mátulega þó1). Frægur, virtur, og veður
í kvenfólki. Er þetta ekki almennur draumur í samfélagi okkar? Hafliði sýnir
nákvæmlega hve innantómt þetta er og leiðir í fullkomið gjaldþrot. Er það
ómerkilegt?
3. Gagnrýnendur.
Af þessum ástæðum finnst mjer gagnrýni Erlends Jónssonar (Mbl. 22/11) ekki fá staðist.
Söguefnið er ekki fyrst og fremst "sölumennskan í kringum bókmenntirnar",
heldur frægðarpersónan. "Forsendur fyrir frægð og gengi Helga eru ekki nógu
ljósar" segir hann, þær skipta bara ekki máli hér.
Dagný Kristjánsdóttir segir (Þjv.23/11):
"Hvað getur svona naflaskoðari haft að segja öðru fólki? Ekki nokkurn skapaðan hlut sem nokkur maður hefur áhuga fyrir."
Það er nú einmitt mergurinn málsins, það er Hafliði að sýna fram á. Og bækur hans eru
ekki bara skrifaðar fyrir víðlesið, róttækt fólk einsog DK, Leið 12 varð víst mjög
víðlesin, jeg vona bara að þessi verði það líka.
DK kvartar líka yfir yfirborðslegum kvenlýsingum í sögum Hafliða - en hvernig
áttu þær að vera öðruvísi? Báðar sögurnar eru sagðar frá sjónarhóli andhetju,
við sjáum aðeins hugarheim Þorláks og Helga. Þar skiptast konur í gyðjur og
gærur - en það væri fáránlegt að taka það sem boðskap bókanna. Þvert á móti,
þessi hugmyndaheimur leiðir aðalpersónurnar í strand. Aðrar persónur eru
allar óskýrar, það opinberar enn betur tómleika aðalpersónunnar. Í fyrra var
Hafliða láð að segja Leið 12 frá sjónarhóli ómótaðs, áhrifagjarns manns um
tvítugt. En það held jeg að sé alrangt. Er slíkt fólk sem Þorlákur ekki algengt,
er ekki hugmyndaheimur þess drottnandi, ræður það ekki að verulegu leyti
ferðinni?
Heimir Pálsson (Vísi 14/11) kvartar yfir því hve Helgi sje hrútleiðinlegur. Með fullri virðingu fyrir HP verð jeg ad leyfa mjer að efast urn að honum (eða öðrum) hefdi þótt
það við lausleg kynni af Helga. Myndu ekki framfarasinnaðir, leitandi menntamenn
sækjast eftir fjelagsskap ungs, róttæks höfundar, víðlesins, með viðeigandi til-
vitnanir í heimsbókmenntirnar á hraðbergi, kaldranalegs og frásöguglaðs?
Aðalsteinn Ingólfsson (Dbl. 18/11) trúir því ekki að Helgi "hafi nokkurn tíma sett saman læsilegt bókmenntaverk - nema í hæsta lagi það bull sem hann semur í lokin að beiðni Fólks h/f og er hafnað." Nú megum við ekki gleyma bvi að Helga hrakar mikið
í rás sögunnar. Hér styðst Al líka við dóm forstjóra Fólks h/f (skemmtileg
samblanda af Máli og menningu og Gagni og gamni). Sá dómur á vissulega að
vera endanlegur, en þessi maður hafði líka hafnað næstu bók Helga á undan,
vinsælli og virtri bók (bls. 74).
Sigurður í Fólk h/f vill rétta við fyrirtæki sem berst gegn formöngum bókamarkaðsins - med því að gefa út sölubók eftir Helga. Alveg rökrétt rennur hann
á rassinn með allt saman, rétt eins og Gaga i sinni tíð. Og rétt er það hja EJ
að þetta er mikilvægur þáttur í bókinni.
AI segir, eftir hrós um Leið 12: "En hafi fólk búist við framhaldi á sögu
Þorláks eða annarri sögu í svipuðum dúr, þá er hætt við vonbrigðum á ýmsum
vígstöðvum." Þessu var reyndar þegar svarað í ritdæmdri bókinni (bls. 83):
"Varla var blaðið á enda þegar hann var orðin öllu afhuga. Hvort sem er allt
súrar hugmindir. Fáránlegar, til dæmis var ein hugmyndin að sögu sú að skrifa
raunsæislega bók um ung nýgift hjón sem flytja inn í splunkunýja fbúð í Breiðholtinu en hið ómanneskjulega umhverfi og plastlífið sem þar er lifað veldur því
að hamingjan rennur þeim milli fingra. Þau gerast fráhverf hvort öðru og allt
endar í beiskju og hatri eða jafnvel morði, uss uss."
4. List og líf.
Einmitt áður en Helgi tekur til við skriftirnar kemur hinn frábæri kafli
Svanasöngur, sem að mínu viti er einn helsti tindur sögunnar. Hann byrjar
hversdagslega. Lilja og Helgi fara að gefa öndum brauð, þau búa reyndar á
Tjarnarbakkanum. Helgi brilljerar rétt einu sinni með yfirborðslega tilvitnun
í viðurkenndar bókmenntir, í þessu tilviki fyrstu línu í kvæði Einars Ben: Svanur.
