fimmtudagur, 15. febrúar 2007

Bokmenntaviðhorf sosialista

Bókmenntaviðhorf sósialista

Fyrir nokkru birtist her í TMM óvenjuskýr boðskapur um hvernig bókmenntir eigi að vera. Það er grein Dagnýjar Kristjánsdóttur og Þorvalds Kristinssonar: „Þetta er ekki list" (TMM 1981, 3. h., skst. DP hér á eftir). Þessi boðskapur er útbreiddur meðal sósíalista og víðar. Raunar sýnist mér hann byggjast á íhaldsviðhorfi, þótt í rauðu gervi sé. Og kjarni hans er: ,Bókin er semsagt aftur orðin baráttutæki - og þá skyldi maður ætla að sósíalistar gleddust og héldu veislu - en sú er nú aldeilis ekki raunin." (bls. 321). Af hverju áttu sósíalistar að gleðjast? DP: ,Fátt þurfum við meira þessa stundina en nokkra leiðsögn um þann sundraða veruleika sem heldur okkur föngnum. Og slíka leiðsögn má m.a. sækja í bókmenntir, hvort sem borgaraleg bókmenntastofnun kallar þær list eða ekki." (bls. 324)
Við fyrstu sýn virðist þetta kannski mjög róttæk stefna. En svo fer hún að minna óþægilega mikið á boðskap skáta, KFUM-manna og viðlíka afla um hollar bókmenntir. Það er nefnilega sígilt viðhorf menningarsnauðra smáborgara að bókmenntir hafi fyrst og fremst gildi sem tæki - eigi raunar engan rétt á sér nema þær séu sannar og siðbætandi. Mig minnir að Halldór Laxness reki þetta viðhorf til samfélaga par sem fólk átti yfirleitt aðeins eina bók - Heilaga ritningu - gleypti hana i heilu lagi og trúði öllu (sbr. orðtakið: „þad stendur einsog stafur á bók"). Nú setja ýmsir sósíalíska fræðslu og hvatningu í stað þrælasiðferðis KFUM og skáta. En viðhorfið til bókmennta er óbreytt: þær eiga að móta lesendur einsog kökudeig væru. Annarsvegar er alráður höfundur, hinsvegar óvirkir viðtakendur. Hvað er íhaldsviðhorf ef ekki þetta? Enda hafði t.d. Karl Marx algerlega andstæð viðhorf: "Rithöfundur lítur enganveginn á verk sín sem tæki. Þau eru markmið i sjálfum sér, þau eru svo fjarri því að vera honum eða öðrum tæki, að hann fórnar tilveru sinni fyrir tilveru þeirra, þurfi þess með." 1) . Það er því hreint ekki "sígild krafa sósíalista að bókmenntirnar leggi baráttunni lið", einsog DP halda fram (bls. 322). Annað mál er að stalínistar hentu þennan -jónustuboðskap á lofti einsog annan smáborgaraskap, enda er æðsta hugsjón þeirra að ráðskast með fólk. Þaå er líka auðþekkt ættarmótið á þessu viðhorfi - að hlutirnir hafi bara gildi í þeim mæli sem þeir eru hagnýtir, og að allt eigi að þjóna einum tilgangi. Birtist ekki þar í formi hugsjónar grundvallarlögmál audvaldsþjóðfélagsins; að allt skull sveigt undir einn tilgang - eftirsókn hámarksgróða? Vissulega búa sósíalistar í bessu þjóðfélagi og þurfa ad taka mið af því í byltingarbaráttu sinni. En stefna þeirra er umfram allt að virða fjölbreytnina, séreðli hvers og frelsisþrá - ekki síður í listsköpun en í t.d. eldhúsi og svefnherbergi."
DÞ gera fyrirvara um að nauðsynlegt sé að þekkja margvíslegar bókmenntir sem "heimild urn veruleika okkar og hugsunarhátt" og lesa af skilningi (nánar um það síðar). En af fyrrgreindu viðhorfi beirra leiðir að ,,við metum þau skrif umfram önnur sem sýna tengsl mannsins við það samfélag sem hann lifir í, samband einstaklings og fjölda, samband einkalífs og opinbers lífs. Þau skrif sem leita lausna á vanda söguhetja sinna í ljósi félagslegs veruleika þeirra í stað þess að lofa leiðir einstaklingslausnanna eru skrif að okkar skapi." (bls. 324)
Lítum nú nánar á þær mismunandi leiðir sem sósíalistar hafa farið til að „bókmenntirnar leggi baráttunni lið". Að sjálfsögðu förum við þá oft útfyrir grein DP.

Uppbyggilegar bókmenntir
Stundum hefur skáldum verið boðað að sýna lesendum dásemdir sósíalískrar framtíðar. En frumkvöðlar marxismans vildu aðeins ræða um grundvallaratriði hennar í greinum sínum. Því þarsem hugmyndir manna mótuðust af félagslegum veruleika þeirra, gætu þeir sem búa við auðvaldskerfi ekki gert sér glöggar hugmyndir um lífið í sósíalisma framtíðarinnar. Þær hugmyndir hljóti að verða afstraktar og æði litaðar af auðvaldsveruleikanum. Hvernig ættu bá skáldin að bregða upp lifandi myndum af veruleika framtíðarinnar? Fari þau að sýna fyrirmyndarfólk, frjókorn sósialískrar framtíðar i samtíma okkar, er hætt við að það fólk verði heldur loftkennt. Ennfremur gæfi það alranga mynd af samtíma okkar, alltof jákvæða, að reyna að telja fólki trú um að slíkt geti þrifist í henni.
Þetta hafa nú flestir séð, og viljað halda sig við samtímann. Þá er að tala máll hinna undirokuðu, og jafnvel að vekja þá til baráttu.
Eitt er að vilja örva undirokaða hópa til listsköpunar - eða einfaldlega tilað lýsa stöðu sinni - láta rödd þeirra heyrast, stuðla að aukinni sjálfsvitund þeirra. Það hljóta allir sósíalistar að villa. En oft er annað uppi, eins og sást á umræðunum um kvennamenningu í Þjóðviljanum í fyrrasumar, Þar hét það kvennamenning að annast börn, ræktun, matseld, fatagerð og önnur hefðbundin kvennastörf, en ekki t.d. stjórnsýsla, veiðar eða stjórnmál. Það er „karlaheimur". Þetta er að afneita þeirri augljósu staðreynd að í þessu sambandi er það sögulega ákvarðað þjóðfélagshlutverk að vera kona. Talsmenn þessa viðhorfs ganga gegn því grundvallarsjónarmiði sósialista að hver einstaklingur er fyrst og fremst möguleikar, hann á að fá sem mest frelsi. Það sem einkennir undirokaðan hóp er þröngvað uppá hann af ríkjandi kerfi, og það er bví sótsvart íhald að vegsama þá eiginleika umfram aðra möguleika.
Í byltingunni 1917 varð til mikil hreyfing í Rússlandi sem hét Öreigamenning (Próletkúlt). Sumir forystumenn hennar héldu því fram að hugmyndaheimur manna ákvarðaðist beinlínis af efnislegum aðstæðum þeirra. Verkalýður á stórum vinnustöðum er alltaf í samstarfi, og því hlyti hann að hafa hugsunarhátt samstarfs, bróðurlegrar samhjálpar. Þessi hugsunarháttur væri eðlisólíkur einstaklingshyggju borgarastéttarinnar og einyrkjabænda; sem og valdboðshugsunarhætti aðals og klerka. Bókmenntir öreigastettarinnar hlytu að endurspegla þennan nýja hugsunarhátt hennar nú þegar á tímum auðvaldsdrottnunar í heiminum, einnig ættu sannar öreigabókmenntir að endurspegla reglubundna hrynjandi færibandavinnunnar í hrynjanda máls eða skáldlegra mynda.