Að sjálfsögðu kann Helgi ekki meira, hann kann engar bókmenntir utan að, þótt
hann eigi fimm herbergisveggi þakta bókum. En Lilja viðurkennir engar bókmenntir nema þær sem lifa á vörum fólks. Eðlilegur mælikvarði á hvað séu
lifandi bókmenntir, ekki satt? Og nú flytur hún allt kvæði Einars. Hver eru
viðbrögðin? Náttúran tekur undir: "söngur hennar blandaðist andakvakinu og
ríslinu í trjánum, féll saman við gjálfur gáranna í vatninu", o. fl. Helgi tryllist
hins vegar alveg, ræðst á Lilju og hristir, þangað til hún hættir. Hann þolir ekki
lifandi bókmenntlr og passar það ekki alveg við mynd okkar af honum?
Nú vona jeg að hughyggja Einars Ben. falli ekki í kramið hjá lesendurn Þjóðviljans. Hitt er augljóst ad hugmynd hans um listina: leit duftsins til hins æðra, Andans,
er ólíkt merkilegri en útreikningar Helga í næsta kafla á eftir:
"Hugsaði:
1) hvað er efst á baugi
a) innanlands b) erlendis
2) hverjir eru líklegustu lesendur mínir?
a) yfir fertugt b) undir fertugu
c) vinstri sinnar d) heimdellingar
e) idjótar (gagnr. inkl.) f) aðrir
3) hvernig bók fellur best í kramið ef svörin við 1) og 2) eru: la) barlómur, þref
og þras um aukaatriði og hismi hvers máls, karp um skiptingu verðlausra krónupeninga etc. lb) hryðjuverkapólitík og önnur einsog evrókomm.
og svörin við spurningu 2): b c og f. (bls. 93-4).
Þetta er raunar mjög sönn lýsing á stöðu rithöfunda. Hver er sá höfundur að
hann dirfist að gefa skít í þann lesendahóp sem hann hefur öðlast, hver
getur valið sér lesendahóp, allir eru höfundar bundnir af því sem þeir þekkja,
þjóðfélagsstöðu sinni. Það má segja að lesendur skapi á vissan hátt höfundana.
En Helgi sér bara ekki annað en þetta núorðið, hvernig eigi að falla í kramið.
Tilfinningalega vanþroska sigurvegarinn er orðinn alveg ófrjór, hann
hefur ekkert til að miðla öðrum, einsog DK bendir á.
5. Málið
DK segir að bókin sje "á mjög vondu máli". Mér finnst það ekki réttur dómur
í heild. Ég hefi engin tök á að fara út í stílathugun, en mér finnst stillinn látlaus,
víða kaldhæðinn þó. Sbr. veislulýsinguna á bls. 17: "Kvöldverðurinn leið í hófsamri
stillingu og hljóðlátu vinaskrafi í gagnkvæmri virðingu." Vissulega hnýt jeg um
sitthvað sem ég kenni nemendum mínum að kalla málvillur, og er algengt í
talmáli. Þ. e. einkum brenglun á falli orða (sbr. tilv. klausu á bls.43, hér ætti
að standa skv. málvitund minni: "fann til öryggis og vellíðanar barnsins. ").
Einkennilegt uppátæki er það hjá Hafliða að hafa neðanmálsgreinar á mörgum
síðum bókarinnar. Hver er tilgangurinn með þeim? Eða m.ö.o., hvaða áhrif
hafa þær á lesendur sögunnar? Ég get auðvitað aðeins giskað á það. En þessar
neðanmálsgreinar eru fyrst og fremst út í hött. Í þeim eru sjaldnast skýrð bau
framandi orð sem víða koma fyrir, heldur orð einsog “hlutlaus, uppskera
og kýr”: (fullorðið) kvendýr nautgripa, o. s.frv. Á mig orkar þetta sem gamall
kunningi, firring gagnvart verkinu. Lesendur eru sífellt minntir á að allt er
þetta tilbúningur höfundar, glíma hans við íslenskt mál, um hana er líka fjallað
skynsamlega í meginmáli (t.d. á bls.108).
En til hvers er þessi firring? Hún er, held ég, til að gera Helga okkur framandi, en það er hann annars ekki. Mest áberandl drættir i fari hans eru það
nefnilega líka í fari lesanda, sem áður ræddi. Hafliði er að bregða upp spegli,
og hann verður samt að gera spegilmyndina framandi, svo að skiljist að hrun
þessa persónuleika er vegna þverbresta í honum sjálfum, en ekki ógæfa, sem
lesendur fylgist með af samúð. En þarna opnast á vissan hátt gryfja, sem mér
finnst yfirhlaðnir gagnrínendur hafa fallið í (nema helst EJ). Þeir kvarta yfir því
at bókin sé fráhrindandi, leiðinleg, en það stenst að mínu mati ekki. Yrkisefnið,
rikjandi hugmindaheimur Íslendinga, er það.
Saga þessi er afhjúpun á mikilvægum þáttum í íslenskri menningu, og
sú afhjúpun gerist með frásögn af örlögum persónu, ekki með prédikun og
fullyrðingum höfundar eða talsmanna hans í sögunni. Því finnst mér Helgalok
býsna velheppnuð skáldsaga og höfundur hennar, Hafliði Vilhelmsson eitthvert
merkilegasta skáld sem komið hefur fram undanfarin ár. Og er þá mikið sagt./Users/ornolafsson/Desktop/Örn.pdf
Ég vil að lokum undirstrika, að því fer víðsfjarri að ég hafi gert þessari
merkilegu sögu einhver skil með pári minu. Ég hefi aðeins gripið á nokkrum
atriðum til að hvetja lesendur til að nálgast kjarna málsins með því að lesa
söguna.
Þjóðviljanum 3.1. 1979
Engin ummæli:
Skrifa ummæli