Þetta viðhorf er kallað vélræn efnishyggja eða dólgamarxismi. Marx, Engels, Lenín, Trotskí, o.fl. börðust gegn því alla tíð2). Því þótt tilvera okkar sé ein heild, og framieiðsluhættir móti sögu hennar til lengdar, þá mótast hún hverju sinni líka af menningarhefðum, hugmyndaheimi, stjórnmálaástandi, o.s.frv. Því er verkalýðurinn, einsog aðrar stéttir í auðvaldsþjóðfélagi, yfirleitt haldinn borgaralegum viðhorfum, sem hvarvetna ríkja í þjóðfélaginu, og spretta af því. Ella væri verkalýðurinn löngu búinn að gera sósíalíska byltingu.
En þessi dólgamarxismi er undirrót alþýðudekurs, þ.e. að gera ríkjandi smekk alþýðu að hæstarétti um listaverk. Þetta er alltannað mál en það, að taka mið af hugmyndaheimi þess sem maður er að tala við. Af misskilinni alþýðuvináttu er hugarheimur kúgaðrar stéttar, hugarheimur sem endurspeglar kúgunina, gerður að endanlegum mælikvarða á gott og illt, framsækið, róttækt eða borgaralegt. Augljóslega er varla hægt að ímynda sér öfgafyllri ihaldsstefnu.
Meginatriði sósíalrealismans er sá boðskapur, að skáldverkið eigi að vekja fólk til baráttu með því að sýna baráttu, sýna verkalýðinn berjast stéttvísan í samtökum sínum, sýna fyrirmyndarhetjur sem sigrast á tregðu og deyfð stéttsystkina sinna, svo að verkalýðurinn taki höndum saman og sigri stéttaróvininn. Yfirleitt ríkir hér borgaraleg einstaklingshyggja, einsog t.d. í Islandssögu Hriflu-Jónasar: einstök stórmenni stíga fram á sviðið og móta fjöldann, Og þetta er kannski engin furða. Borgaraleg áhrif eru sínálæg, einsog áður segir, og birtast þau ekki einmitt í boðun svona stefnu? Sýnir það ekki heldur litla virðingu fyrir undirokuoum þjóðfélagshópum, að halda að þeim hugkvæmist barátta fyrir réttindum sínum helst við skáldsagnalestur. Eru þetta ekki dæmigerð millistéttarviðhorf, þeirra sem hafa atvinnu af að leiðbeina öðrum, presta, kennara, blaðamanna o.s.frv.
Auðvitað gætu orðið til mikil listaverk sem lýsa byltingarbaráttu - og eru sjálfsagt til. En er ekki hrein hughyggja (snillingadýrkun) að gera ráð fyrir að skáld dragi svoleiðis bara uppúr hugarfylgsnum sínum? Það er með þetta einsog annað, skáld vera að þekkja efnið til að geta skapað listaverk úr því.
Uppúr 1968 var þessi sósíalrealismi grafinn upp, m.a. í Danmörku. Og þar hefur ungur hugsjónamaður, Guðlaugur Arason, tileinkað sér hann, auðvitað til að veita „nokkra leiðsögn um þann sundraða veruleika sem heldur okkur föngnum" (DP bls. 324). Bók hans Víkursamfélagið er alveg hreinræktuð skv. þessari stefnu, Eldhússmellur líka: aðvífandi fyrirmyndarpersóna hugsar fyrir allar hinar. Auðvitað eru þessar skáldsögur alþýðlegar í versta skilningi þess orðs. Því eigi bókmenntirnar að ala alþýðuna beinlínis upp, þá verða þær að ná til hennar almennt, vera aðgengilegar og auðskildar. Af þessu sprettur víðfræg íhaldssemi sósíalrealista á form. Þeir hafa lagt sig eftir útvötnuðum klisjum í stíl og persónusköpun, lýsingum o.s.frv. Þ.e.a.s., jafnframt forminu hafa þeir viðhaldið hugsunarhætti sem mótast í auðvaldsbjóðfelaginu og af því! Ég nefni þessar bækur, því einhver dæmi þarf, og ég held að þær hafi lítt hrifið sósíalista. En er nokkuð út á þær as setja, annað en að þær eru samdar eftir þessari forskrift?
Jákvæðar fyrirmyndarbókmenntir boða DP, því þeim „eru að skapi skrif sem leita lausna á vanda söguhetja sinna í ljósi félagslegs veruleika þeirra" (undirstrikun AO). I samræmi við bað skrifaði Dagný mjög neikvæðan ritdóm um Sæta stráka Magneu Matthíasdóttur (í Þjv. 9/12 1981) og þó má lesa úr ritdóminum að bók þessi sé bæði raunsæ lýsing á hversdagslífi venjulegrar stúlku, á umhverfi hennar einsog hún skynjar það - og að sagan gefur gagnrýna mynd af öllu saman! I ógagnrýninni mynd kæmi naumast fram að stelpan ber meiri virðingu fyrir vilja strákanna en sjálfrar sín, rolast stefnulaust áfram, að tveir vinna húsverk í sambýli en hinir gera ekkert, o.s.frv. En Dagný segir: ,Að mínu viti eiga bókmenntir ekki að vera vitnisburður, ekki lýsing á veruleikanum heldur hörð úrvinnsla úr honum. Á þeirri fjölmiðlunartíð sem við lifum nú er okkur sýnt yfrið nóg en sagt alltof fátt."
Nú segir sig sjálft, að það er aldrei hægt að lýsa veruleikanum án mjög rækilegrar úrvinnslu. Spurningin er því: hvernig úrvinnslu vill Dagný? Það sést á bessum orðum: "Sögumaður okkar virðist þannig vera mjög bæld persóna, haldin töluverðri sjálfsfyrirlitningu og dugleg við allra handa sjálfskúgun. Hún forðast öll átök, allar ákvarðanir, alla greiningu og ýtir því frá sér. Afleiðingarnar eru þær að hún dólar gegnum söguna hugsanalöt, hálfsljó, hálfsinnulaus, aldrei gagnrýnin að því marki að það verði óþægilegt fyrir hana sjálfa eða aðra. Og ég get ekki séð að höfundur setji spurningamerki við þessa lífspólitík, hún er tekin gild einsog hún er."
Ég er alveg sammála þessari persónulýsingu - afturað orðunum sem eg undirstrika. Þessi mynd kemur mjög skýrt fram af sögunni. Svo æpandi skýrt að sagan verður sérlega glögg mynd of niðurlægingu og örvæntingu konu sem er meðhöndluð einsog hlutur. Ætti ég að nefna eitt íslenskt skáldverk sem glæsilegt dæmi um vitundarvakningu kvenna, þá nefndi ég þetta (þarmeð er ekki sagt að sagan sé óaðfinnanleg!). En Dagnýju nægir ekki að sýnt sé, höfundur þarf þaraðauki að segja okkur - væntanlega hvað okkur eigi að finnast um það sem sýnt er, kannski átti Magnea að sýna okkur hressa stelpu í uppreisn gegn kerfinu, í stað manneskju sem kerfið hefur brotið niður (”Eldhúsmellur snúa aftur"?). Hvort gæfi nú neikvæðari mynd af kerfinu? Hvernig sem Dagný hefur hugsað sér þetta, virðist mér svona þröngsýni eðlisandstæð bókmenntum.

Byltingarbókmenntir
Margir þeir sósíalistar sem boða að bókmenntir eigi að leggja lið baráttunni fyrir betra heimi, leggia höfuðáherslu á neikvæðar bókmenntir. Bókmenntirnar eiga þá að afhjúpa vankanta heimsins og haldleysi hugmynda sem reyna að sætta fólk við þessa vankanta. Stundum gera þær hversdagsleikann framandi, jafnvel fáránlegan, svoað menn taki eftir honum, sjái hvað hann er fráleitur og fari að hugsa um að breyta honum. Á þessu sviði er margra góðra skálda að minnast og ólíkra, eg nefni bara Bertold Brecht, Halldór Laxness og Jökul Jakobsson.
Raunar virðist mér sem fleirum, að nú á dögum sé einna mest um góðar bókmenntir á þessu sviði. Þetta hefur verið skýrt þannig, að andstaðan skerpi sýn skálda, og því hafi mörg helstu skáld þessarar aldar komið úr röðum róttækra sósíalista, en önnur úr röðum fasista. Áreiðanlega höfða niðurrifsbókmenntir almennt til fólks sem býr við afdankað hagkerfi. Og hér held ég að afstaða skáldsins til lesenda skipti miklu máli. Uppbyggilegar bókmenntir hugsa fyrir lesandann, hvort sem þær eru fylgjandi ríkjandi þjóðskipulagi eða ekki, en neikvæðar bókmenntir beinast að því að vekja lesandann til efa og sjálfstæðrar umhugsunar.
Hinsvegar væri hrein firra að ætlast tilað skáld reyni almennt að skrifa í þessa veru. Það er helsti útbreiddur misskilningur as skáld séu brautryðjendur, sjáendur framtíðarinnar, o. s. frv. Þau eru það vissulega oft gagnvart vanþróuðustu hópum þjóðfelagsins, en annars er skáldskapur yfirleitt á eftir þjóðfélagsþróuninni, enda er efniviður hans viðbrögð manna við atburðum, við þróuninni, fremur en atburðirnir sjálfir.
Hugmyndaheimur manna breytist begar þjóðfélagslegar aðstæður þeirra breytast - en miklu hægar. Sérstaklega vill tilfinningalíf þeirra og dulvitund verða á eftir vitsmunum í þróuninni. En öll þessi öfl persónuleikans eru virk í listsköpun. Það er því alveg fáránlegt að boða einhverja eina stefnu sem eigi að vera leiðarljós skálda almennt. Þad hlýtur að fara eftir mismunandi aðstæðum skálda, upplagi og reynslu, hvað þau geta best gert, og til hvaða lesendahóps, hvaða hugmyndaheims þau geta höfðað3)..Sum geta höfðað til þróaðasta þjóðfelagshópsins, þess sem best þekkir möguleika núverandi þjóðskipulags og takmarkanir. En listsköpun kemst ekki framúr lífsreynslu viðtakenda svo neinu nemi. Og í okkar borgaralega þjóðfélagi ríkja smáborgaraleg viðhorf víðasthvar. Framhjá því komast ekki skáldin. Þau geta í mesta lagi gert uppreisn gegn slíkum viðhorfum, en uppreisnin litast oft líka af þeim. Því er í rauninni gagnbyltingarsinnað að treysta á leiðsögn skálda (og annarra!) - og alveg fráleitt as gera þau ábyrg fyrir þeim viðhorfum þjóðfélagshópa, sem þau sýna í lifandi frásögn og persónum. Við öðru eða meira er yfirleitt ekki að búast af skáldum - sem framlagi í stjórnmálabaráttuna. Við þessar aðstæður er líka gagnbyltingarsinnað að heimta af skáldum as þau skrifi alþýðlega, ,,þannig að venjulegt fólk vilji lesa þetta", einsog kom fram í árásum á atómskáldin, Thor og Guðberg. Í þessu felst krafa um að öll skáld skrifi samkvæmt einhverjum samnefnara borgaralegra viðhorfa. Ný skáldverk eru stundum óaðgengileg almenningi, en það er þá oftast af því að skáldið er að túlka nýjan veruleika - veruleika nútímalesenda - og getur ekki gert það í gömlum formum svo vel sé. Í þessu felst allsekki að skáldið vilji fjarlægjast almenning, vilji ekki ná til hans. Fjarlægð nýstárlegs og flókins verks frá almenningi er yfirleitt bara það færi sem honum gefst á þroska í það skiptið. Það segir sig sjálft, að í stéttskiptu þjóðfelagi á lágstéttin erfitt með að tileinka sér slík menningarverðmæti. Hún gerir það smámsaman, m. a. fyrir atbeina skálda sem fara bil beggja (og geta verið góð auk þess). Til að sæmilegt bókmenntalíf þrífist í landinu þarf því hvorttveggja, framúrstefnuskáld og ihaldssamari skáld, einsog oft hefur verið bent á. Hitt gerir engum neitt til, þótt skáld geri misheppnaðar tilraunir, en vandséð er hvernig þau ættu að þroskast án slíkra tilrauna.
Af framansögðu má ljóst vera, að það er ámóta frjótt og viturlegt as boða byltingarbókmenntir, eða sérstaka tegund þeirra, og að boða bara byltingu, afstrakt, án þess að vinna að henni. En að henni er hægt að vinna, einnig a sviði bókmennta og lista.

Viðtökur
Áhrif skáldverks geta verið ærið mismunandi og ólík því sem höfundur ætlaðist til. Menn geta maulað í sig hin byltingarsinnuðustu skáldverk einsog konfekt, smjattað á orðsnilldinni, fengið tilfinningaútrás yfir eymd veslings fólksins - eða hetjuskap þess. Sé listaverkið bara meðtekið af einangruðum neytanda, í venjulegri vöruhringrás auðvaldsins, er hætt við að þær aðstæður yfirstígi alveg ætlun skáldsins, einsog Bertold Brecht og Walter Benjamin bentu á4). Svosem frægt er orðið, sáu þeir lausn þessa vanda í sviðsetningu leikrita sem gerði efnið framandlegt, vekti viðtakendur til umhugsunar og spurninga. En fleiri leiðir eru til. Meginatriði virðist mér að skilja verkið sem listaverk, en tala ekki bara um einstök atriði þess, efnivið, yfirlýsingar í því eða einstakar persónur. Helstu þætti þess þarf að kanna, sérhvern fyrir sig: t.d. persónur, lýsingar, stíl og byggingu. Síðan þarf að átta sig á bví hvernig þessir þættir tengjast í eina heild, orka hver á annan, og að því loknu er hægt að gera sér grein fyrir hvaða þjóðfélagsafstöðu þessi heild sýnir, hvaða stéttarsjónarmið 5).
Þetta er fyrir þá sem vilja öðlast marxiskan skilning á umhverfi sínu. Auðvitað er líka hægt að láta það bara orka á sig. Og reynslan sýnir, að án svona greiningar er jafnvel efnilegasta fólki hætt við grófum rangtúlkunum, t.d. þeim barnaskap að gera höfund persónulega ábyrgan fyrir orðum og gerðum persónu í skáldverki: þetta sé hans fulltrúi, svona vilji hann hafa folk.
Fyrir aldarþriðjungi gaf Simone de Beauvoir út mikið rit: Hitt kynið. Það varð eitt helsta grundvallarrit þeirrar uppreisnar sem konur hafa gert gegn undirokun sinni síðan urn 1968. Það er því mjög fróðlegt að athuga þetta fræðilega rit. Og sjá: Það er síst af öllu lofsöngur um listaverk kvenna sérstaklega, né heilaspuni um sérstakt, eilíft kveneðli, þaðanafsíður boðskapur um hvernig listaverk eigi að vera, svo þau svívirði ekki þvílíkt kveneðli. Þvert á móti er ritið greining á þeirri mynd, sem gefin er af konum í hefðbundinni menningu, bæði listaverkum og annarsstaðar. Auðvitað varð Simone sérlega drjúgt til fanga í skáldverkum karlrembusvína. Og hún sýnir framá hvílíkar mótsagnir, rökleysa og della eru í þessum viðhorfum, í þessari kvenmynd.
Þetta finnst mer til fyrirmyndar. Við búum í þjóðfelagi, þarsem smáborgaraleg viðhorf drottna. Tilað heyja baráttu gegn þeim, verðum við að gera okkur grein fyrir þeim í öllum þeirra ólíku og óvæntu birtingarmyndum. Oft og tíðum er eðli þeirra hreint ekki augljóst, þau taka á sig óvæntustu dulargervi - einmitt vegna þess að við, venjulegir lesendur, erum býsna mótuð of þessum viðhorfum líka. Alþýðan þarf að sigrast á þeirri menningu sem um hana lykur og yfir henni grúfir, hún þarf ekki tilbúinn gerviheim, hversu sósíalískum hetjum sem hann yrði prýddur.
Best áttum við okkur á þessum drottnandi viðhorfum með gagnrýninni greiningu á listaverkum sem eru gegnsýrð þeim.
Þetta mæli eg af reynslu. Ég hefi verið í hópi sem gerði greiningu á Ráðskona óskast í sveit eftir Snjólaugu Bragadóttur. Athuguð var m. a. persónusköpun, ímynd fyrirmyndarkonu og fyrirmyndarkarls. Og ég hefi aldrei orðið vitni að jafnalmennri gagnrýni á ríkjandi viðhorf í þessum efnum og kom fram í hópnum.
Þetta var nú tiltölulega auðvelt dæmi. Það sýnir, að borgaralegar afþreyingarbókmenntir geta verið mjög afhjúpandi - á einmitt þeirri lífslygi sem þær rniðla. Það fer eftir viðtökunum, ég veit ekki betur en að svona gagnrýnar viðtökur séu víða mikið stundaðar. Því meiriháttar sem listaverk er, því fíngerðari og varasamari sýnir það blæbrigðin í þessum drottnandi hugsunarhætti, sem byltingarsinnar verða að átta sig á. Því eiga þeir að taka fagnandi hverju borgaralegu listaverki, ekki síður en byltingarsinnuðu. Og þó ekki væri nema af þessum pólitísku ástæðum eiga sósíalistar að fagna fjölbreytni í listsköpun. Vitaskuld eiga þeir líka að gera það af menningarlegum ástæðum – til að fólk geti lifað innihaldsríkara lífi.
Og hér sýnist mér að byltingarsinnaðir bókmenntafræðingar geti unnið þarft verk. Þeir geta gert greiningu einsog ég lýsti hér að framan, eða enn frekar, gert verkefnalista fyrir lesendahóp sem geri síðan greininguna og ræddi hana. Það yrði jarðvegur byltingarvitundar gagnvart bókmenntum, Og slík vitund gæti, með öðru byltingarstarfi, orðið grundvöllur byltingarsinnaðra listaverka. En ef við spennum kerruna framfyrir hestinn, vanrækjum gagnrýnina og gefum forskrift að listaverkum, þá haggast ekkert. Mestar líkur á að við úthrópum einhverja smáborgaralega vitleysu sem byltingarlist. Næg eru þess dæmin.6)

Niðurstaða
Ég er öldungis sammála DÞ um að við eigum as vera góðir lesendur, leggja okkur öll „fram við að skilja það sem höfundurinn hefur fram að fara og koma til móts við það." Það er rétt hjá þeim, að aðeins þannig getum við þekkt þann veruleika sem verkin miðla, og við þurfum as glíma við (bls. 323-4). Ágreiningur okkar er sá, að ég vil ekki frekari afskipti gagnrýnenda af bókmenntasköpun. Gagnrýnendur sem vilja vera raunverulega róttakir og jafnvel byltingarsinnadir, eiga aldrei að segja skáldum til. Þeir eru þá bara að reyna að koma sínu eigin verkefni yfir á skáldin - sem oft hafa ekki forsendur til að leysa það. Og þetta verður hrein íhaldssemi; gagnrýnendur draga einhverjar reglur af list fyrri tíma, eða af eigin borgaralegum viðhorfum, um hvernig eigi að skapa nýja. Fyrir nú utan hvað það er fáránlegt as segja öðrum manni fyrir um sköpunarstarf hans. Fólk sem vill leita samfélagslegra lausna, ætti að stunda fjöldagagnrýni í stað þess að ætlast til leiðsagnar af einstökum skáldum. Byltingin er verkefni fjöldans.
Við getum ekki búist við því að fá betri bókmenntir en við nú fáum, nema við leggjum okkur fram um að skilja það sem skáldin eru að gera.
Við megum ekki gleyma því, hve lítið íslenskt samfélag er. Það gefur alveg einstæð tækifæri á skjótri og mikilli menningarútbreiðslu, miðað við önnur lönd. Þráttfyrir þau alkunnu ljón sem eru í veginum (yfirvinnuþrældóm með tilheyrandi lágmenningu) geta fjölmiðlar og félagssamtök miklu áorkað. Einsog ég hefi áður bent á, er margt fólk þjálfað í bókmenntagreiningu. Mér finnst sanngjarnt að ætlast til þess af Þjóðviljanum, málgagni sósíalisma, að hann geri amk. tilraun með birtingu svona bókmenntagreininga. Og örugglega eiga þær heima í vinstrisinnuðum bókmenntatímaritum svosem TMM7).
Það eru augljós sannindi, að miklu færri konur hafa fengið að njóta sín í ritstörfum en karlar. Þetta er líklega að breytast á Íslandi einsog annarsstaðar, búast má við að þar leiti þangað í stórum stíl, einsog í myndlistina fyrir nokkrum árum. Ég er fullur eftirvæntingar, því auðvitað miðla þær að einhverju leyti öðru en því sem mest hefur borið á, ef þær koma á ritvöllinn úr ýmsum þjóðfélagshópum. Mótstaðan er sjálfsagt mikil, og erfiðar hefðir við að glíma. Þetta verður hikandi leit, tilraunir og fálm, einsog hjá öllum byrjendum í listsköpun. Þar getur rækileg greining, svosem ég hefi reynt að lýsa hér, komið að miklu gagni. Hinsvegar get ég varla ímyndað mér verra veganesti fyrir slíka hreyfingu en þá, að viðurkennt forystufólk í kvennahreyfingunni leggi línuna: Þú mátt ekki gera þetta, þú átt ad gera hitt hinsegin, öll eigið þið að stefna að þessu marki sem ég tiltek.
Lyon, 13. jan. 1982.


Birting bessarar greinar hefur dregist i eitt ár. Játar höfundur á sig nokkra sök á þvi, en ritstjórn suma.

1) Karl Marx: ,Debatten uber die Pressfreiheit." (1842) M/E: Werke 1, bls. 71.Berlin 1964. Sama bókmenntaviðhorf höfðu þeir Engels alla tið, en hér er ekki rúm tilað rekja það.
2) Sjá t.d. Trotski: Bókmenntir og bylting (1924, til í vasabrots útgáfum á ýmsum málum). Þar eru einna best rökstudd sjónarmið þessarar greinar.
3) Sjá um þetta nánar bók Guðmundar G. Hagalins: Gróður og sandfok, Rvk 1943, einkum bls. 10-38 og 170-176. Ég er auðvitað ekki að skrifa undir hvert orð i bókinni þótt ég vitni i hana.
4) Walter Benjamin: ,Höfundurinn sem framleiðandi." TMM 4 1982.
5) Þessi greining hlýtur að vera breytileg eftir þörfum fólks hverju sinni, en aoalatriðið er að nálgast verkið sjálft. Til frekari skýringar vil ég benda á eitt albesta dæmi sem ég þekki á íslensku. Það eru útvarpserindi eftir Kristin E. Andrésson frá 1934-5: „Útsær Einars Benediktssonar" og ,Einar Benediktsson sjötugur". Birt i ritgerðasafni Kristins: Um íslenskar bókmenntir I, Rvk 1976, bls. 95-111 og 45- 58.
6)Eg hefi aðeins lesið 3. bindi endurminninga Christian Kampmanns, en sjaldan séð aðra eins egómaníu. Maðurinn talar ekki um annað en lítilvægustu hugrenningar og tilfinningar sjálfs sin. Og betta nefna þau DÞ sem dæmi um baráttubókmenntir! (bls. 320-21).
Tímarit Máls og menningar 1983.

Engin ummæli: